Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta Forlagið 10. desember 2024 08:46 Í nýjustu bók sinni, Skálds saga, segir Steinunn Sigurðardóttir frá skáldskaparferli sínum, sjálfri sér og störfum í sérlega fróðlegri og skemmtilegri 74 kafla bók þar sem flakkað er fram og aftur í tíma og rúmi. Hér er hún nýlent á eyjarkríli sem kemur við sögu í nýju bókinni. Steinunn Sigurðardóttir, einn fremsti rithöfundur og skáld landsins, segir frá skáldskaparferli sínum, sjálfri sér og störfum í sérlega fróðlegri og skemmtilegri bók þar sem flakkað er fram og aftur í tíma og rúmi. Bókin, sem ber heitið Skálds saga, er fyrst og fremst lýsing á ýmsum þáttum í lífi og starfi skáldsins, aðferðum og aðstöðu við skriftir, kveikjum og innblæstri, hindrunum og hvatningu, og veitir athyglisverða innsýn í sköpunarferlið og glímuna við orðin. Bókin er mikill fengur fyrir aðdáendur verka hennar en ekki síður fyrir upprennandi rithöfunda og almenna lesendur sem eru áhugasamir um störf skálda. Steinunn hefur frá ótalmörgu athyglisverðu að segja og mörgu að miðla í 74 köflum bókarinnar sem snertir skáldskapinn og höfundarlífið auk þess sem hún fléttar listilega inn stuttum brotum úr eigin skáldverkum, bæði ljóðum og sögum. Það eru ekki á hverjum degi sem lesendum er boðið að skyggnast inn í heim sköpunar og skáldskapar með höfundinn sjálfan sem leiðsögumann og enginn verður svikinn af fjörlegri leiðsögn Steinunnar. Hvernig kviknaði þessi hugmynd hjá þér, að skrifa svona persónulega bók sem gefur lesendum innsýn í eldri verk þín og þitt eigið líf? „Ja … hugmyndin kviknaði nú eiginlega ekki. Ég gerðist bara forvitin um öll mín ár og tiltæki á ritvellinum. Fór að hugsa upphátt og setja á blað. Svo óx bara staflinn svona tiltölulega áreynslulaust - miðað við það sem gerist þegar ég skrifa hreinan skáldskap. En auðvitað er Skálds saga líka skáldskapur, bara talaður lóðbeint út úr mínu hjarta - sem ég geri annars aldrei á þennan hátt.“ Steinunn segist líklega hafa vonað að hún væri að sýna af sér örlæti með því að gefa lesendum sínum aðra sort af gjöf en venjulega. „Ég vinn þannig að ég blanda minni persónu ekki beinlínis í skáldsagnagerðina, heldur sigta ég sjálfa mig frá og næ þannig því sem mér finnst vera rétt fjarlægð.“ Í Skálds sögu gilda allt önnur lögmál að hennar sögn. „Ég tek lokið af sálarkirnunni, opna inn í vinnuherbergin og minni mig á mikinn fjölda af yndisstöðum þar sem bækurnar mínar hafa orðið til, frá Tókýó til Skaftafellssýslu. Og sú umfangsmikla staðatilfærsla held ég að hafi verið mér mjög mikill liðsmaður í því að halda sköpuninni gangandi. Skálds saga snýst heilmikið um þessa ólíku skrifstaði og stundir og alls konar stuð og óstuð.“ Steinunn les úr Tímaþjófnum á kvennaráðstefnu í Deauville í Frakklandi. Leiftrandi myndir af atvikum og umhverfi Í Skálds sögu dregur Steinunn fram persónulega sýn á skriftir og skapandi vinnu. Hún veitir innsýn í þætti sem lesendur eru gjarnan forvitnir um: Hvaðan kemur innblásturinn? Hvernig verður hugmynd að fullburða verki? Í bókinni opnar hún dyr að sínu eigin vinnuherbergi, bæði bókstaflega í lýsingum á híbýlum og vinnuaðstöðu, og vinnustofu hugans. Lesendur fá að fylgjast með skáldskaparferlinu – harðri glímu við persónur, sögusvið og tækni í stíl og uppbyggingu. Steinunn dregur upp leiftrandi myndir af atvikum og umhverfi sem hafa verið henni innblástur, allt frá íslenskri náttúru til fjölbreyttrar lífsreynslu hennar víða um heim. Hvernig upplifun var það að takast á við ferilinn með þessum hætti? „Þetta var merkilega upplífgandi ferðalag, eiginlega ævintýri. Að hafa verið að skrifa og átt heima hér og þar í Evrópu, Frakklandi og Þýskalandi sérstaklega. Reykjavík kemur mikið við sögu, Skaftafellssýsla og Selfoss. Allar minningarnar í þessari starfsævisögu tengdar ritmennskunni. Þannig að vel má segja að líf mitt og ritmennskan séu eitt. Vinkona mín skrifaði mér um daginn að ég væri runnin saman við skáldskapinn og orðin. Það er þó óskastaða.“ Hún segist þó hlífa lesandanum við flækjustiginu við skrifborðið og praktísku erfiðleikunum, eins og til dæmis skorti á fjármagni til að endurnýja gleraugu. „En í Skálds sögu er heilmikið um alls konar aðra praktík, vinnuherbergi, tiltektir - sem ég finn að lesendur hafa sérlega gaman af. Og það var kannski svolítið spes tiltæki hjá mér að blanda þessu í hræruna.“ Rík hefð og víðtækur reynsluheimur Steinunn fæddist í Reykjavík árið 1950. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968 og BA-prófi í sálfræði og heimspeki frá University College í Dublin árið 1972. Hún hóf ung störf við blaða- og fréttamennsku en hefur allt frá 1980 einkum helgað sig ritlistinni. Ferill hennar hófst þegar hún var aðeins nítján ára en þá sendi hún frá sér ljóðabókina Sífellur. Ritverk hennar skipta nú tugum og eru fjölbreytt; ljóðabækur, skáldsögur, smásögur og leikrit auk tveggja sannsagna og barnabókar. Meðal verkanna má nefna hinar margrómuðu skáldsögur Hjartastað og Tímaþjófinn, sem báðar hafa komið út víða erlendis og sú síðarnefnda verið kvikmynduð í Frakklandi. Hvað stendur helst upp úr á ferlinum? Einhver bók, sérstök persóna eða eitthvað annað? „Ég gæti skrifað minnst sjö bækur eins og Skálds sögu. Það er svolítið hipsumhaps hvað lenti inni í bókinni, enda er hún „happening“. Ég hefði til dæmis getað skrifað marga kafla um þýðingar á verkunum mínum - en ég hef mikla reynslu af því að vinna með þýðendum á fleiri tungumálum en ég raunverulega kann sæmilega. Þannig að í öllum þessum flaumi af bókum, bæði á íslensku og útlensku, þá væri ekki einfalt fyrir mig að koma með einhverja toppa.“ Hún segir þó kúvendingu á ferlinum verða þegar Tímaþjófurinn kom út 1986. „Bókin sló í gegn, bæði hjá lesendum og umfjallendum, og ekki bara á Íslandi. Þarna hef ég verið útgefinn höfundur í 17 ár, þannig að það ætti þá við um mitt streð að sígandi lukka sé best.“ Skálds saga er mikill fengur fyrir aðdáendur verka Steinunnar en ekki síður fyrir upprennandi rithöfunda og almenna lesendur sem eru áhugasamir um störf skálda.Mynd/Eyþór Árnason. Þegar þú lítur yfir þessi 55 ár, hvernig hefur þú helst breyst og þroskast sem rithöfundur? „Ég hef heyrt þá skoðun að höfundar röddin hafi verið komin strax 1969, í fyrstu bók, ljóðabókinni Sífellur. En ég held helst, svona aðspurð, að ég hafi breyst og þroskast út um allar trissur, samanber mínar mjög svo innbyrðis ólíku skáldsögur, allt frá ærslum til drama. Mín ólíku innbyrðis ljóð þróast alltaf áfram, allt frá smámyndum til langra frásagnarkenndra ljóðabálka - þannig að ég gæti hvorki bent í norður- né suðurátt.“ Hún segir þessa löngu reynslu gera sér kleift að fara í gegnum málin og greina þau eins og hún gerir í Skálds sögu. „Og ég er að grufla í því hvernig maður þurfti að haga sér og haga málum, hreint praktískt líka, til að dafna sem höfundur. Og hvað ég hafi gert. En það sem er vonandi lykilatriði í þessari starfsævisögu er það að verkin mín hafi yfirleitt breyst og þroskast, og að þau haldi því alltaf áfram.“ Hún telur sig vera að vinna þannig að árið 2024 sé hún að skrifa hluti sem hún hefði ekki haft sköpunarmátt og skáldskaparþroska til að gera einhverjum árum áður. „Ég er hrædd við stöðnun og berst á móti henni með kjafti og klóm, eins og kemur fram í Skálds sögu. Mér finnst sjálfri að ég sé „ung í anda“ og ég held að þessi bók sem einn gagnrýnandinn sá „prakkaraskap“ í sé kannski til marks um það.“ Steinunn hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, þar á meðal Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsögurnar Hjartastað árið 1995 og Ból 2023. Þá hefur hún hlotið Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Háskóli Íslands hefur sæmt hana heiðursdoktorsnafnbót. Skáldverk hennar hafa verið þýdd á mörg tungumál og fengið afar góðar viðtökur erlendis. Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Sjá meira
Bókin er mikill fengur fyrir aðdáendur verka hennar en ekki síður fyrir upprennandi rithöfunda og almenna lesendur sem eru áhugasamir um störf skálda. Steinunn hefur frá ótalmörgu athyglisverðu að segja og mörgu að miðla í 74 köflum bókarinnar sem snertir skáldskapinn og höfundarlífið auk þess sem hún fléttar listilega inn stuttum brotum úr eigin skáldverkum, bæði ljóðum og sögum. Það eru ekki á hverjum degi sem lesendum er boðið að skyggnast inn í heim sköpunar og skáldskapar með höfundinn sjálfan sem leiðsögumann og enginn verður svikinn af fjörlegri leiðsögn Steinunnar. Hvernig kviknaði þessi hugmynd hjá þér, að skrifa svona persónulega bók sem gefur lesendum innsýn í eldri verk þín og þitt eigið líf? „Ja … hugmyndin kviknaði nú eiginlega ekki. Ég gerðist bara forvitin um öll mín ár og tiltæki á ritvellinum. Fór að hugsa upphátt og setja á blað. Svo óx bara staflinn svona tiltölulega áreynslulaust - miðað við það sem gerist þegar ég skrifa hreinan skáldskap. En auðvitað er Skálds saga líka skáldskapur, bara talaður lóðbeint út úr mínu hjarta - sem ég geri annars aldrei á þennan hátt.“ Steinunn segist líklega hafa vonað að hún væri að sýna af sér örlæti með því að gefa lesendum sínum aðra sort af gjöf en venjulega. „Ég vinn þannig að ég blanda minni persónu ekki beinlínis í skáldsagnagerðina, heldur sigta ég sjálfa mig frá og næ þannig því sem mér finnst vera rétt fjarlægð.“ Í Skálds sögu gilda allt önnur lögmál að hennar sögn. „Ég tek lokið af sálarkirnunni, opna inn í vinnuherbergin og minni mig á mikinn fjölda af yndisstöðum þar sem bækurnar mínar hafa orðið til, frá Tókýó til Skaftafellssýslu. Og sú umfangsmikla staðatilfærsla held ég að hafi verið mér mjög mikill liðsmaður í því að halda sköpuninni gangandi. Skálds saga snýst heilmikið um þessa ólíku skrifstaði og stundir og alls konar stuð og óstuð.“ Steinunn les úr Tímaþjófnum á kvennaráðstefnu í Deauville í Frakklandi. Leiftrandi myndir af atvikum og umhverfi Í Skálds sögu dregur Steinunn fram persónulega sýn á skriftir og skapandi vinnu. Hún veitir innsýn í þætti sem lesendur eru gjarnan forvitnir um: Hvaðan kemur innblásturinn? Hvernig verður hugmynd að fullburða verki? Í bókinni opnar hún dyr að sínu eigin vinnuherbergi, bæði bókstaflega í lýsingum á híbýlum og vinnuaðstöðu, og vinnustofu hugans. Lesendur fá að fylgjast með skáldskaparferlinu – harðri glímu við persónur, sögusvið og tækni í stíl og uppbyggingu. Steinunn dregur upp leiftrandi myndir af atvikum og umhverfi sem hafa verið henni innblástur, allt frá íslenskri náttúru til fjölbreyttrar lífsreynslu hennar víða um heim. Hvernig upplifun var það að takast á við ferilinn með þessum hætti? „Þetta var merkilega upplífgandi ferðalag, eiginlega ævintýri. Að hafa verið að skrifa og átt heima hér og þar í Evrópu, Frakklandi og Þýskalandi sérstaklega. Reykjavík kemur mikið við sögu, Skaftafellssýsla og Selfoss. Allar minningarnar í þessari starfsævisögu tengdar ritmennskunni. Þannig að vel má segja að líf mitt og ritmennskan séu eitt. Vinkona mín skrifaði mér um daginn að ég væri runnin saman við skáldskapinn og orðin. Það er þó óskastaða.“ Hún segist þó hlífa lesandanum við flækjustiginu við skrifborðið og praktísku erfiðleikunum, eins og til dæmis skorti á fjármagni til að endurnýja gleraugu. „En í Skálds sögu er heilmikið um alls konar aðra praktík, vinnuherbergi, tiltektir - sem ég finn að lesendur hafa sérlega gaman af. Og það var kannski svolítið spes tiltæki hjá mér að blanda þessu í hræruna.“ Rík hefð og víðtækur reynsluheimur Steinunn fæddist í Reykjavík árið 1950. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968 og BA-prófi í sálfræði og heimspeki frá University College í Dublin árið 1972. Hún hóf ung störf við blaða- og fréttamennsku en hefur allt frá 1980 einkum helgað sig ritlistinni. Ferill hennar hófst þegar hún var aðeins nítján ára en þá sendi hún frá sér ljóðabókina Sífellur. Ritverk hennar skipta nú tugum og eru fjölbreytt; ljóðabækur, skáldsögur, smásögur og leikrit auk tveggja sannsagna og barnabókar. Meðal verkanna má nefna hinar margrómuðu skáldsögur Hjartastað og Tímaþjófinn, sem báðar hafa komið út víða erlendis og sú síðarnefnda verið kvikmynduð í Frakklandi. Hvað stendur helst upp úr á ferlinum? Einhver bók, sérstök persóna eða eitthvað annað? „Ég gæti skrifað minnst sjö bækur eins og Skálds sögu. Það er svolítið hipsumhaps hvað lenti inni í bókinni, enda er hún „happening“. Ég hefði til dæmis getað skrifað marga kafla um þýðingar á verkunum mínum - en ég hef mikla reynslu af því að vinna með þýðendum á fleiri tungumálum en ég raunverulega kann sæmilega. Þannig að í öllum þessum flaumi af bókum, bæði á íslensku og útlensku, þá væri ekki einfalt fyrir mig að koma með einhverja toppa.“ Hún segir þó kúvendingu á ferlinum verða þegar Tímaþjófurinn kom út 1986. „Bókin sló í gegn, bæði hjá lesendum og umfjallendum, og ekki bara á Íslandi. Þarna hef ég verið útgefinn höfundur í 17 ár, þannig að það ætti þá við um mitt streð að sígandi lukka sé best.“ Skálds saga er mikill fengur fyrir aðdáendur verka Steinunnar en ekki síður fyrir upprennandi rithöfunda og almenna lesendur sem eru áhugasamir um störf skálda.Mynd/Eyþór Árnason. Þegar þú lítur yfir þessi 55 ár, hvernig hefur þú helst breyst og þroskast sem rithöfundur? „Ég hef heyrt þá skoðun að höfundar röddin hafi verið komin strax 1969, í fyrstu bók, ljóðabókinni Sífellur. En ég held helst, svona aðspurð, að ég hafi breyst og þroskast út um allar trissur, samanber mínar mjög svo innbyrðis ólíku skáldsögur, allt frá ærslum til drama. Mín ólíku innbyrðis ljóð þróast alltaf áfram, allt frá smámyndum til langra frásagnarkenndra ljóðabálka - þannig að ég gæti hvorki bent í norður- né suðurátt.“ Hún segir þessa löngu reynslu gera sér kleift að fara í gegnum málin og greina þau eins og hún gerir í Skálds sögu. „Og ég er að grufla í því hvernig maður þurfti að haga sér og haga málum, hreint praktískt líka, til að dafna sem höfundur. Og hvað ég hafi gert. En það sem er vonandi lykilatriði í þessari starfsævisögu er það að verkin mín hafi yfirleitt breyst og þroskast, og að þau haldi því alltaf áfram.“ Hún telur sig vera að vinna þannig að árið 2024 sé hún að skrifa hluti sem hún hefði ekki haft sköpunarmátt og skáldskaparþroska til að gera einhverjum árum áður. „Ég er hrædd við stöðnun og berst á móti henni með kjafti og klóm, eins og kemur fram í Skálds sögu. Mér finnst sjálfri að ég sé „ung í anda“ og ég held að þessi bók sem einn gagnrýnandinn sá „prakkaraskap“ í sé kannski til marks um það.“ Steinunn hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, þar á meðal Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsögurnar Hjartastað árið 1995 og Ból 2023. Þá hefur hún hlotið Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Háskóli Íslands hefur sæmt hana heiðursdoktorsnafnbót. Skáldverk hennar hafa verið þýdd á mörg tungumál og fengið afar góðar viðtökur erlendis.
Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Sjá meira