Fótbolti

Ras­h­ford á lausu yfir jólin

Siggeir Ævarsson skrifar
Það gengur fátt upp hjá Rashford þessa dagana, innan sem utan vallar
Það gengur fátt upp hjá Rashford þessa dagana, innan sem utan vallar EPA-EFE/PETER POWEL

Það á ekki af Marcus Rashford að ganga þessa dagana. Ekki nóg með að það sé búið að dömpa honum úr hópnum hjá Manchester United þá er kærastan búin að gera slíkt hið sama.

Rashford hafði undanfarna mánuði verið í sambandi með raunveruleikasjónvarpsstjörnunni Grace Jackson en hún er helst þekkt fyrir að hafa tekið þátt í elleftu þáttaröð af Love Island þáttunum.

Ástæða sambandsslitanna ku vera sú að Jackson hefur verið boðið að taka þátt í „All star“ seríu af Love Island en eins og aðdáendur þeirra þátta vita þá þýðir ekkert að vera í sambandi utan þáttar í þeim þáttum. 


Tengdar fréttir

Endar Rashford í Sádí-Arabíu?

Sagan endalausa um framtíð Marcus Rashford, leikmanns Manchester United, virðist mögulega ætla fá nýjan kafla í janúar en sögusagnir eru á kreiki um að Rashford verði lánaður frá félaginu á nýju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×