Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. desember 2024 16:31 Menningarnótt hefur verið fastur liður í borginni frá árinu 1996. vísir/vilhelm Breytingar á hlaupaleiðum Reykjavíkurmaraþons og kvölddagskrá Menningarnætur voru samþykktar á fundi borgarráðs í gær eftir tillögum starfshóps Reykjavíkurborgar. Á meðal þess sem var samþykkt var að tónleikar við Arnarhól myndi ljúka klukkustund fyrr, klukkan 22 en ekki 23. Breytingarnar eru sagðar vera gerðar meðal annars með hliðsjón af öryggi íbúa og gesta. Þetta kemur fram í tilkynningu borgarinnar þar sem greint er frá niðurstöðum „starfshóps um endurskoðun á skipulagi Menningarnætur og Reykjavíkurmaraþons“ sem voru samþykktar. Menningarnótt er afmælishátíð borgarinnar og hefur verið haldin frá árinu 1996. Reykjavíkurmaraþoninu hefur verið haldið frá árinu 1984 og hefur vacið ár frá ári. Til marks um það er tala þátttakenda, þeir voru 214 árið 1984 en 14.646 í ár. Endamark maraþonsins hefur hingað til verið á Lækjargötu, en nú er lagt til að það verði fært á Geirsgötu.vísir/vilhelm Fyrrnefndum starfshóp var ætlað að greina vinnu brogarinnar í tengslum við viðburðarhaldið og greina kosti og gala. Hópurinn lagði til eftirfarandi tillögur til breytinga: Að hlaupaleiðum Reykjavíkurmaraþonsins verði breytt. Endamarkið verði fært frá Lækjargötu yfir í Geirsgötu til að auðvelda flæði fólks um Lækjargötu og takmarka umferð þungavinnuvéla sem fylgja frágangi hlaupsins. Að skemmtiskokk verði fært úr Þingholtunum í Gamla vesturbæinn til að létta á flóknum götulokunum í Þingholtunum, þar sem einnig eru götulokanir vegna Menningarnæturdagskrár, og auka öryggi almennings og lágmarka óþægindi íbúa í tengslum við aðgengi. Að dagskrá Menningarnætur ljúki formlega klukkustund fyrr en áður. Tónleikar við Arnarhól skuli ljúka með flugeldasýningu kl. 22.00 í stað 23.00. Að í aðdraganda hátíðarhaldanna verði farið í herferð þar sem forvarnaskilaboðum verður komið vel á framfæri. Að lagt verði til aukið fjármagn til gæslu og í kynningar sem lið í forvarnarstarfi. „Í framhaldi er lagt er til að stofnaður verði starfshópur til að skoða framtíðarfyrirkomulag viðburða í miðborg Reykjavíkur með tilliti til öryggismála, Borgarlínu og annarra skipulagsmála. Lagðar verða skýrar línur um hvernig viðburðahald fer fram í miðborginni, hvernig hægt er viðhalda áhugaverðu menningarlífi í borginni en á sama tíma gæti fyllsta öryggis íbúa og framtíðarsýn mótuð,“ segir í lok tilkynningar. Menningarnótt Reykjavík Tónleikar á Íslandi Reykjavíkurmaraþon Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Breytingarnar eru sagðar vera gerðar meðal annars með hliðsjón af öryggi íbúa og gesta. Þetta kemur fram í tilkynningu borgarinnar þar sem greint er frá niðurstöðum „starfshóps um endurskoðun á skipulagi Menningarnætur og Reykjavíkurmaraþons“ sem voru samþykktar. Menningarnótt er afmælishátíð borgarinnar og hefur verið haldin frá árinu 1996. Reykjavíkurmaraþoninu hefur verið haldið frá árinu 1984 og hefur vacið ár frá ári. Til marks um það er tala þátttakenda, þeir voru 214 árið 1984 en 14.646 í ár. Endamark maraþonsins hefur hingað til verið á Lækjargötu, en nú er lagt til að það verði fært á Geirsgötu.vísir/vilhelm Fyrrnefndum starfshóp var ætlað að greina vinnu brogarinnar í tengslum við viðburðarhaldið og greina kosti og gala. Hópurinn lagði til eftirfarandi tillögur til breytinga: Að hlaupaleiðum Reykjavíkurmaraþonsins verði breytt. Endamarkið verði fært frá Lækjargötu yfir í Geirsgötu til að auðvelda flæði fólks um Lækjargötu og takmarka umferð þungavinnuvéla sem fylgja frágangi hlaupsins. Að skemmtiskokk verði fært úr Þingholtunum í Gamla vesturbæinn til að létta á flóknum götulokunum í Þingholtunum, þar sem einnig eru götulokanir vegna Menningarnæturdagskrár, og auka öryggi almennings og lágmarka óþægindi íbúa í tengslum við aðgengi. Að dagskrá Menningarnætur ljúki formlega klukkustund fyrr en áður. Tónleikar við Arnarhól skuli ljúka með flugeldasýningu kl. 22.00 í stað 23.00. Að í aðdraganda hátíðarhaldanna verði farið í herferð þar sem forvarnaskilaboðum verður komið vel á framfæri. Að lagt verði til aukið fjármagn til gæslu og í kynningar sem lið í forvarnarstarfi. „Í framhaldi er lagt er til að stofnaður verði starfshópur til að skoða framtíðarfyrirkomulag viðburða í miðborg Reykjavíkur með tilliti til öryggismála, Borgarlínu og annarra skipulagsmála. Lagðar verða skýrar línur um hvernig viðburðahald fer fram í miðborginni, hvernig hægt er viðhalda áhugaverðu menningarlífi í borginni en á sama tíma gæti fyllsta öryggis íbúa og framtíðarsýn mótuð,“ segir í lok tilkynningar.
Menningarnótt Reykjavík Tónleikar á Íslandi Reykjavíkurmaraþon Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira