Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Valur Páll Eiríksson skrifar 20. desember 2024 08:02 Frey var sagt upp símleiðis frá Bretlandi. Stjórnarmenn í Belgíu forðuðust hann. Isosport/MB Media/Getty Images Stjórnarmenn Kortrijk gátu vart horft í augu Freys Alexanderssonar þegar honum var sagt upp störfum hjá félaginu í vikunni. Honum var þess í stað sagt upp í gegnum síma. Hann er þó brattur og hlakkar til að njóta hátíðanna í faðmi fjölskyldunnar Frey var sagt upp störfum í vikunni eftir 3-0 tap fyrir Dender á laugardaginn var. Hann fékk símtal frá Ken Choo sem er framkvæmdastjóri malasísks eigendafélags sem á Kortrijk á meðal annarra félaga. „Daginn eftir tók ég liðið og talaði við þá og stjórnarmenn komu eins og alltaf og sögðu ekki neitt. Það er ekki fyrr en tveimur dögum eftir það sem ég fæ símtalið frá Ken Choo, sem er í London. Það samtal hef ég bara á milli okkar en hann þurfti bara að leyfa þeim að gera þetta, þessum stjórnarmönnum sem eru hér. Við enduðum þetta bara í góðu, ég og hann,“ segir Freyr. Ken Choo hringdi í Frey í vikunni til að tjá honum um uppsögnina, fremur en að hann ætti fund með mönnum á staðnum. Choo starfar fyrir eigendahóp félagsins sem á einnig velska liðið Cardiff City.Cardiff City FC/Getty Images Freyr er þá inntur eftir svörum hvort honum hafi raunverulega verið sagt upp gegnum síma. Hann átti engan fund með stjórnarmönnunum sem hann starfaði með dagsdaglega í Belgíu. „Nei. Þeir áttu erfitt með að horfa í augun á mér. Þetta eru tveir til þrír menn í stjórninni sem taka þessa ákvörðun. Ég setti kröfu um að ég myndi fá að koma í klúbbinn og kveðja alla, sem þekkist náttúrulega ekki hérna,“ „Ég fór og kvaddi hvern einasta starfsmann og leikmann, þar á meðal þá. Þá þurftu þeir að horfa í augun á mér. Ég vil ekkert að menn séu að kveljast sko en ég hafði samt pínku gaman að því,“ segir Freyr og hlær. Skuldar mömmu samveru Ákveðinn léttir fylgi því að komast úr þessu erfiða umhverfi í Belgíu en meðallíftími þjálfara þar í landi er tæplega hálft ár. Freyr ætti að vera á leið í strembna jólatörn með liði sínu, með leik um helgina og á annan í jólum, en nú blasir annar raunveruleiki við. Freyr hefur að vísu þegar fengið tvö símtöl vegna mögulegra þjálfarastarfa, þó ekki frá KSÍ vegna karlalandsliðsins, en áður en lengra er haldið hyggst hann nú njóta hátíðanna með fjölskyldunni. „Það er ekki komið tómarúm en það kemur. Það var fyndið, ég hringdi í mömmu og sagði henni að ég væri að hætta með Kortrijk, bara svo þú vitir það áður en það kemur í fjölmiðla. Hún spurði hvort þau ættu ekki að koma samt á leikinn 26. desember. Þau eru að koma til mín um jólin,“ segir Freyr sem getur notið hátíðanna án álagsins sem stefndi í fyrr í vikunni. „Ég skulda mömmu minni það að vera til staðar þegar hún kemur. Ég verð svolítið heltekinn af því sem ég er að gera og þessi períóda hefði verið mjög erfið. Tveir leikir, 21. og 26. des og mikil pressa og svona,“ „En þannig núna get ég bara notið þess að vera með fjölskyldunni og ætla að gera það. Ég fer síðan til Spánar yfir áramótin að hitta pabba minn og ömmu mína og börnin hitta ömmu sína og afa. Þetta er dýrmætt. Því ég veit ekkert hvenær næsta lest kemur sem ég þarf að hoppa upp í,“ segir Freyr. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Belgíski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Frey var sagt upp störfum í vikunni eftir 3-0 tap fyrir Dender á laugardaginn var. Hann fékk símtal frá Ken Choo sem er framkvæmdastjóri malasísks eigendafélags sem á Kortrijk á meðal annarra félaga. „Daginn eftir tók ég liðið og talaði við þá og stjórnarmenn komu eins og alltaf og sögðu ekki neitt. Það er ekki fyrr en tveimur dögum eftir það sem ég fæ símtalið frá Ken Choo, sem er í London. Það samtal hef ég bara á milli okkar en hann þurfti bara að leyfa þeim að gera þetta, þessum stjórnarmönnum sem eru hér. Við enduðum þetta bara í góðu, ég og hann,“ segir Freyr. Ken Choo hringdi í Frey í vikunni til að tjá honum um uppsögnina, fremur en að hann ætti fund með mönnum á staðnum. Choo starfar fyrir eigendahóp félagsins sem á einnig velska liðið Cardiff City.Cardiff City FC/Getty Images Freyr er þá inntur eftir svörum hvort honum hafi raunverulega verið sagt upp gegnum síma. Hann átti engan fund með stjórnarmönnunum sem hann starfaði með dagsdaglega í Belgíu. „Nei. Þeir áttu erfitt með að horfa í augun á mér. Þetta eru tveir til þrír menn í stjórninni sem taka þessa ákvörðun. Ég setti kröfu um að ég myndi fá að koma í klúbbinn og kveðja alla, sem þekkist náttúrulega ekki hérna,“ „Ég fór og kvaddi hvern einasta starfsmann og leikmann, þar á meðal þá. Þá þurftu þeir að horfa í augun á mér. Ég vil ekkert að menn séu að kveljast sko en ég hafði samt pínku gaman að því,“ segir Freyr og hlær. Skuldar mömmu samveru Ákveðinn léttir fylgi því að komast úr þessu erfiða umhverfi í Belgíu en meðallíftími þjálfara þar í landi er tæplega hálft ár. Freyr ætti að vera á leið í strembna jólatörn með liði sínu, með leik um helgina og á annan í jólum, en nú blasir annar raunveruleiki við. Freyr hefur að vísu þegar fengið tvö símtöl vegna mögulegra þjálfarastarfa, þó ekki frá KSÍ vegna karlalandsliðsins, en áður en lengra er haldið hyggst hann nú njóta hátíðanna með fjölskyldunni. „Það er ekki komið tómarúm en það kemur. Það var fyndið, ég hringdi í mömmu og sagði henni að ég væri að hætta með Kortrijk, bara svo þú vitir það áður en það kemur í fjölmiðla. Hún spurði hvort þau ættu ekki að koma samt á leikinn 26. desember. Þau eru að koma til mín um jólin,“ segir Freyr sem getur notið hátíðanna án álagsins sem stefndi í fyrr í vikunni. „Ég skulda mömmu minni það að vera til staðar þegar hún kemur. Ég verð svolítið heltekinn af því sem ég er að gera og þessi períóda hefði verið mjög erfið. Tveir leikir, 21. og 26. des og mikil pressa og svona,“ „En þannig núna get ég bara notið þess að vera með fjölskyldunni og ætla að gera það. Ég fer síðan til Spánar yfir áramótin að hitta pabba minn og ömmu mína og börnin hitta ömmu sína og afa. Þetta er dýrmætt. Því ég veit ekkert hvenær næsta lest kemur sem ég þarf að hoppa upp í,“ segir Freyr. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Belgíski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira