Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2024 13:32 Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir ásókn í viðtalstíma hafa aukist mjög. Vísir/Einar Það var rólegt í kvennaathvarfinu á aðfangadagskvöld en mikil aðsókn hefur verið í viðtalstíma athvarfsins allan mánuðinn. Framkvæmdastýran segir húsnæðið ekki anna eftirspurn og því sé beðið með eftirvæntingu eftir nýju húsi. „Aðsóknin var ansi mikil í desember, mikið sótt í viðtalsþjónustuna til dæmis og við þurftum að bæta við dögum. Á aðfangadagskvöld var mjög rólegt í athvarfinu. Þetta er alltaf frekar ófyrirsjáanlegt hvernig er hjá okkur,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir að ásókn hafi mest aukist í viðtalsþjónustuna. „Athvarfið siglir frekar jafnt í gengum árin en aðsóknin í viðtalsþjónustuna er alltaf að aukast en því miður vegna húsnæðis þá höfum við ekki getað stækkað hana neitt mikið, þannig að við erum að veita svipað mörg viðtöl í ár eins og í fyrra,“ segir Linda. „Um leið og við flytjum í nýtt athvarf, sem við erum að byggja núna, þá sjáum við fram á að geta boðið upp á aukna viðtalsþjónustu. Þá verðum við með fleiri rými. Við finnum það að það eru fleiri konur að sækjast í að koma í viðtöl, sem eru ekki að koma í dvöl en vilja fá ráðgjöf.“ Náðu að koma konum fyrir í íbúðum Komið hafa jól þar sem athvarfið hefur verði troðfullt. „Og það er alltaf mjög hátíðlegt í athvarfinu, sama hversu margar eru. Við höldum alltaf mjög hátíðleg jól og er með jólatré og allt það.“ Nú hafi tekist að koma flestum þeim sem voru í athvarfin fyrir í búsetubrúnni. „Sem eru íbúðir sem við eigum sem konur geta stundum farið í eftir að hafa verið hjá okkur í athvarfinu og það voru nokkrar konur og börn, sem við náðum að færa úr athvarfinu í búsetubrú fyrir jólin þannig að þau gátu haldið sín eigin jól,“ segir Linda. „Þá erum við að setja svolítið kraftana í að aðstoða þær konur líka. Þetta er mjög oft erfitt, þó þú sért kominn út úr ofbeldinu að koma undir þig fótunum og að koma þér af stað aftur út í lífið. Þannig að við höfum verið að setja líka töluverðan kraft í að aðstoða þær konur og börnin sem þar búa.“ Kvennaathvarfið Jól Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Sjá meira
„Aðsóknin var ansi mikil í desember, mikið sótt í viðtalsþjónustuna til dæmis og við þurftum að bæta við dögum. Á aðfangadagskvöld var mjög rólegt í athvarfinu. Þetta er alltaf frekar ófyrirsjáanlegt hvernig er hjá okkur,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir að ásókn hafi mest aukist í viðtalsþjónustuna. „Athvarfið siglir frekar jafnt í gengum árin en aðsóknin í viðtalsþjónustuna er alltaf að aukast en því miður vegna húsnæðis þá höfum við ekki getað stækkað hana neitt mikið, þannig að við erum að veita svipað mörg viðtöl í ár eins og í fyrra,“ segir Linda. „Um leið og við flytjum í nýtt athvarf, sem við erum að byggja núna, þá sjáum við fram á að geta boðið upp á aukna viðtalsþjónustu. Þá verðum við með fleiri rými. Við finnum það að það eru fleiri konur að sækjast í að koma í viðtöl, sem eru ekki að koma í dvöl en vilja fá ráðgjöf.“ Náðu að koma konum fyrir í íbúðum Komið hafa jól þar sem athvarfið hefur verði troðfullt. „Og það er alltaf mjög hátíðlegt í athvarfinu, sama hversu margar eru. Við höldum alltaf mjög hátíðleg jól og er með jólatré og allt það.“ Nú hafi tekist að koma flestum þeim sem voru í athvarfin fyrir í búsetubrúnni. „Sem eru íbúðir sem við eigum sem konur geta stundum farið í eftir að hafa verið hjá okkur í athvarfinu og það voru nokkrar konur og börn, sem við náðum að færa úr athvarfinu í búsetubrú fyrir jólin þannig að þau gátu haldið sín eigin jól,“ segir Linda. „Þá erum við að setja svolítið kraftana í að aðstoða þær konur líka. Þetta er mjög oft erfitt, þó þú sért kominn út úr ofbeldinu að koma undir þig fótunum og að koma þér af stað aftur út í lífið. Þannig að við höfum verið að setja líka töluverðan kraft í að aðstoða þær konur og börnin sem þar búa.“
Kvennaathvarfið Jól Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Sjá meira