Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2024 10:17 Karlmaðurinn sem er ákærður í málinu huldi andlit sitt þegar hann gekk fram hjá ljósmyndara Vísis í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, 12. desember 2024. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð yfir karlmanni sem er ákærður fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu og áreita unglingsson hennar og vinkonu sem eru einnig andlega fötluð hófst í gær. Réttarhöldin eru lokuð en maðurinn var verslunarstjóri þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Karlmaður frá Akranesi er ákærður fyrir fjölda grófra kynferðisbrota gegn konunni. Hann er meðal annars ákærður fyrir að neyða son hennar til þess að fylgjast með þegar hann nauðgaði móður hans. Þá er hann ákærður fyrir að hafa látið aðra karla sem hann átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum nauðga konunni. Brotin eru sögð hafa átt sér stað á árunum 2016 til 2020. Maðurinn hafi komið nokkrum sinnum í mánuði að jafnaði heim til konunnar og brotið gegn henni og nýtt sér að hún gæti ekki spornað gegn því vegna andlegrar fötlunar sinnar. Hann hafi jafnframt nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun sem yfirmaður hennar. Fyrir utan að neyða son konunnar til þess að fylgjast með því þegar hann nauðgaði henni er maðurinn ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn syninum. Hún fólst meðal annars í því að maðurinn spurði piltinn ítrekað út í kynlífs hans og gefið honum leiðbeiningar á því sviði. Grófasta brotið af því tagi átti sér stað undir lok árs 2020 þegar maðurinn er ákærður fyrir að hafa farið inn í herbergi sonar konunnar þar sem hann var að stunda kynlíf með annarri konu á bak við luktar dyr. Maðurinn hafi farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúmi piltsins og fært hönd sína nálægt kynfærum. Þá hafi hann gefið piltinum leiðbeiningar um hvernig hann ætti að veita konunni munnmök. Maðurinn var verslunarstjóri þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Hann braut á henni um fimm ára skeið samkvæmt ákæru.Vísir/Vilhelm Hinir mennirnir ekki ákærðir Maðurinn er sakaður um að hafa notfært sér að parið gat ekki spornað gegn verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Ríkisútvarpið segir að sá ákærði hafi verið verslunarstjóri í stórri matvöruverslun í Reykjavík þegar brotin voru framin. Honum hafi verið sagt upp samdægurs þegar lögregla hafði samband við stjórnendur fyrirtækisins. Þrír karlmenn sem sá ákærði bauð heim til konunnar til þess að nauðga henni eru ekki ákærðir í málinu. Saksóknari í málinu vísaði til þess að þinghaldið væri lokað um hvers vegna hann gæti ekki veitt neinar upplýsingar um á hverju það stæði. Aðalmeðferðin, sem hófst í gær, er sögð eiga að taka þrjá daga. Dómsmál Kynferðisofbeldi Akranes Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Karlmaður frá Akranesi er ákærður fyrir fjölda grófra kynferðisbrota gegn konunni. Hann er meðal annars ákærður fyrir að neyða son hennar til þess að fylgjast með þegar hann nauðgaði móður hans. Þá er hann ákærður fyrir að hafa látið aðra karla sem hann átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum nauðga konunni. Brotin eru sögð hafa átt sér stað á árunum 2016 til 2020. Maðurinn hafi komið nokkrum sinnum í mánuði að jafnaði heim til konunnar og brotið gegn henni og nýtt sér að hún gæti ekki spornað gegn því vegna andlegrar fötlunar sinnar. Hann hafi jafnframt nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun sem yfirmaður hennar. Fyrir utan að neyða son konunnar til þess að fylgjast með því þegar hann nauðgaði henni er maðurinn ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn syninum. Hún fólst meðal annars í því að maðurinn spurði piltinn ítrekað út í kynlífs hans og gefið honum leiðbeiningar á því sviði. Grófasta brotið af því tagi átti sér stað undir lok árs 2020 þegar maðurinn er ákærður fyrir að hafa farið inn í herbergi sonar konunnar þar sem hann var að stunda kynlíf með annarri konu á bak við luktar dyr. Maðurinn hafi farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúmi piltsins og fært hönd sína nálægt kynfærum. Þá hafi hann gefið piltinum leiðbeiningar um hvernig hann ætti að veita konunni munnmök. Maðurinn var verslunarstjóri þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Hann braut á henni um fimm ára skeið samkvæmt ákæru.Vísir/Vilhelm Hinir mennirnir ekki ákærðir Maðurinn er sakaður um að hafa notfært sér að parið gat ekki spornað gegn verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Ríkisútvarpið segir að sá ákærði hafi verið verslunarstjóri í stórri matvöruverslun í Reykjavík þegar brotin voru framin. Honum hafi verið sagt upp samdægurs þegar lögregla hafði samband við stjórnendur fyrirtækisins. Þrír karlmenn sem sá ákærði bauð heim til konunnar til þess að nauðga henni eru ekki ákærðir í málinu. Saksóknari í málinu vísaði til þess að þinghaldið væri lokað um hvers vegna hann gæti ekki veitt neinar upplýsingar um á hverju það stæði. Aðalmeðferðin, sem hófst í gær, er sögð eiga að taka þrjá daga.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Akranes Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira