Lífið

Silkimjúkur kaffibrúnn er litur ársins 2025

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
PANTONE 17-1230 Mocha Mousse er litur ársins 2025.
PANTONE 17-1230 Mocha Mousse er litur ársins 2025. Skjáskot/Pantone

Litafyrirtækið Pantone hefur tilkynnt um lit ársins 2025. Að þessu sinni varð PANTONE 17-1230 Mocha Mousse fyrir valinu. Líkt og nafnið gefur til kynna er liturinn kaffibrúnn, silkimjúkur og hlýr litatónn.

Í byrjun desember á hverju ári gefur fyrirtækið lit sem talinn er fanga anda hvers árs á heimsvísu, eins og því er lýst á heimasíðunni.

Á síðasta ári var Peach Fuzz valinn litur ársins 2024, eða ferskjubleikur.

Á vef Pantone er litnum lýst sem hlýjum brúnum lit sem veki upp vellíðunartilfinningu þar sem flestir tengi litinn við súkkulaði og kaffi. Þannig fangi liturinn lífsstíl okkar og leit að þægindum. Þá er litnum lýst af litaáhugafólki sem hinn fullkomni litur sem fangi samspil litar og menningar.

Brúnir og jarðlitatónar hafa án efa verið áberandi í klæðaburði og á heimilum Íslendinga síðustu misseri. 

Hér að neðan má sjá nokkur dæmi þess meðal vinsælustu áhrifavalda landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.