Lífið

Vala Ei­ríks og Óskar orðin for­eldrar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Vala Eiríks og Óskar Logi eignuðust dreng.
Vala Eiríks og Óskar Logi eignuðust dreng. Skjáskot

Útvarspkonan Valdís Eiriksdóttir, sem margir þekkja sem Völu Eiríks, og Óskar Logi Ágústsson úr Vintage Caravan, eignuðust frumburð sinn þann 5. desember síðastliðinn. Parið deilir gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram í gær.

„Við kynnum með stolti, Baby Óskarsson. Fæddur þann 5. desember. Móður og barni heilsast vel og lífið varð mikið fallegra á einu augabragði,“ skrifaði parið við færsluna og deildi myndum af hvítvoðungnum.

Vala og Óskar Logi opinberuðu samband sitt í lok síðasta árs.

Vala starfar sem framleiðandi og tæknistjóri morgunútvarpsins á Rás, auk þess sem hún heldur utan um plötu vikunnar. 

Óskar Logi er einn reynslu­mesti rokkari landsins og hefur verið for­sprakki hljóm­sveitarinnar Vinta­ge Caravan síðan hann var í grunnskóla á Álftanesinu árið 2006.

Vintage Caravan nýtur gríðarlegra vinsælda erlendis og hefur sveitin meðal annars sagt frá því þegar liðsmenn sveitarinnar krotuðu á aðdáanda í Suður-Ameríku sem lét svo húðflúra ofan í það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.