„Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Jón Ísak Ragnarsson og Heimir Már Pétursson skrifa 21. desember 2024 15:26 Bjarni Benediktsson fór á sinn síðasta ríkisráðsfund sem forsætisráðherra á Bessastöðum klukkan 15 í dag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fráfarandi forsætisráðherra, segir að stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi komið honum á óvart. „[Þetta er] mjög þunn súpa, lítið í henni. Maður spyr sig, hvað varð um öll stóru málin?“ „Hvað varð um allar yfirlýsingarnar um að það væri ekki hægt að ná jöfnuði í ríkisfjármálunum án þess að fara í, hvað kölluðu þau það, vannýttir tekjustofnar, nú þyrfti að fara í skatta, það er allt fuðrað upp í loft,“ segir Bjarni. Framlög til heilbrigðismála hafi átt að fylgja vísitölu, einhverju hlutfalli af landsframleiðslunni, en hann sjái ekkert um það í sáttmálanum. Ríkisstjórnin þurfi að hafa stefnu um Evrópusambandið „Svo er það að fara í evrópuleiðangurinn og segja opinberlega að flokkarnir ætli ekki að vera sammála um þau mál, heldur bara framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu um þau mál, eins og það sé stóra baráttumálið, en ekki það að stjórnmálaflokkar verði að hafa stefnu um það hvar Ísland á heima í samskiptum við Evrópusambandið.“ Þá segir Bjarni að það verði mikil tækifæri fyrir stjórnarandstöðu gegn ríkisstjórn sem leggi upp með þessi stefnumál. „Ég meina við erum að horfa hér upp á gríðarlega stór útgjaldamál,“ segir Bjarni. Grundvallarbreyting á almannatryggingakerfinu Bjarni segir að þær breytingar sem boðaðar eru á almannatryggingum séu grundvallarbreytingar. „Ef að bætur almannatrygginga eiga að elta launavísitölu, og þar með launaskrið í landinu, það er gríðarlega mikil kerfisbreyting sem mun kosta ríkisstjóð mjög háar fjárhæðir.“ Sömuleiðis muni hækkun almannafrítekjumarksins kosta ríkissjóð gríðarlegar fjárhæðir. En eru þessi loforð framkvæmanleg? „Ekki samkvæmt orðum þeirra sjálfra sem fara fyrir stjórninni, þá er útilokað að þetta geti gengið upp í ríkisfjármálalegu samhengi.“ Bjarni vill engu spá um það hvort ríkisstjórnin endist kjörtímabilið. Það komi honum hins vegar á óvart, miðað við það sem flokkarnir hafa sagt í stjórnarandstöðu, að öll þau stefnumál sem þau töluðu fyrir séu nú horfin. Inga Sæland hafi fengið talsvert út úr viðræðunum Eftir sitji einstaka stefnumál sem náðu í gegn. „Mér sýnist að Inga Sæland fái talsvert út úr þessu, þótt hún hafi þurft að gefa eftir skatta- og skerðingalausu bæturnar, sem var auðvitað algjörlega óraunhæft stefnumál.“ Nú þurfi líklega að hækka veiðiheimildir vegna strandveiða um 50 prósent nú þegar 48 strandveiðidögum hefur verið lofað strax næsta sumar. „Og hvaðan á það að koma, þegar þær ólympísku veiðar byrja á sumrin að nýju? Það er mikið óráð að fara út í það.“ Meltir sína stöðu yfir hátíðirnar Bjarni segist ekki hafa tekið ákvörðun um framtíð sína innan flokksins og í stjórnmálum. „Ég er nú búinn að tjá mig svo oft um þetta, ég fór af fullum krafti í kosningabaráttuna, nú er maður bara að melta þessa niðurstöðu, maður sér nýja ríkisstjórn í fæðingu, nú ætla ég að halda jólin með fjölskyldunni, og svo koma inn í nýtt ár og horfa til framtíðar og spyrja mig hvað ég held að sé skynsamlegt að gera í því öllu saman, bæði fyrir mig persónulega, og ekki síður fyrir flokkinn minn,“ segir hann. Nú hafi flokkurinn mikil sóknarfæri, auðvelt verði að veita mörgum málum aðhald. „En við ætlum líka að vera í samtali við þjóðina um það sem mestu máli skiptir við þær aðstæður sem eru uppi í samfélaginu. Þetta þarf ég að melta yfir hátíðirnar og kannski ræða þegar nýtt ár hefst,“ segir Bjarni. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
„Hvað varð um allar yfirlýsingarnar um að það væri ekki hægt að ná jöfnuði í ríkisfjármálunum án þess að fara í, hvað kölluðu þau það, vannýttir tekjustofnar, nú þyrfti að fara í skatta, það er allt fuðrað upp í loft,“ segir Bjarni. Framlög til heilbrigðismála hafi átt að fylgja vísitölu, einhverju hlutfalli af landsframleiðslunni, en hann sjái ekkert um það í sáttmálanum. Ríkisstjórnin þurfi að hafa stefnu um Evrópusambandið „Svo er það að fara í evrópuleiðangurinn og segja opinberlega að flokkarnir ætli ekki að vera sammála um þau mál, heldur bara framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu um þau mál, eins og það sé stóra baráttumálið, en ekki það að stjórnmálaflokkar verði að hafa stefnu um það hvar Ísland á heima í samskiptum við Evrópusambandið.“ Þá segir Bjarni að það verði mikil tækifæri fyrir stjórnarandstöðu gegn ríkisstjórn sem leggi upp með þessi stefnumál. „Ég meina við erum að horfa hér upp á gríðarlega stór útgjaldamál,“ segir Bjarni. Grundvallarbreyting á almannatryggingakerfinu Bjarni segir að þær breytingar sem boðaðar eru á almannatryggingum séu grundvallarbreytingar. „Ef að bætur almannatrygginga eiga að elta launavísitölu, og þar með launaskrið í landinu, það er gríðarlega mikil kerfisbreyting sem mun kosta ríkisstjóð mjög háar fjárhæðir.“ Sömuleiðis muni hækkun almannafrítekjumarksins kosta ríkissjóð gríðarlegar fjárhæðir. En eru þessi loforð framkvæmanleg? „Ekki samkvæmt orðum þeirra sjálfra sem fara fyrir stjórninni, þá er útilokað að þetta geti gengið upp í ríkisfjármálalegu samhengi.“ Bjarni vill engu spá um það hvort ríkisstjórnin endist kjörtímabilið. Það komi honum hins vegar á óvart, miðað við það sem flokkarnir hafa sagt í stjórnarandstöðu, að öll þau stefnumál sem þau töluðu fyrir séu nú horfin. Inga Sæland hafi fengið talsvert út úr viðræðunum Eftir sitji einstaka stefnumál sem náðu í gegn. „Mér sýnist að Inga Sæland fái talsvert út úr þessu, þótt hún hafi þurft að gefa eftir skatta- og skerðingalausu bæturnar, sem var auðvitað algjörlega óraunhæft stefnumál.“ Nú þurfi líklega að hækka veiðiheimildir vegna strandveiða um 50 prósent nú þegar 48 strandveiðidögum hefur verið lofað strax næsta sumar. „Og hvaðan á það að koma, þegar þær ólympísku veiðar byrja á sumrin að nýju? Það er mikið óráð að fara út í það.“ Meltir sína stöðu yfir hátíðirnar Bjarni segist ekki hafa tekið ákvörðun um framtíð sína innan flokksins og í stjórnmálum. „Ég er nú búinn að tjá mig svo oft um þetta, ég fór af fullum krafti í kosningabaráttuna, nú er maður bara að melta þessa niðurstöðu, maður sér nýja ríkisstjórn í fæðingu, nú ætla ég að halda jólin með fjölskyldunni, og svo koma inn í nýtt ár og horfa til framtíðar og spyrja mig hvað ég held að sé skynsamlegt að gera í því öllu saman, bæði fyrir mig persónulega, og ekki síður fyrir flokkinn minn,“ segir hann. Nú hafi flokkurinn mikil sóknarfæri, auðvelt verði að veita mörgum málum aðhald. „En við ætlum líka að vera í samtali við þjóðina um það sem mestu máli skiptir við þær aðstæður sem eru uppi í samfélaginu. Þetta þarf ég að melta yfir hátíðirnar og kannski ræða þegar nýtt ár hefst,“ segir Bjarni.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“