Lífið

Kittý og Egill byrjuð saman

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kittý og Egill njóta nú lífsins saman í hvert sinn sem þau geta.
Kittý og Egill njóta nú lífsins saman í hvert sinn sem þau geta.

Leikstjórinn Egill Heiðar Anton Pálsson og Kittý Johansen athafnakona eru saman. Þau byrjuðu að stinga saman nefjum síðasta sumar.

Smartland greinir frá þessu. Þar kemur fram að parið hafi síðan í sumar nýtt hverja lausa stund til þess að vera saman. Þau hafa jafnframt opinberað sambandið á samfélagsmiðlinum Facebook. 

Egill hefur undanfarin ár verið einn duglegasti leikstjóri landsins og komið að uppsetningu á hinum ýmsu leikhússýningum víða um Evrópu. Nú gegnir hann starfi leikhússtjóra í Hålogaland leikhúsinu í Trömsö í Noregi. 

Kittý hefur um árabil verið athafnakona í veitingabransanum og rekið veitingastaðinn Bombay Bazaar. Nú vinnur hún að opnun veitingastaðarins Indian Bites í Kringlunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.