„Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Kristín Ólafsdóttir og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 23. desember 2024 11:58 Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Varasamt ferðaveður er víða á landinu í dag, og verður einkum norðan- og norðaustanlands í kvöld. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst fram yfir hádegi og vegum gæti verið lokað án fyrirvara. Þá er spáð jólastormi á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun og hinn. Mikil lægð gekk yfir landið í nótt og í morgun, með suðaustan stormi, slyddu og rigningu. Þrengslavegi var til að mynda lokað um tíma og vegir verða víða áfram á óvissustigi í dag. Þá féll lítið snjóflóð í Raknadalshlíð í Patreksfirði í morgun. Moka þurfti í gegnum flóðið sem náði rétt inn á Barðastrandaveg. Öllu innanlandsflugi til og frá Reykjavíkurflugvelli var jafnframt aflýst í morgun. Fyrsta flug á áætlun er til Akureyrar klukkan hálf fjögur síðdegis, samkvæmt vef Isavia. Allar ferðir eftir það eru á áætlun þegar þetta er ritað á tólfta tímanum. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir óveðrið í nótt og í morgun nú að mestu gengið yfir og veður verði skaplegra næstu klukkutímana. „En síðan síðdegis fer aftur að hvessa og í kvöld verða mjög hvassir vindstrengir á Norður- og Vesturlandi. Það verður líka sæmilega hvasst annars staðar,“ segir Birgir Örn. Ferðaveður verði því aftur varasamt í kvöld og Birgir er til að mynda ekki bjartsýnn á að kvöldflugi til Akureyrar verði haldið til streitu. Veður gengur svo að miklu leyti aftur niður í nótt og fyrripart dags á morgun, aðfangadag, en seinnipartinn er enn og aftur spáð sviptingum. „Þá fer að bæta í vind og annað kvöld og jóladag er útlit fyrir mjög hvassan éljagang, og ansi dimm él, á sunnan og vestanverðu landinu og þá verður aftur útlit fyrir leiðindaveður, þannig það er ýmislegt í gangi,“ segir Birgir Örn. „Norður og austurhluti landsins ætti að sleppa betur yfir jólin en þar verður hins vegar þó nokkuð hvasst í kvöld.“ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eiga þannig ekki von á góðu. „Bara skítaveður hérna á aðfangadagskvöld og jóladag,“ segir Birgir Örn. Vegagerðin upplýsir ferðalanga Nýjustu upplýsingar varðandi færð á vegum eru uppfærðar í rauntíma á vef Vegagerðarinnar, umferðin.is. Daníel Þorláksson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, spáir vetrarfærð á morgun. Blint verði í dimmu éljum og akstursskilyrði erfið á Suður- og Vesturlandi annað kvöld. Í kvöld verði hvöss suðvestanátt og hviður um 35 metra á sekúndu. Hvassviðrið verður helst á Ströndum, í Skagafirði og Eyjafirði. Ferðalangar eru hvattir til að skoða síðu Vegagerðarinnar gaumgæfilega áður en haldið er af stað - og á meðan ferðalagi stendur, eins og kostur er. Veður Færð á vegum Jól Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Mikil lægð gekk yfir landið í nótt og í morgun, með suðaustan stormi, slyddu og rigningu. Þrengslavegi var til að mynda lokað um tíma og vegir verða víða áfram á óvissustigi í dag. Þá féll lítið snjóflóð í Raknadalshlíð í Patreksfirði í morgun. Moka þurfti í gegnum flóðið sem náði rétt inn á Barðastrandaveg. Öllu innanlandsflugi til og frá Reykjavíkurflugvelli var jafnframt aflýst í morgun. Fyrsta flug á áætlun er til Akureyrar klukkan hálf fjögur síðdegis, samkvæmt vef Isavia. Allar ferðir eftir það eru á áætlun þegar þetta er ritað á tólfta tímanum. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir óveðrið í nótt og í morgun nú að mestu gengið yfir og veður verði skaplegra næstu klukkutímana. „En síðan síðdegis fer aftur að hvessa og í kvöld verða mjög hvassir vindstrengir á Norður- og Vesturlandi. Það verður líka sæmilega hvasst annars staðar,“ segir Birgir Örn. Ferðaveður verði því aftur varasamt í kvöld og Birgir er til að mynda ekki bjartsýnn á að kvöldflugi til Akureyrar verði haldið til streitu. Veður gengur svo að miklu leyti aftur niður í nótt og fyrripart dags á morgun, aðfangadag, en seinnipartinn er enn og aftur spáð sviptingum. „Þá fer að bæta í vind og annað kvöld og jóladag er útlit fyrir mjög hvassan éljagang, og ansi dimm él, á sunnan og vestanverðu landinu og þá verður aftur útlit fyrir leiðindaveður, þannig það er ýmislegt í gangi,“ segir Birgir Örn. „Norður og austurhluti landsins ætti að sleppa betur yfir jólin en þar verður hins vegar þó nokkuð hvasst í kvöld.“ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eiga þannig ekki von á góðu. „Bara skítaveður hérna á aðfangadagskvöld og jóladag,“ segir Birgir Örn. Vegagerðin upplýsir ferðalanga Nýjustu upplýsingar varðandi færð á vegum eru uppfærðar í rauntíma á vef Vegagerðarinnar, umferðin.is. Daníel Þorláksson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, spáir vetrarfærð á morgun. Blint verði í dimmu éljum og akstursskilyrði erfið á Suður- og Vesturlandi annað kvöld. Í kvöld verði hvöss suðvestanátt og hviður um 35 metra á sekúndu. Hvassviðrið verður helst á Ströndum, í Skagafirði og Eyjafirði. Ferðalangar eru hvattir til að skoða síðu Vegagerðarinnar gaumgæfilega áður en haldið er af stað - og á meðan ferðalagi stendur, eins og kostur er.
Veður Færð á vegum Jól Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira