Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 10:31 Oleksandr Usyk hitti miklu fleiri höggum heldur en Tyson Fury og þar á meðal þessu. Getty/Richard Pelham Tyson Fury tapaði öðru sinni á árinu fyrir Úkraínumanninum Oleksandr Usyk þegar þeir mættust í hnefaleikabardaga í Riyadh í Sádi-Arabíu í gærkvöldi. Allir þrír dómararnir dæmdu bardagann 116-112 Usyk í vil. Úkraínska þjóðin fagnaði þessum sigri en gríðarlegur áhugi var á bardaganum hjá þessari stríðshrjáðu þjóð. Hann er mikil þjóðhetja og ekki minnkaði það við þennan sigur. Fury er vissulega miklu stærri en Usyk var bara of snöggur fyrir hann. Bardaginn fór samt alla leið og mikil spenna var í loftinu þegar úrslitin voru tilkynnt. Stóri Bretinn var aftur á móti alls ekki sáttur. Hann strunsaði fyrst út úr hringum án þess að veita viðtal í sjónvarpsútsendingunni. Seinna ræddi hann þó við fjölmiðlafólk. „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma frá þessum dómurum,“ sagði Tyson Fury eftir bardagann. Hann tapaði líka fyrir Usyk í maí. „Mér finnst ég hafa unnið báða þessa bardaga. Ég mun trúa því þar til dagsins sem ég dey að ég hafi unnið þennan bardaga í kvöld,“ sagði Fury. Oleksandr Usyk tryggði sér með þessum þrjá titla því þetta var titilbardagi í WBC, WBA og WBO. Úkraínumaðurinn talaði vel um andstæðing sinn. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum því hann er harður af sér. Tyson Fury gerir mig sterkan. Tyson er frábær andstæðingur. Stór maður. Hann er góður maður. Tyson talar kannski mikið en það bara sýningaleikur,“ sagði Usyk. Usyk þakkaði honum fyrir ótrúlegustu 24 loturnar á hans ferli. Hann segir Fury hafa verið besta mótherja sem hann hafi mætt. Usyk hitti 179 höggum á móti 144 hjá Fury. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Box Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira
Allir þrír dómararnir dæmdu bardagann 116-112 Usyk í vil. Úkraínska þjóðin fagnaði þessum sigri en gríðarlegur áhugi var á bardaganum hjá þessari stríðshrjáðu þjóð. Hann er mikil þjóðhetja og ekki minnkaði það við þennan sigur. Fury er vissulega miklu stærri en Usyk var bara of snöggur fyrir hann. Bardaginn fór samt alla leið og mikil spenna var í loftinu þegar úrslitin voru tilkynnt. Stóri Bretinn var aftur á móti alls ekki sáttur. Hann strunsaði fyrst út úr hringum án þess að veita viðtal í sjónvarpsútsendingunni. Seinna ræddi hann þó við fjölmiðlafólk. „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma frá þessum dómurum,“ sagði Tyson Fury eftir bardagann. Hann tapaði líka fyrir Usyk í maí. „Mér finnst ég hafa unnið báða þessa bardaga. Ég mun trúa því þar til dagsins sem ég dey að ég hafi unnið þennan bardaga í kvöld,“ sagði Fury. Oleksandr Usyk tryggði sér með þessum þrjá titla því þetta var titilbardagi í WBC, WBA og WBO. Úkraínumaðurinn talaði vel um andstæðing sinn. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum því hann er harður af sér. Tyson Fury gerir mig sterkan. Tyson er frábær andstæðingur. Stór maður. Hann er góður maður. Tyson talar kannski mikið en það bara sýningaleikur,“ sagði Usyk. Usyk þakkaði honum fyrir ótrúlegustu 24 loturnar á hans ferli. Hann segir Fury hafa verið besta mótherja sem hann hafi mætt. Usyk hitti 179 höggum á móti 144 hjá Fury. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Box Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira