Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2024 18:33 Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur ræddi aukinn viðbúnað á Keflavíkurflugvelli síðustu misseri í Reykjavík síðdegis. Vísir Varnarmálasérfræðingur veltir upp hugmyndinni um að stofna til íslensks hers og bendir á að aðrar smáþjóðir hafi stofnað til herja. Auka ætti viðbúnað í varnarmálum á Íslandi til að hægt sé að bregðast við skyndilegum eða ófyrirséðum árásum. Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur ræddi aukinn viðbúnað á Keflavíkurflugvelli síðustu misseri í Reykjavík síðdegis. Hann segir aukinn viðbúnað hafa verið við flugvellinum frá árinu 2014 þegar Rússland innlimaði Krímskaga. „Það sem um er að ræða er svolítið sveiflukenndu fjöldi hermanna sem eru á Keflavíkurflugvelli á hverjum tíma.“ Alltaf sé einhver viðvera hermanna, ólíkt því sem áður var. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir starfandi utanríkisráðherra kynnti samantekt um áherslur og aðgerðir í varnarmálum í nóvember. Í henni segir að spenna fari vaxandi og sé ekki lengur hægt að útiloka hernaðarátök í heiminum sem haft geta meiri áhrif á Íslandi en nokkru sinni fyrr á lýðveldistímanum. Fram kemur að lögð sé áhersla á aukna þátttöku Íslands í Atlantshafsbandalaginu, þar með talið í höfuðstjórnun og herstjórnun. Þá sé lögð áhersla á eflingu á loftrýmisgæslu bandalagsins á Íslandi, aukinn viðbúnað, gistiríkjastuðning, innviði og bætt upplýsingaskipti. Ísland í lykilhlutverki Arnór segir tvær grunnstoðir í vörnum og öryggi Íslands, annars vegar aðild að Atlantshafsbandalaginu og hins vegar varnarsamningurinn við Bandaríkin. Mikilvægi þess fyrrnefnda hafi aukist eftir innrás Rússa í Úkraínu. Nú sé fimmta grein Atlandshafssáttmáland orðin að kjarnaatriði í öllum störfum Atlantshafsbandalagsins. Hún kveður á um sameiginlegar varnir allra aðildarþjóða bandalagsins. Ef gerð er árás á ein þurfi hinar þjóðirnar að koma henni til varnar. „En aðild okkar að þessu bandalagi felur í sér skuldbindingar líka, vegna þess að Ísland er hernaðarlega mikilvægast staðsett á Norður-Atlantshafi. Ef það þarf að flytja liðsauka frá Norður Ameríku og Bandaríkjunum til Evrópu þá er Ísland í lykilhlutverki. Ef fylgjast á með kafbátaumferð frá norðurflotanum sem dæmi þá er Ísland í lykilhlutverki.“ Það sé staðfesting á aukinni viðveru og auknu mikilvægi Keflavíkurflugvallar á undanförnum árum. Alþingi vel upplýst Þáttastjórnandi nefnir gagnrýni á upplýsingagjöf í tengslum við varnarmál hér á landi. Almenningur kunni að vera ekki nægilega upplýstur. Arnór bendir á að árlega sé umræða um framlög til varnartengdra verkefna á Alþingi. „Þannig að fjárlaganefnd er mjög meðvituð um hvað er í gangi á hverjum tíma á Keflavíkurflugvelli á öryggissvæðinu.“ Þá afhendi ráðherra Alþingi skýrslur árlega og upplýsingagjöf til utanríkismálanefndar sé regluleg. Þar af leiðandi hafi Alþingi verið vel upplýst um hvað sé í gangi á Keflavíkurflugvelli á sviði varnarmála á hverjum tíma. Arnór bendir á að Ísland sé hernaðarlega mikilvægt hvort sem hér séu varnir eða ekki. „En það að hafa engar varnir gerir Ísland algjörlega háð því hverjum kynni að detta í hug að gera árás á Ísland. Hann myndi þá annað hvort mæta vörnum og mótvægi eða hann getur hreinlega komið inn og tekið yfir landið án andspyrnu og mótþróa. Svipað og Bretar gerðu þegar þeir gerðu innrás í Ísland 1940.“ Malta og Lúxemborg með her Arnór segir að að talað sé um Ísland sem hið ósökkvandi flugmóðurskip. Íslenska ríkið hafi lagt sig fram við að veita aðstöðu á Keflavíkurflugvelli varðandi kafbátaleitareftirlit og ratsjárstöðvar. Hann telur slíkar varnir þó ekki nægar. „Ég hef talað lengi fyrir því að við þurfum að auka okkar viðbúnað til að geta brugðist við skyndilegum eða ófyrirséðum árásum á Ísland, þangað til við fáum þann liðsauka sem við treystum okkur að fá.“ Er það okkur ekki um og of? „Ekki frekar en smáþjóðum á borð við Lúxemborg eða Möltu,“ segir Arnór. Hann bendir á að í Lúxemborg sé þúsund manna her en í Möltu fimmtán hundruð manna her. „Af hverju? Jú, þeir vita að þeir eru smáir. Og ef á þá er ráðist þá geta þeir ekki varist nema að fá einhverja aðstoð,“ segir Arnór. „Þeir hafa þó þann viðbúnað til að bregðast við ef eitthvað gerist algjörlega óvænt og ófyrirséð.“ Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Reykjavík síðdegis Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur ræddi aukinn viðbúnað á Keflavíkurflugvelli síðustu misseri í Reykjavík síðdegis. Hann segir aukinn viðbúnað hafa verið við flugvellinum frá árinu 2014 þegar Rússland innlimaði Krímskaga. „Það sem um er að ræða er svolítið sveiflukenndu fjöldi hermanna sem eru á Keflavíkurflugvelli á hverjum tíma.“ Alltaf sé einhver viðvera hermanna, ólíkt því sem áður var. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir starfandi utanríkisráðherra kynnti samantekt um áherslur og aðgerðir í varnarmálum í nóvember. Í henni segir að spenna fari vaxandi og sé ekki lengur hægt að útiloka hernaðarátök í heiminum sem haft geta meiri áhrif á Íslandi en nokkru sinni fyrr á lýðveldistímanum. Fram kemur að lögð sé áhersla á aukna þátttöku Íslands í Atlantshafsbandalaginu, þar með talið í höfuðstjórnun og herstjórnun. Þá sé lögð áhersla á eflingu á loftrýmisgæslu bandalagsins á Íslandi, aukinn viðbúnað, gistiríkjastuðning, innviði og bætt upplýsingaskipti. Ísland í lykilhlutverki Arnór segir tvær grunnstoðir í vörnum og öryggi Íslands, annars vegar aðild að Atlantshafsbandalaginu og hins vegar varnarsamningurinn við Bandaríkin. Mikilvægi þess fyrrnefnda hafi aukist eftir innrás Rússa í Úkraínu. Nú sé fimmta grein Atlandshafssáttmáland orðin að kjarnaatriði í öllum störfum Atlantshafsbandalagsins. Hún kveður á um sameiginlegar varnir allra aðildarþjóða bandalagsins. Ef gerð er árás á ein þurfi hinar þjóðirnar að koma henni til varnar. „En aðild okkar að þessu bandalagi felur í sér skuldbindingar líka, vegna þess að Ísland er hernaðarlega mikilvægast staðsett á Norður-Atlantshafi. Ef það þarf að flytja liðsauka frá Norður Ameríku og Bandaríkjunum til Evrópu þá er Ísland í lykilhlutverki. Ef fylgjast á með kafbátaumferð frá norðurflotanum sem dæmi þá er Ísland í lykilhlutverki.“ Það sé staðfesting á aukinni viðveru og auknu mikilvægi Keflavíkurflugvallar á undanförnum árum. Alþingi vel upplýst Þáttastjórnandi nefnir gagnrýni á upplýsingagjöf í tengslum við varnarmál hér á landi. Almenningur kunni að vera ekki nægilega upplýstur. Arnór bendir á að árlega sé umræða um framlög til varnartengdra verkefna á Alþingi. „Þannig að fjárlaganefnd er mjög meðvituð um hvað er í gangi á hverjum tíma á Keflavíkurflugvelli á öryggissvæðinu.“ Þá afhendi ráðherra Alþingi skýrslur árlega og upplýsingagjöf til utanríkismálanefndar sé regluleg. Þar af leiðandi hafi Alþingi verið vel upplýst um hvað sé í gangi á Keflavíkurflugvelli á sviði varnarmála á hverjum tíma. Arnór bendir á að Ísland sé hernaðarlega mikilvægt hvort sem hér séu varnir eða ekki. „En það að hafa engar varnir gerir Ísland algjörlega háð því hverjum kynni að detta í hug að gera árás á Ísland. Hann myndi þá annað hvort mæta vörnum og mótvægi eða hann getur hreinlega komið inn og tekið yfir landið án andspyrnu og mótþróa. Svipað og Bretar gerðu þegar þeir gerðu innrás í Ísland 1940.“ Malta og Lúxemborg með her Arnór segir að að talað sé um Ísland sem hið ósökkvandi flugmóðurskip. Íslenska ríkið hafi lagt sig fram við að veita aðstöðu á Keflavíkurflugvelli varðandi kafbátaleitareftirlit og ratsjárstöðvar. Hann telur slíkar varnir þó ekki nægar. „Ég hef talað lengi fyrir því að við þurfum að auka okkar viðbúnað til að geta brugðist við skyndilegum eða ófyrirséðum árásum á Ísland, þangað til við fáum þann liðsauka sem við treystum okkur að fá.“ Er það okkur ekki um og of? „Ekki frekar en smáþjóðum á borð við Lúxemborg eða Möltu,“ segir Arnór. Hann bendir á að í Lúxemborg sé þúsund manna her en í Möltu fimmtán hundruð manna her. „Af hverju? Jú, þeir vita að þeir eru smáir. Og ef á þá er ráðist þá geta þeir ekki varist nema að fá einhverja aðstoð,“ segir Arnór. „Þeir hafa þó þann viðbúnað til að bregðast við ef eitthvað gerist algjörlega óvænt og ófyrirséð.“
Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Reykjavík síðdegis Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira