Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 10:33 Bestu kvenkylfingar heims keppa á LPGA mótaröðinni en nú hafa strangari reglur verið settar um þátttökurétt á mótunum. Getty/David Cannon Kylfingar sem ætla að taka þátt í mótum á LPGA mótaröðinni eða á USGA mótaröð kvenna í golfi verða hér eftir, að hafa fæðst sem konur eða orðið að konum áður en þær urðu kynþroska, til að fá keppnisleyfi. Nýju kynjareglurnar taka gildi á árinu 2025. Þetta var tilkynnt í gær sem og að þessar reglur eru settar eftir eins árs rannsókn á þessum málum. Þar kom fram að skoðaðar hafi verið rækilega læknislegar, vísindalegar og þjálffræðilegar hliðar málsins sem og öll ríkjandi kynjalög. Þessar nýju reglur útiloka að minnsta kosti eina konu frá þátttöku. Hún heitir Hailey Davidson og var aðeins einu höggi frá því að vinna sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu í ár. Davidson hóf hormónameðferð eftir tvítugt eða árið 2015. Hún fór síðan í kynleiðréttingaraðgerð árið 2021. Samkvæmt gömlu reglunum hjá LPGA þá þurfti hún að gangast undir þessa kynleiðréttingaraðgerð til að fá keppnisleyfi á mótaröðunum. Nú mun hún ekki fá keppnisleyfi á næsta ári. Davidson fagnaði sigri á móti á lítilli mótaröð á Flórída snemma á árinu, mótaröð sem kallast NXXT Golf. Eftir það ákváðu forráðamenn NXXT Golf að setja nýja reglur. Þar var komin þessi sama „kona við fæðingu“ klásúla eins og stóru mótaraðirnar tvær taka nú upp. LPGA sagðist hafa sótt sér upplýsingar frá sérfræðingum úr öllum helstu sviðum tengdum kynjunum og kynleiðréttingum. Samkvæmt þeim þá hafa konur, sem urðu kynþroska sem karlmenn, forskot á aðra kvenkynskylfinga. Þeim er því meinuð þátttaka frá og með næsta ári. NEWS: The LPGA and USGA updated their gender policies for competition eligibility, allowing only athletes assigned female at birth or assigned male at birth who did not undergo male puberty to compete in LPGA and USGA events.https://t.co/L8h8BUW0Qn— The Athletic (@TheAthletic) December 4, 2024 Golf Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Sjá meira
Nýju kynjareglurnar taka gildi á árinu 2025. Þetta var tilkynnt í gær sem og að þessar reglur eru settar eftir eins árs rannsókn á þessum málum. Þar kom fram að skoðaðar hafi verið rækilega læknislegar, vísindalegar og þjálffræðilegar hliðar málsins sem og öll ríkjandi kynjalög. Þessar nýju reglur útiloka að minnsta kosti eina konu frá þátttöku. Hún heitir Hailey Davidson og var aðeins einu höggi frá því að vinna sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu í ár. Davidson hóf hormónameðferð eftir tvítugt eða árið 2015. Hún fór síðan í kynleiðréttingaraðgerð árið 2021. Samkvæmt gömlu reglunum hjá LPGA þá þurfti hún að gangast undir þessa kynleiðréttingaraðgerð til að fá keppnisleyfi á mótaröðunum. Nú mun hún ekki fá keppnisleyfi á næsta ári. Davidson fagnaði sigri á móti á lítilli mótaröð á Flórída snemma á árinu, mótaröð sem kallast NXXT Golf. Eftir það ákváðu forráðamenn NXXT Golf að setja nýja reglur. Þar var komin þessi sama „kona við fæðingu“ klásúla eins og stóru mótaraðirnar tvær taka nú upp. LPGA sagðist hafa sótt sér upplýsingar frá sérfræðingum úr öllum helstu sviðum tengdum kynjunum og kynleiðréttingum. Samkvæmt þeim þá hafa konur, sem urðu kynþroska sem karlmenn, forskot á aðra kvenkynskylfinga. Þeim er því meinuð þátttaka frá og með næsta ári. NEWS: The LPGA and USGA updated their gender policies for competition eligibility, allowing only athletes assigned female at birth or assigned male at birth who did not undergo male puberty to compete in LPGA and USGA events.https://t.co/L8h8BUW0Qn— The Athletic (@TheAthletic) December 4, 2024
Golf Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Sjá meira