Golf

Charli­e Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn

Siggeir Ævarsson skrifar
Charlie Woods er aðeins 15 ára gamall en hefur þegar náð að afreka eitthvað sem marga golfspilara dreymir um alla ævi
Charlie Woods er aðeins 15 ára gamall en hefur þegar náð að afreka eitthvað sem marga golfspilara dreymir um alla ævi vísir/Getty

Hinn 15 ára Charlie Woods fór holu í höggi á PNC meistaramótinu í dag þar sem hann og faðir hans, Tiger Woods, freista þess að vinna mótið í fyrst sinn en þar keppa kylfingar og börn þeirra saman í liðakeppni.

Þeir feðgar hafa spilað vel á mótinu og eru á leið í bráðabana gegn Langer feðgum þegar þetta er skrifað. Charlie hefur spilað mjög vel en toppaði sig þó algerlega í dag þegar hann fór holu í höggi á par þrír holu. Hann sló boltann 160 metra með sjö járni sem skoppaði létt á flötinni og svo beinustu leið ofan í holuna.

Þetta er í fimmta sinn sem þeir feðgar keppa saman á mótinu en þeir hafa best náð öðru sæti sem var árið 2021. Tiger hefur verið mikið frá vegna bakmeiðsla og er að keppa á sínu fyrsta opinbera móti síðan hann tók þátt í breska meistarmótinu í júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×