Parið greindi frá nafngiftinni í sameiginlegri færslu á Instagram. „Skírn Erlu Margrétar,“ skrifaði parið við fallega mynd af fjölskyldunni á skírnardaginn.
Stúlkan kom í heiminn þann 29. október síðastliðinn er þeirra annað barn saman. Fyrir eiga þau Bjarna Þór sem er fjögurra ára.
Margrét og Ísak trúlofðu sig þann 16. desember 2022.
Margrét er elsta dóttir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur innanhússráðgjafa.