Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Aron Guðmundsson skrifar 3. desember 2024 17:02 Sergio Perez ræðir hér við liðsstjóra Red Bull Racing liðsins, Christian Horner, í Katar um síðastliðna helgi. Vísir/Getty Það bendir allt til þess að dagar Mexíkóans Sergio Perez hjá Red Bull racing verði taldir eftir lokakeppni tímabilsins í Abu Dhabi um komandi helgi. Perex hefur engan vegin náð sér á strik á góðum bíl Red Bull Racing og finnur sig í 8.sæti í stigakeppni ökuþóra með aðeins 152 stig. Þar er hann á eftir liðsfélaga sínum Max Verstappen sem hefur tryggt sér heimsmeistaratitilinn sem og ökuþórum McLaren, Ferrari og Mercedes. Red Bull Racing á ekki lengur möguleika á því að verja heimsmeistaratitil sinn í flokki bílasmiða og er auðvelt að benda á þau fáu stig sem Perez hefur skilað inn sem orsakavald en Verstappen hefur tryggt sér og Red Bull Racing 429 stig. Nú bendir allt til þess að Red Bull Racing muni gera breytingar og eru taldar yfirgnæfandi líkur á því að Perez verði látinn fara eftir tímabilið. Ummæli liðsstjórans Christian Horner nú í aðdraganda síðustu keppnishelgarinnar hefur ekki dregið úr þeim líkum. „Staðan sem við erum í er álíka sársaukafull fyrir hann og okkur,“ sagði Horner í samtali við Viaplay. „Við veitum honum allan þann stuðning sem að þarf þar til að kemur að köflótta flagginu í Abu Dhabi. Perez nýtur þess ekki að vera í þeirri stöðu að slúðrað sé um framtíð hans í hverri viku. Hann er hins vegar nógu gamall og reyndur til þess að átta sig á stöðunni. Sjáum hvar við verðum eftir Abu Dhabi.“ Í tengslum við mögulegt brotthvarf Perez er því haldið fram að annar hvor ökuþóra systurliðs Red Bull Racing, RB liðsins, muni fylla upp í sæti Perez. Það yrðu þá annað hvort Yuki Tsunoda eða Liam Lawson sem myndu fá það sæti nema að einhverjar óvæntar vendingar myndu eiga sér stað. Akstursíþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Perex hefur engan vegin náð sér á strik á góðum bíl Red Bull Racing og finnur sig í 8.sæti í stigakeppni ökuþóra með aðeins 152 stig. Þar er hann á eftir liðsfélaga sínum Max Verstappen sem hefur tryggt sér heimsmeistaratitilinn sem og ökuþórum McLaren, Ferrari og Mercedes. Red Bull Racing á ekki lengur möguleika á því að verja heimsmeistaratitil sinn í flokki bílasmiða og er auðvelt að benda á þau fáu stig sem Perez hefur skilað inn sem orsakavald en Verstappen hefur tryggt sér og Red Bull Racing 429 stig. Nú bendir allt til þess að Red Bull Racing muni gera breytingar og eru taldar yfirgnæfandi líkur á því að Perez verði látinn fara eftir tímabilið. Ummæli liðsstjórans Christian Horner nú í aðdraganda síðustu keppnishelgarinnar hefur ekki dregið úr þeim líkum. „Staðan sem við erum í er álíka sársaukafull fyrir hann og okkur,“ sagði Horner í samtali við Viaplay. „Við veitum honum allan þann stuðning sem að þarf þar til að kemur að köflótta flagginu í Abu Dhabi. Perez nýtur þess ekki að vera í þeirri stöðu að slúðrað sé um framtíð hans í hverri viku. Hann er hins vegar nógu gamall og reyndur til þess að átta sig á stöðunni. Sjáum hvar við verðum eftir Abu Dhabi.“ Í tengslum við mögulegt brotthvarf Perez er því haldið fram að annar hvor ökuþóra systurliðs Red Bull Racing, RB liðsins, muni fylla upp í sæti Perez. Það yrðu þá annað hvort Yuki Tsunoda eða Liam Lawson sem myndu fá það sæti nema að einhverjar óvæntar vendingar myndu eiga sér stað.
Akstursíþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira