Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2024 07:31 Rúmlega sextíu eru særðir og þar af fimmtán alvarlega. Tveir eru látnir. AP/Sebastian Kahnert Lögreglan í Þýskalandi segir að maðurinn sem ók bíl inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg sé fimmtugur og upprunalega frá Sádi-Arabíu. Hann er sagður hafa starfað sem læknir í Þýskalandi um árabil og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Læknirinn ók BMW um fjögur hundruð metra í gegnum jólamarkaðinn á miklum hraða og á fjölda fólks. Tveir eru látnir og þar á meðal eitt ungabarn en rúmlega sextíu eru særðir og þar af að minnsta kosti fimmtán alvarlega. Sjá einnig: Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Heimildarmaður Reuters í Sádi-Arabíu segir að yfirvöld þar hafi varað yfirvöld í Þýskalandi við lækninum, sem sagður er heita Taleb Abdul Jawad, eftir að hann ku hafa deilt öfgafullum skoðunum á X (Twitter). Þá hefur fréttaveitan eftir þýska miðlinum Spiegel að Jawad hafi aðhyllst stjórnmálaflokkinn AfD, eða Valkost fyrir Þýskaland. Það er fjarhægri flokkur en leiðtogar hans hafa verið sakaðir um miklar öfgar á undanförnum mánuðum og stendur meðal annars gegn fjölgun innflytjenda í Þýskalandi. Jawad er talinn hafa verið einn að verki en hann hefur búið og unnið í Þýskalandi frá árinu 2006. Í grein Berliner Zeitung segir að á samfélagsmiðlum hans megi sjá að hann styðji AfD og að honum virðist verulega illa við íslam en á sama tíma hefur hann lýst yfir mikilli andstöðu við það hvernig komið er fram við flóttafólk frá Mið-Austurlöndum í Þýskalandi. Spigel segir greiningu á færslum mannsins á samfélagsmiðlum sýna fram á aðdáun á bandaríska samsæringnum Alex Jones, breska öfgamanninum Tommy Robinson og auðjöfrinum Elon Musk. Hann hefur meðal annars sagt að allt sem þeir hafi sagt um íslamsvæðingu Vesturlanda sé rétt. Átta ár eru frá því maður frá Túnis ók sendiferðabíl gegnum jólamarkað í Berlín en þá dóu tólf manns. Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Læknirinn ók BMW um fjögur hundruð metra í gegnum jólamarkaðinn á miklum hraða og á fjölda fólks. Tveir eru látnir og þar á meðal eitt ungabarn en rúmlega sextíu eru særðir og þar af að minnsta kosti fimmtán alvarlega. Sjá einnig: Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Heimildarmaður Reuters í Sádi-Arabíu segir að yfirvöld þar hafi varað yfirvöld í Þýskalandi við lækninum, sem sagður er heita Taleb Abdul Jawad, eftir að hann ku hafa deilt öfgafullum skoðunum á X (Twitter). Þá hefur fréttaveitan eftir þýska miðlinum Spiegel að Jawad hafi aðhyllst stjórnmálaflokkinn AfD, eða Valkost fyrir Þýskaland. Það er fjarhægri flokkur en leiðtogar hans hafa verið sakaðir um miklar öfgar á undanförnum mánuðum og stendur meðal annars gegn fjölgun innflytjenda í Þýskalandi. Jawad er talinn hafa verið einn að verki en hann hefur búið og unnið í Þýskalandi frá árinu 2006. Í grein Berliner Zeitung segir að á samfélagsmiðlum hans megi sjá að hann styðji AfD og að honum virðist verulega illa við íslam en á sama tíma hefur hann lýst yfir mikilli andstöðu við það hvernig komið er fram við flóttafólk frá Mið-Austurlöndum í Þýskalandi. Spigel segir greiningu á færslum mannsins á samfélagsmiðlum sýna fram á aðdáun á bandaríska samsæringnum Alex Jones, breska öfgamanninum Tommy Robinson og auðjöfrinum Elon Musk. Hann hefur meðal annars sagt að allt sem þeir hafi sagt um íslamsvæðingu Vesturlanda sé rétt. Átta ár eru frá því maður frá Túnis ók sendiferðabíl gegnum jólamarkað í Berlín en þá dóu tólf manns.
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira