Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 11:32 Freyr Alexandersson kom Kortrijk úr ómögulegri stöðu á síðustu leiktíð og bjargaði liðinu frá falli, en hefur nú verið látinn fara. Getty Belgíska knattspyrnufélagið Kortrijk var ekki lengi að tilkynna um arftaka Freys Alexanderssonar, eftir að félagið greindi frá brottrekstri Íslendingsins í gær. Kortrijk sendi út tilkynningu þess efnis í gær að félagið hefði samið við Frey um starfslok, og að það hefði verið „erfið ákvörðun fyrir félagið“. Var Frey þakkað fyrir síðasta árið og að hafa bjargað Kortrijk frá falli á síðustu leiktíð, með ævintýralegum hætti. Hann bættist á langan lista þjálfara sem Kortrijk hefur rekið á síðustu árum en belgískir miðlar hafa kallað félagið „kirkjugarð þjálfaranna“ vegna þessara tíðu þjálfaraskipta, en félagið er í eigu Íslandsvinarins og auðkýfingsins Vincent Tan. Ljóst er að Kortrijk hefur verið búið að finna mann í stað Freys því strax í morgun, fimmtán tímum eftir tilkynninguna um að Freyr væri hættur, sagði félagið frá því að Yves Vanderhaeghe hefði verið ráðinn í hans stað. Vanderhaeghe snýr þar með aftur til Kortrijk en hann hóf þjálfaraferil sinn hjá félaginu sem aðstoðarþjálfari 2008-14 og svo sem aðalþjálfari til 2015, og stýrði liðinu svo einnig á árunum 2018-21. Hann var því afar langlífur í starfi á mælikvarða félagsins, sem skipt hefur sautján sinnum um stjóra frá árinu 2014, og þá er ekki talið með þegar fyllt hefur verið í skarðið tímabundið. Yves Vanderhaeghe er mættur aftur til starfa hjá Kortrijk.Getty/Joris Verwijst Kortrijk er nú í 14. sæti af 16 liðum belgísku deildarinnar, en fjögur neðstu liðin spila í sérstökum fallhluta deildarinnar í vor. Liðið hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum og alls ellefu af átján leikjum á tímabilinu, en síðasti sigur liðsins var 3-1 sigur á Mechelen í lok nóvember. Fyrsti leikur Kortrijk undir stjórn Vanderhaeghe verður á laugardaginn gegn Beerschot á útivelli. Samningur hans við félagið gildir til loka leiktíðar, með möguleika á framlengingu. Belgíski boltinn Fótbolti Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Sjá meira
Kortrijk sendi út tilkynningu þess efnis í gær að félagið hefði samið við Frey um starfslok, og að það hefði verið „erfið ákvörðun fyrir félagið“. Var Frey þakkað fyrir síðasta árið og að hafa bjargað Kortrijk frá falli á síðustu leiktíð, með ævintýralegum hætti. Hann bættist á langan lista þjálfara sem Kortrijk hefur rekið á síðustu árum en belgískir miðlar hafa kallað félagið „kirkjugarð þjálfaranna“ vegna þessara tíðu þjálfaraskipta, en félagið er í eigu Íslandsvinarins og auðkýfingsins Vincent Tan. Ljóst er að Kortrijk hefur verið búið að finna mann í stað Freys því strax í morgun, fimmtán tímum eftir tilkynninguna um að Freyr væri hættur, sagði félagið frá því að Yves Vanderhaeghe hefði verið ráðinn í hans stað. Vanderhaeghe snýr þar með aftur til Kortrijk en hann hóf þjálfaraferil sinn hjá félaginu sem aðstoðarþjálfari 2008-14 og svo sem aðalþjálfari til 2015, og stýrði liðinu svo einnig á árunum 2018-21. Hann var því afar langlífur í starfi á mælikvarða félagsins, sem skipt hefur sautján sinnum um stjóra frá árinu 2014, og þá er ekki talið með þegar fyllt hefur verið í skarðið tímabundið. Yves Vanderhaeghe er mættur aftur til starfa hjá Kortrijk.Getty/Joris Verwijst Kortrijk er nú í 14. sæti af 16 liðum belgísku deildarinnar, en fjögur neðstu liðin spila í sérstökum fallhluta deildarinnar í vor. Liðið hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum og alls ellefu af átján leikjum á tímabilinu, en síðasti sigur liðsins var 3-1 sigur á Mechelen í lok nóvember. Fyrsti leikur Kortrijk undir stjórn Vanderhaeghe verður á laugardaginn gegn Beerschot á útivelli. Samningur hans við félagið gildir til loka leiktíðar, með möguleika á framlengingu.
Belgíski boltinn Fótbolti Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Sjá meira