Lífið

Bein út­sending: Sterkustu skák­menn landsins mætast

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Um æsispennandi mót er að ræða.
Um æsispennandi mót er að ræða. Vísir/Getty

Strákarnir í Chess After Dark standa fyrir Íslandsmótinu í atskák sem fer fram í dag á Selfossi. Sterkustu skákmenn landsins mætast þar.

Sigurvegari mótsins hlýtur nafnbótina Atskákmeistari Íslands 2024. Núverandi íslandsmeistari er alþjóðlegi meistarinn Hilmir Freyr Heimisson. Efsta konan verður Íslandsmeistari kvenna í atskák.

Mótið er haldið í Bankanum vinnustofu. Um er að ræða næst stærsta titil sem hægt er að vinna á Íslandi.

Tefldar verða níu umferðir með tímamörkunum 10 + 3. Vegleg verðlaun eru í boði, en sá sem sigrar fer heim með 115 þúsund krónur. Þá hreppir hann titilinn atskákmeistari Íslands 2024.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.