Handbolti

Læri­sveinar Guð­mundar fara í frí með góðan sigur að baki

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fredericia, hefur náð frábærum árangri með liðinu. 
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fredericia, hefur náð frábærum árangri með liðinu.  EPA-EFE/Tamas Vasvari

Fredericia sótti góðan átta marka sigur, 29-21, gegn Kolding í sautjándu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Þetta var síðasti leikur liðsins áður en deildin hefst aftur að nýju í febrúar eftir heimsmeistaramótið.

Jafnræði var með liðunum fyrsta stundarfjórðinginn en eftir það tók Fredericia völdin á vellinum og staðan fór snögglega úr 6-5 í 6-9. 

Gestirnir gáfu ekkert eftir og héldu áfram að stækka forystuna þar til lokaflautið gall, 21-29.

Einar Ólafsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum og gaf eina stoðsendingu fyrir Fredericia, sem Guðmundur Guðmundsson stýrði að vana.

Einar Ólafsson hefur verið atvinnumaður hjá Fredericia síðan 2022.

Fredericia hefur fylgt góðum árangri sínum á síðasta tímabili vel eftir og unnið ellefu af sautján leikjum hingað til. Liðið situr í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig, þó enn aðeins á eftir toppliðunum tveimur: GOG og Aalborg sem eru með 27 stig og eiga einn leik til góða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×