Ísland ekki sent fleiri til leiks á HM síðan 2016 Aron Guðmundsson skrifar 9. desember 2024 12:02 Íslenska sundfólkið ásamt teyminu sem þeim fylgir út til Búdapest að Hrafnhildi Lúthersdóttur undanskilinni en hún mun sjá um fjölmiðlaumfjöllun af hópnum á meðan á mótinu stendur. Mynd: Sundsamband Íslands Heimsmeistaramótið í 25m laug hefst á morgun í Búdapest í Ungverjalandi og stendur yfir þar til í lok vikunnar. Sundsamband Íslands sendir að þessu sinni átta keppendur til leiks. Reynslubolta í bland við efnilegt sundfólk. Keppendur frá Íslandi hafa ekki verið fleiri á Heimsmeistaramóti í sundi síðan árið 2016. Ísland á HM í 25 metra laug í sundi: Keppendur á mótinu eru: Birnir Freyr Hálfdánarson SH Einar Margeir Ágústsson ÍA Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH Símon Elías Statkevicius SH Snorri Dagur Einarsson SH Snæfríður Sól Jórunnardóttir Alaborg Vala Dís Cicero SH Með þeim eru: Eyleifur Jóhannesson yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ Dadó Fennrir Jasmínuson þjálfari hjá SH Kjell Wormdal þjálfari ÍA Hlynur Sigurðsson sjúkraþjálfari/nuddari Hrafnhildur Lúthersdóttir mun sjá um fjölmiðlaumfjöllun Á Heimsmeistaramóti í 25 metra laug er keppt í undanrásum að morgni í öllum greinum. Sextán bestu sundmennirnir komast í undanúrslit í 50m og 100m greinum en aðeins átta sundmenn komast í úrslit í lengri greinum á borð við 200m, 400m, 800m og 1500 metra sundgreinum. Landsliðsfólk Íslands sem mætir til leiks á HM25 í Búdapest. Keppendur frá Íslandi á HM ekki verið fleiri frá árinu 2016.Mynd: Sundsamband Íslands Fyrir fram er Snæfríður Sól Jórunnardóttur talin næst því að komast í undanúrslit eða úrslit á HM í ár. Samkvæmt útgefnum keppendalistum er Snæfríður með átjánda besta tímann í 100m skriðsundi og áttunda besta tímann inn í 200m skriðsundi og er þannig næst því að komast í undanúrslit eða úrslit af íslensku keppendunum. Á síðasta HM25 árið 2022 varð hún í 11 sæti í 200m skriðsundi. Þá segir í tilkynningu frá sundsambandinu að það verði ekki síður spennandi að fylgjast með Snorra Degi Einarssyni stinga sér til sunds á mótinu. Snorri komst í undanúrslit í 50m bringusundi á Evrópumeistaramótinu í sumar í 50m laug. Þá var Einar Margeir alveg við það að komast í undanúrslit á EM50 í sumar. Þeir Birnir Freyr og Guðmundur Leó eru ungir og efnilegir og hafa báðir náð að komast í undanúrslit á Evrópumeistaramóti unglinga. Það verður því gaman að fylgjast með þeim á stóra sviðinu og hið sama má segja um Völu Dís Cicero, unga sundkonu sem er að stíga sín fyrstu skref á sviði þeirra bestu. Vala Dís er aðeins 16 ára gömul og hefur verið að bæta sig mikið undanfarið ár. Hún gæti komið á óvart á heimsmeistaramótinu í ár en hún mun hefja keppni fyrst af Íslenska sundhópnum og synda 400m skriðsund sem er fyrsta grein mótsins á þriðjudaginn. Strax á eftir henni mun Guðmundur Leó synda 100m baksund og síðan koma þau Símon Elías og Jóhanna Elín, en þau synda bæði 50m flugsund. Símon Elías setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 50 m skriðsundi á ÍM25 í nóvember síðastliðnum Þá keppir Birnir Freyr einnig á þriðjudaginn, en hann syndir 200m fjórsund. Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Keppendur frá Íslandi hafa ekki verið fleiri á Heimsmeistaramóti í sundi síðan árið 2016. Ísland á HM í 25 metra laug í sundi: Keppendur á mótinu eru: Birnir Freyr Hálfdánarson SH Einar Margeir Ágústsson ÍA Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH Símon Elías Statkevicius SH Snorri Dagur Einarsson SH Snæfríður Sól Jórunnardóttir Alaborg Vala Dís Cicero SH Með þeim eru: Eyleifur Jóhannesson yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ Dadó Fennrir Jasmínuson þjálfari hjá SH Kjell Wormdal þjálfari ÍA Hlynur Sigurðsson sjúkraþjálfari/nuddari Hrafnhildur Lúthersdóttir mun sjá um fjölmiðlaumfjöllun Á Heimsmeistaramóti í 25 metra laug er keppt í undanrásum að morgni í öllum greinum. Sextán bestu sundmennirnir komast í undanúrslit í 50m og 100m greinum en aðeins átta sundmenn komast í úrslit í lengri greinum á borð við 200m, 400m, 800m og 1500 metra sundgreinum. Landsliðsfólk Íslands sem mætir til leiks á HM25 í Búdapest. Keppendur frá Íslandi á HM ekki verið fleiri frá árinu 2016.Mynd: Sundsamband Íslands Fyrir fram er Snæfríður Sól Jórunnardóttur talin næst því að komast í undanúrslit eða úrslit á HM í ár. Samkvæmt útgefnum keppendalistum er Snæfríður með átjánda besta tímann í 100m skriðsundi og áttunda besta tímann inn í 200m skriðsundi og er þannig næst því að komast í undanúrslit eða úrslit af íslensku keppendunum. Á síðasta HM25 árið 2022 varð hún í 11 sæti í 200m skriðsundi. Þá segir í tilkynningu frá sundsambandinu að það verði ekki síður spennandi að fylgjast með Snorra Degi Einarssyni stinga sér til sunds á mótinu. Snorri komst í undanúrslit í 50m bringusundi á Evrópumeistaramótinu í sumar í 50m laug. Þá var Einar Margeir alveg við það að komast í undanúrslit á EM50 í sumar. Þeir Birnir Freyr og Guðmundur Leó eru ungir og efnilegir og hafa báðir náð að komast í undanúrslit á Evrópumeistaramóti unglinga. Það verður því gaman að fylgjast með þeim á stóra sviðinu og hið sama má segja um Völu Dís Cicero, unga sundkonu sem er að stíga sín fyrstu skref á sviði þeirra bestu. Vala Dís er aðeins 16 ára gömul og hefur verið að bæta sig mikið undanfarið ár. Hún gæti komið á óvart á heimsmeistaramótinu í ár en hún mun hefja keppni fyrst af Íslenska sundhópnum og synda 400m skriðsund sem er fyrsta grein mótsins á þriðjudaginn. Strax á eftir henni mun Guðmundur Leó synda 100m baksund og síðan koma þau Símon Elías og Jóhanna Elín, en þau synda bæði 50m flugsund. Símon Elías setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 50 m skriðsundi á ÍM25 í nóvember síðastliðnum Þá keppir Birnir Freyr einnig á þriðjudaginn, en hann syndir 200m fjórsund.
Ísland á HM í 25 metra laug í sundi: Keppendur á mótinu eru: Birnir Freyr Hálfdánarson SH Einar Margeir Ágústsson ÍA Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH Símon Elías Statkevicius SH Snorri Dagur Einarsson SH Snæfríður Sól Jórunnardóttir Alaborg Vala Dís Cicero SH Með þeim eru: Eyleifur Jóhannesson yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ Dadó Fennrir Jasmínuson þjálfari hjá SH Kjell Wormdal þjálfari ÍA Hlynur Sigurðsson sjúkraþjálfari/nuddari Hrafnhildur Lúthersdóttir mun sjá um fjölmiðlaumfjöllun
Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira