„Maður mun sakna þess mjög“ Tómas Arnar Þorláksson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 20. desember 2024 20:41 Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi umhverfis- orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Einar „Núna er þetta að detta inn, að maður er að fara og maður er að kveðja gott fólk sem hefur verið einstaklega gaman að vinna með og árangursríkt. Maður er náttúrulega að minna sig á að það er ekkert að fara neitt en það er samt þannig þegar þú ert búinn að vinna með fólki svona náið og svo mikið í ráðuneytinu og stofnunum. Það er á þessum tímapunkti sem að það hellist yfir mann og maður mun sakna þess mjög.“ Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, í samtali við fréttastofu í dag á meðan hann tók saman muni sína á skrifstofu sinni í ráðuneytinu og gerði sig reiðubúin til að kveðja sína starfstöð til nokkurra ára. Eins og greint hefur verið frá fundaði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, fráfarandi forsætisráðherra, í síðasta sinn í morgun. Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar en þingstörf í stjórnarandstöðu eru fram undan fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins kynna nýja ríkisstjórn í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun klukkan 13.00. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekkert gefið upp varðandi hvort hann muni sækjast eftir áframhaldandi formennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok febrúar. Skorað hefur verið á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að bjóða sig fram til formennsku. Spurður hvort hann sé búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram segir Guðlaugur: „Ekki enn þá. Ég ætla ekki að lýsa neinu yfir núna, ekki í dag.“ Guðlaugur segist aðspurður vera vel stemmdur fyrir því að fara í stjórnarandstöðu. Það sé ekkert nýtt fyrir honum. „Það er fullkominn misskilningur að þú hafir ekki áhrif í stjórnarandstöðu. Það er líka misskilningur að það sé ekki gaman. Það eru auðvitað fullkomin forréttindi að fá traust og stuðning fólks til að sinna þessum störfum, það að vera þingmaður og ráðherra. Þannig að ég mun bara gera mitt allra besta til að standa undir þeim væntingum og stuðningi sem ég hef fengið.“ Kannski gott tækifæri fyrir flokkinn til að fara í smá uppbyggingu? „Já ég held það. Ég held að það sé bara mjög gott. Við vitum alveg hver kosningaúrslitin voru. Það liggur bara fyrir. Það er mjög mikilvægt að við séum öflugri og sterkari og stærri. Þannig að við þurfum að nýta tímann mjög vel núna til að byggja okkur upp og sækja fram.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, í samtali við fréttastofu í dag á meðan hann tók saman muni sína á skrifstofu sinni í ráðuneytinu og gerði sig reiðubúin til að kveðja sína starfstöð til nokkurra ára. Eins og greint hefur verið frá fundaði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, fráfarandi forsætisráðherra, í síðasta sinn í morgun. Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar en þingstörf í stjórnarandstöðu eru fram undan fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins kynna nýja ríkisstjórn í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun klukkan 13.00. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekkert gefið upp varðandi hvort hann muni sækjast eftir áframhaldandi formennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok febrúar. Skorað hefur verið á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að bjóða sig fram til formennsku. Spurður hvort hann sé búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram segir Guðlaugur: „Ekki enn þá. Ég ætla ekki að lýsa neinu yfir núna, ekki í dag.“ Guðlaugur segist aðspurður vera vel stemmdur fyrir því að fara í stjórnarandstöðu. Það sé ekkert nýtt fyrir honum. „Það er fullkominn misskilningur að þú hafir ekki áhrif í stjórnarandstöðu. Það er líka misskilningur að það sé ekki gaman. Það eru auðvitað fullkomin forréttindi að fá traust og stuðning fólks til að sinna þessum störfum, það að vera þingmaður og ráðherra. Þannig að ég mun bara gera mitt allra besta til að standa undir þeim væntingum og stuðningi sem ég hef fengið.“ Kannski gott tækifæri fyrir flokkinn til að fara í smá uppbyggingu? „Já ég held það. Ég held að það sé bara mjög gott. Við vitum alveg hver kosningaúrslitin voru. Það liggur bara fyrir. Það er mjög mikilvægt að við séum öflugri og sterkari og stærri. Þannig að við þurfum að nýta tímann mjög vel núna til að byggja okkur upp og sækja fram.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira