Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Jón Þór Stefánsson skrifar 11. desember 2024 20:42 Maðurinn bar eldinn að bílum við verkstæði í Kópavogi. Myndin er úr safni. Getty Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvö brot sem hann framdi á þessu ári. Fyrra brotið framdi maðurinn í janúar fyrir utan bílaverkstæði við Smiðjuveg í Kópavogi, en þar var honum gefið að sök að hella bensíni og borið eld að bílum. Afleiðingarnar urðu þær að mikið eignatjón varð á bílunum. Seinna brotið framdi maðurinn í apríl. Þar var honum gefið að sök að aka bíl án ökuréttinda og undir áhrifum áfengis um Nýbýlaveg í Kópavogi. Akstrinum lauk með umferðaróhappi á gatnamótum Nýbýlavegar og Dalvegar. Í ákæru segir að maðurinn hafi ekki sinnt skyldum sínum heldur hlaupið af vettvangi. Lögreglan hafi síðan haft afskipti af honum á veitingastað í Engihjalla, en þá hafi hann neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu um að nema staðar. Þá hafi hann einnig neitað að gangast undir blóðsýnatöku og þar með neita að hjálpa við rannsókn málsins. Fyrir dómi játaði maðurinn sök og var hann því sakfelldur. Síðasta haust hlaut þessi sami maður tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og þjófnað. Líkt og áður segir hlaut maðurinn sex mánaða fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 618 þúsund í skaðabætur vegna bílaíkveikjunnar, sem og annan kostnað í málinu, sem hleypur á 1,3 milljónum króna. Dómsmál Kópavogur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Fyrra brotið framdi maðurinn í janúar fyrir utan bílaverkstæði við Smiðjuveg í Kópavogi, en þar var honum gefið að sök að hella bensíni og borið eld að bílum. Afleiðingarnar urðu þær að mikið eignatjón varð á bílunum. Seinna brotið framdi maðurinn í apríl. Þar var honum gefið að sök að aka bíl án ökuréttinda og undir áhrifum áfengis um Nýbýlaveg í Kópavogi. Akstrinum lauk með umferðaróhappi á gatnamótum Nýbýlavegar og Dalvegar. Í ákæru segir að maðurinn hafi ekki sinnt skyldum sínum heldur hlaupið af vettvangi. Lögreglan hafi síðan haft afskipti af honum á veitingastað í Engihjalla, en þá hafi hann neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu um að nema staðar. Þá hafi hann einnig neitað að gangast undir blóðsýnatöku og þar með neita að hjálpa við rannsókn málsins. Fyrir dómi játaði maðurinn sök og var hann því sakfelldur. Síðasta haust hlaut þessi sami maður tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og þjófnað. Líkt og áður segir hlaut maðurinn sex mánaða fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 618 þúsund í skaðabætur vegna bílaíkveikjunnar, sem og annan kostnað í málinu, sem hleypur á 1,3 milljónum króna.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira