Innlent

Galnar nafnabreytingar og dular­full veikindi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mál sakamannsins Mohamad Thors Jóhannessonar, áður Kourani, vakti mikla athygli á árinu, ekki síst sá hluti þess er sneri að nafnabreytingu hans.
Mál sakamannsins Mohamad Thors Jóhannessonar, áður Kourani, vakti mikla athygli á árinu, ekki síst sá hluti þess er sneri að nafnabreytingu hans. Vísir/sara

Tvö af stærstu fréttamálum ársins 2024 reyndust eiga mjög óvæntan anga sameiginlegan; algjörlega galnar nafnabreytingar. Farið er yfir þessi mál, og fleiri sem sjokkeruðu þjóðina og heimsbyggðina alla, í annál fréttastofu hér fyrir neðan.

Af mörgu er að taka. Óvænt tilkynning frá Bessastöðum á nýársdag hratt af stað óvæntri atburðarás í pólitíkinni, sem enn er ekki leidd til lykta, og náttúran kom okkur stöðugt á óvart. Úti í heimi sætti forsetaframbjóðandi banatilræðum og prinsessa uppljóstraði um veikindi sín eftir marga mánuði af dulúð.

Gjörið þið svo vel, hér er ítarleg yfirferð yfir óvæntustu uppákomur ársins 2024. 

Klippa: Annáll 2024 - Óvænt

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp fréttaárið 2024 í desember. Stærstu mistök ársins sem er að líða verða til umfjöllunar í næsta annál, sem birtist hér á Vísi á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×