Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. desember 2024 13:02 Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS Vísir Alls eru yfir tíu þúsund íbúðir á landinu án fastrar búsetu sem jafngildir 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða samkvæmt varfærnu mati HMS. Hagfræðingur stofnunarinnar segir flestar leigðar út til ferðamanna en það kunni að breytast með hertum reglum. Allt að tuttugu prósent íbúða eru tómar í nokkrum sveitarfélögum á landinu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ákvað í fyrsta skipti að taka saman fjölda allra tómra íbúða á landinu. Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir þær yfir tíu þúsund. Stofnunin hafi kannað lögheimilisskráningar og leigusamninga. Varfærið mat „Þetta er varfærið mat þannig að þær gætu verið fleiri,“ segir hann. Flestar íbúðir án fastrar búsetu eru í Reykjavík eða 2500. Í Múlaþingi, Skagafirði, Ísafirði og Borgarbyggð eru 15-20% íbúða taldar vera tómar. Áætlað hlutfall slíkra íbúða á Akureyri nálægt 10%. „Við teljum að þetta séu mestu leyti íbúðir sem eru notaðar í skammtímaútleigu til ferðamanna eða nýttar sem orlofsíbúðir. Það er eitthvað er um nýbyggingar. Þetta kemur ekki á óvart þar sem við erum búin að kanna umfang Airbnb hér á landi,“ segir Jónas, Hann telur að þetta kunni að breytast. „Það er stóra spurningin hvort íbúðirnar fari inn á langtímamarkað eða verða seldar. Rökin fyrir því er að það er búið að herða skilyrði til útleigu til ferðamanna,“ segir Jónas. Vantar fleiri nýbyggingar Alls komu 3400 nýbyggðar íbúðir á markaðinn á árinu af þeim voru tvö þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meira en stofnunin hafði áætlað. Jónas segir að það þurfi hins vegar að byggja 4000 íbúðir á ári til að uppfylla langtímaþörf. „Við tökum fagnandi að fleiri íbúðir komi inn á markaðinn en við áætluðum. Við teljum það vera af því byggingaraðilar leggja meiri áherslu á að klára verkefni en hefja ný. Það er þó æskilegt er að það sé stöðugur taktur. Við teljum að það sé ekki verið að byggja nóg til að bregðast við langtímaþörf. Nú erum sjö þúsund íbúðir í byggingu á landinu og það tekur um tvö ár að byggja hverja og eina. Útlitið er ekki gott fyrir árið 2026 en þá spáum við að íbúðir sem komi inn á markaðinn verði undir þrjú þúsund,“ segir Jónas Atli Gunnarsson. Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante bíður eftir ákæru 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ákvað í fyrsta skipti að taka saman fjölda allra tómra íbúða á landinu. Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir þær yfir tíu þúsund. Stofnunin hafi kannað lögheimilisskráningar og leigusamninga. Varfærið mat „Þetta er varfærið mat þannig að þær gætu verið fleiri,“ segir hann. Flestar íbúðir án fastrar búsetu eru í Reykjavík eða 2500. Í Múlaþingi, Skagafirði, Ísafirði og Borgarbyggð eru 15-20% íbúða taldar vera tómar. Áætlað hlutfall slíkra íbúða á Akureyri nálægt 10%. „Við teljum að þetta séu mestu leyti íbúðir sem eru notaðar í skammtímaútleigu til ferðamanna eða nýttar sem orlofsíbúðir. Það er eitthvað er um nýbyggingar. Þetta kemur ekki á óvart þar sem við erum búin að kanna umfang Airbnb hér á landi,“ segir Jónas, Hann telur að þetta kunni að breytast. „Það er stóra spurningin hvort íbúðirnar fari inn á langtímamarkað eða verða seldar. Rökin fyrir því er að það er búið að herða skilyrði til útleigu til ferðamanna,“ segir Jónas. Vantar fleiri nýbyggingar Alls komu 3400 nýbyggðar íbúðir á markaðinn á árinu af þeim voru tvö þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meira en stofnunin hafði áætlað. Jónas segir að það þurfi hins vegar að byggja 4000 íbúðir á ári til að uppfylla langtímaþörf. „Við tökum fagnandi að fleiri íbúðir komi inn á markaðinn en við áætluðum. Við teljum það vera af því byggingaraðilar leggja meiri áherslu á að klára verkefni en hefja ný. Það er þó æskilegt er að það sé stöðugur taktur. Við teljum að það sé ekki verið að byggja nóg til að bregðast við langtímaþörf. Nú erum sjö þúsund íbúðir í byggingu á landinu og það tekur um tvö ár að byggja hverja og eina. Útlitið er ekki gott fyrir árið 2026 en þá spáum við að íbúðir sem komi inn á markaðinn verði undir þrjú þúsund,“ segir Jónas Atli Gunnarsson.
Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante bíður eftir ákæru 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira