Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Valur Páll Eiríksson skrifar 24. desember 2024 08:00 Freyr Alexandersson. Getty Freyr Alexandersson kveðst hafa dregið mikinn lærdóm af tíma sínum með Kortrijk í Belgíu, þaðan sem hann var rekinn í vikunni. Starfsfólk félagsins var sorgmætt þegar þjálfarinn kvaddi. Freyr deildi færslu á samfélagsmiðla á miðvikudag þar sem hann nefndi meðal annars hvað hann hefði lært mikið á veru sinni í Belgíu. Þar í landi eru þjálfarar reknir að meðaltali á fimm mánaða fresti og umhverfið krefjandi. „Ég fékk að upplifa erfiðasta kúltúrinn. Belgía, kannski saman með Tyrklandi, er sá kúltúr sem er mest krefjandi í Evrópu. Ég ákvað bara á öllu ferðalaginu að taka sem mest út úr þessu, en vera ég sjálfur allan tímann og trúr minni sannfæringu. Vera sú manneskja sem ég er, koma þannig fram við leikmennina mína og starfsfólkið mitt.“ Það hafði mikla þýðingu fyrir Frey að hafa náð að skila góðu af sér. „Að sjá alla í félaginu, allt frá þeim sem tínir upp ruslið til aðstoðarmanna minna, brotna niður í gær. Sá sem sá um að gera upp samninginn minn, fjármálastjórinn, þegar ég settist inn á skrifstofu hjá honum… Hann hágrét meðan hann skrifaði undir. Þá veit ég að fólki þykir vænt um það sem ég hef gert fyrir þau og skilið eftir mig.“ Hann dragi þá mikinn lærdóm af þessu umhverfi og hversu kaldranalegur heimur fótboltans getur verið. „Ég er búinn að læra ofboðslega mikið um hvað þessi heimur getur verið harður og ljótur. Hvað það er mikið af fólki sem hugsar bara um sjálft sig, er undirförult. Ég er búinn að læra að sjá hvar viðvörunarbjöllurnar eru og þetta eru bara hlutir sem ég þurfti að ganga í gegnum. Þess vegna segi ég að embrace-a erfiðleikana [taka þeim fagnandi], vera meðvitaður um hvað þú ert að fara út í og ekki fara að vorkenna sjálfum þér þegar það verður erfitt, heldur reyna að læra af því. Ég kem svo miklu betri þjálfari og stjórnandi út úr þessu, það er það sem ég er svo ánægður með.“ Innslagið sem var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Belgíski boltinn Tengdar fréttir Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari fótboltaliðs Kortrijk í Belgíu, er brattur þrátt fyrir uppsögn í vikunni. Hann hefur ekki heyrt frá KSÍ varðandi landsliðsþjálfarastarfið en mun taka upp tólið, komi símtalið. 19. desember 2024 11:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Freyr deildi færslu á samfélagsmiðla á miðvikudag þar sem hann nefndi meðal annars hvað hann hefði lært mikið á veru sinni í Belgíu. Þar í landi eru þjálfarar reknir að meðaltali á fimm mánaða fresti og umhverfið krefjandi. „Ég fékk að upplifa erfiðasta kúltúrinn. Belgía, kannski saman með Tyrklandi, er sá kúltúr sem er mest krefjandi í Evrópu. Ég ákvað bara á öllu ferðalaginu að taka sem mest út úr þessu, en vera ég sjálfur allan tímann og trúr minni sannfæringu. Vera sú manneskja sem ég er, koma þannig fram við leikmennina mína og starfsfólkið mitt.“ Það hafði mikla þýðingu fyrir Frey að hafa náð að skila góðu af sér. „Að sjá alla í félaginu, allt frá þeim sem tínir upp ruslið til aðstoðarmanna minna, brotna niður í gær. Sá sem sá um að gera upp samninginn minn, fjármálastjórinn, þegar ég settist inn á skrifstofu hjá honum… Hann hágrét meðan hann skrifaði undir. Þá veit ég að fólki þykir vænt um það sem ég hef gert fyrir þau og skilið eftir mig.“ Hann dragi þá mikinn lærdóm af þessu umhverfi og hversu kaldranalegur heimur fótboltans getur verið. „Ég er búinn að læra ofboðslega mikið um hvað þessi heimur getur verið harður og ljótur. Hvað það er mikið af fólki sem hugsar bara um sjálft sig, er undirförult. Ég er búinn að læra að sjá hvar viðvörunarbjöllurnar eru og þetta eru bara hlutir sem ég þurfti að ganga í gegnum. Þess vegna segi ég að embrace-a erfiðleikana [taka þeim fagnandi], vera meðvitaður um hvað þú ert að fara út í og ekki fara að vorkenna sjálfum þér þegar það verður erfitt, heldur reyna að læra af því. Ég kem svo miklu betri þjálfari og stjórnandi út úr þessu, það er það sem ég er svo ánægður með.“ Innslagið sem var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Belgíski boltinn Tengdar fréttir Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari fótboltaliðs Kortrijk í Belgíu, er brattur þrátt fyrir uppsögn í vikunni. Hann hefur ekki heyrt frá KSÍ varðandi landsliðsþjálfarastarfið en mun taka upp tólið, komi símtalið. 19. desember 2024 11:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari fótboltaliðs Kortrijk í Belgíu, er brattur þrátt fyrir uppsögn í vikunni. Hann hefur ekki heyrt frá KSÍ varðandi landsliðsþjálfarastarfið en mun taka upp tólið, komi símtalið. 19. desember 2024 11:15