Algengt er að félög ferðist til framandi landa, þá aðallega til Asíu og Norður-Ameríku, í æfinga- og keppnisferðir á undirbúningstímabilinu, eftir að hafa tekið sér sumarfrí.
Tottenham og Newcastle brydduðu svo upp á nýjung síðasta vor og spiluðu vináttuleik í Ástralíu aðeins þremur dögum eftir lokaleik tímabilsins.
Formleg ákvörðun hefur ekki verið tekin enn af stjórnarmönnum Manchester United en málið er til skoðunar og þá er Malasía talinn líklegasti áfangastaður.
Tímabilið mun klárast hjá þeim þegar lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram þann 25. maí. Úrslitaleikur FA bikarsins, sem United vann í fyrra, fer fram viku fyrr. Ferðin yrði farin áður en landsleikjahlé hefst 2. júní.
Æfingaleikir eftir tímabil eru auðvitað fín leið fyrir félagið til að afla tekna en undanfarið hefur United verið ófeimið við að ráðast í ýmsar aðgerðir til að hámarka gróða. Fjölda manns hefur verið sagt upp, jólagleði starfsmanna var aflýst á sama tíma og jólabónus þeirra var helmingaður og miðaverð á leiki hækkaði.