„Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. desember 2024 20:01 Albert Ingason ræddi afrek Víkinga í Sambandsdeildinni. vísir / einar Albert Brynjar Ingason, knattspyrnusérfræðingur og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Gula Spjaldið, segir samtöl sín við innanbúðamenn hjá Víkingi gefa sterklega í skyn að umspilsleikur liðsins gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni verði ekki spilaður á Íslandi. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli, sem uppfyllir ekki kröfur um flóðlýsingu. Albert ræddi afrek Víkings við Val Pál Eiríksson í dag. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Albert Ingason um afrek Víkings Albert hafði ekki trú á því fyrirfram að Víkingur gæti komist í umspil, og ekki styrktist trúin þegar fyrsti leikur Sambandsdeildarinnar tapaðist 4-0 gegn Omonia. Liðið hafi svarað vel í næsta leik á eftir, gegn Cercle Brugge, þrátt fyrir að hafa lent undir snemma. Mikilvægt hafi verið að ná fyrsta sigrinum strax í annarri umferð og sjáanlegt var hvað það gaf liðinu mikla trú. Hann hrósaði þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni í hástert, einnig markverðinum Ingvari Jónssyni og ungu leikmönnum liðsins eins og Ara Sigurpálssyni og Gísla Gottskálk, sem hann segir hafa verið besta leikmann liðsins í Sambandsdeildinni. Panathinaikos sterkur andstæðingur sem spilar vel undir nýjum þjálfara Víkingur mun í febrúar spila tveggja leikja umspilseinvígi gegn Panathinaikos, stórliði frá Grikklandi sem hefur unnið níu leiki í röð undir stjórn nýs þjálfara. „Þetta er gríðarlega erfiður andstæðingur. Maður skoðar þetta lið á Transfermarkt og sér að hópurinn þeirra er 25 sinnum dýrari en okkar [Víkinga]. Þeir eru með mann á láni frá Manchester United, [Facundo] Pellistri, þannig að þetta verður gríðarlega erfiður leikur.“ Hvar fer fyrri leikurinn fram? Stóra spurningin er þó hvar fyrri leikurinn, heimaleikur Víkings, mun fara fram. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli snemma dags. Arnar Gunnlaugsson svo gott sem staðfesti að það yrði ekki leyft aftur í viðtali við Fótbolti.net. Líklega mun þurfa að færa leikinn úr landi. „Maður hefur aðeins verið að pota í þetta sjálfur og það sem maður heyrir er að þeir á skrifstofunni í Víkinni eru eiginlega hundrað prósent á því að leikurinn verði ekki spilaður hérna heima, hann fari fram erlendis. Af því að það eru strangari reglur þegar er komið í þessa umspilsleiki, þeir þurfa allir að fara á sama tíma af stað. Ljósin [á Kópavogsvelli] eru ekki góð og gild í þessum kvöldleikjum. Það er auðvitað gríðarlega svekkjandi fyrir Víkinga,“ sagði Albert að lokum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags. 20. september 2024 09:51 Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Albert ræddi afrek Víkings við Val Pál Eiríksson í dag. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Albert Ingason um afrek Víkings Albert hafði ekki trú á því fyrirfram að Víkingur gæti komist í umspil, og ekki styrktist trúin þegar fyrsti leikur Sambandsdeildarinnar tapaðist 4-0 gegn Omonia. Liðið hafi svarað vel í næsta leik á eftir, gegn Cercle Brugge, þrátt fyrir að hafa lent undir snemma. Mikilvægt hafi verið að ná fyrsta sigrinum strax í annarri umferð og sjáanlegt var hvað það gaf liðinu mikla trú. Hann hrósaði þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni í hástert, einnig markverðinum Ingvari Jónssyni og ungu leikmönnum liðsins eins og Ara Sigurpálssyni og Gísla Gottskálk, sem hann segir hafa verið besta leikmann liðsins í Sambandsdeildinni. Panathinaikos sterkur andstæðingur sem spilar vel undir nýjum þjálfara Víkingur mun í febrúar spila tveggja leikja umspilseinvígi gegn Panathinaikos, stórliði frá Grikklandi sem hefur unnið níu leiki í röð undir stjórn nýs þjálfara. „Þetta er gríðarlega erfiður andstæðingur. Maður skoðar þetta lið á Transfermarkt og sér að hópurinn þeirra er 25 sinnum dýrari en okkar [Víkinga]. Þeir eru með mann á láni frá Manchester United, [Facundo] Pellistri, þannig að þetta verður gríðarlega erfiður leikur.“ Hvar fer fyrri leikurinn fram? Stóra spurningin er þó hvar fyrri leikurinn, heimaleikur Víkings, mun fara fram. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli snemma dags. Arnar Gunnlaugsson svo gott sem staðfesti að það yrði ekki leyft aftur í viðtali við Fótbolti.net. Líklega mun þurfa að færa leikinn úr landi. „Maður hefur aðeins verið að pota í þetta sjálfur og það sem maður heyrir er að þeir á skrifstofunni í Víkinni eru eiginlega hundrað prósent á því að leikurinn verði ekki spilaður hérna heima, hann fari fram erlendis. Af því að það eru strangari reglur þegar er komið í þessa umspilsleiki, þeir þurfa allir að fara á sama tíma af stað. Ljósin [á Kópavogsvelli] eru ekki góð og gild í þessum kvöldleikjum. Það er auðvitað gríðarlega svekkjandi fyrir Víkinga,“ sagði Albert að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags. 20. september 2024 09:51 Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags. 20. september 2024 09:51
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti