Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. desember 2024 12:26 Úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Súðavíkurhlíð klukkan 12:15. Horft til suðurs. Vegagerðin Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum en nokkur snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina í nótt og lokaðist vegurinn um hlíðina. Þung færð er víða enn um landið þó jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn sé að mestu gengið niður. Þá er Öxnadalsheiði enn lokuð og óvíst hvort það takist að opna fyrir umferð um hana í dag. Leiðindaveður hefur verið víða um land um jólahátíðina og hvasst og töluverð ofankoma. Á Vestfjörðum féllu snjóflóð í nótt og vegir lokuðust. „Það féllu nokkur flóð á Súðavíkurhlíð um nóttina. Eitt alveg þokkalegt flóð og fleiri minni. Svo féll flóð líka á veginn upp á Gemlufallsheiði í Bjarnadal og svo vitum við um eitt flóð líka í Súgandafirði á leiðinni til Suðureyrar. Þessir þrír vegir lokuðust,“ segir Óliver Hilmarsson sérfræðingur á snjóflóðavakt hjá Veðurstofu Íslands. Þá segir hann veginn enn lokaðan um Súðavíkurhlíð. Langvarandi suðvestanátt hafi haft í för með sér að mikill snjór hafi safnast fyrir ofan vegi á Vestfjörðum. „Má búast við áframhaldandi snjóflóðahættu á þessum vegum þar sem vegir liggja nálægt bröttum hlíðum.“ Starfsfólk Vegagerðarinnar hefur staðið í ströngu yfir jólin við að reyna að halda vegum opnum. Umferð um Hellisheiði og Holtavörðuheiði er jafnan mikil og var lokað fyrir umferð um þær báðar um tíma. Það sama á við um Dynjandisheiði og Öxnadalsheiði sem eru báðar enn ófærar. „Mesta vesenið hjá okkur í dag er Öxnadalsheiðin þar er allt lokað og það koma nýjar upplýsingar núna eftir hádegi klukkan eitt sirka. Þeir segjast ekki vera vongóðir með þetta en það er spurning hvað gerist,“ segir Sveinbjörn Hjálmsson starfsmaður Vegagerðarinnar. Öxnadalsheiði er búin að vera ófær nær öll jólin og segir Sveinbjörn ljóst miðað við álagið á þjónustuveri Vegagerðarinnar að slæm færð hafi haft áhrif á marga ferðalanga. Hann hvetur þá sem ætla að vera á ferðinni í dag að fylgjast vel með en hægt er að sjá allar nýjustu upplýsingar á umferdin.is. „Það er að hlýna svolítið mikið núna og þá getur komið þessi leiðinda krapi og jafnvel flughálka þegar það kemur rigning líka. Kannski fer að rigna á hálkuna, á blautan veg, sem að myndar þá mjög leiðinleg akstursskilyrði. Þannig þetta lítur ekkert rosalega vel út að hafa svona mikinn hita í þessu líka ofan í snjóinn.“ Jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn er nú að mestu gengið niður samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. „Það er enn þá svolítill vindur en úrkoman er svona ekki jafn áköf og svo er heldur að hlýna. Þannig það verða frekar þessi slydda og rigning á láglendi þó enn þá geti snjóað til fjalla. Það er svona svolítið í dag en síðan kólnar aftur á morgun og þá verður aftur einhver éljagangur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Næstu daga megi búast við breytingu á veðrinu og um áramótin verði kalt. „Talsvert frost alveg vel inn í tveggja stafa tölur. Það er ekkert ólíklegt að svona einhvers staðar á landinu detti það niður undir tuttugu stiga frost. Almennt erum við að tala meira átta til fimmtán stiga frost. Það verður vel kalt þó að veðrið að öðru leyti verði fallegt.“ Færð á vegum Vegagerð Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Leiðindaveður hefur verið víða um land um jólahátíðina og hvasst og töluverð ofankoma. Á Vestfjörðum féllu snjóflóð í nótt og vegir lokuðust. „Það féllu nokkur flóð á Súðavíkurhlíð um nóttina. Eitt alveg þokkalegt flóð og fleiri minni. Svo féll flóð líka á veginn upp á Gemlufallsheiði í Bjarnadal og svo vitum við um eitt flóð líka í Súgandafirði á leiðinni til Suðureyrar. Þessir þrír vegir lokuðust,“ segir Óliver Hilmarsson sérfræðingur á snjóflóðavakt hjá Veðurstofu Íslands. Þá segir hann veginn enn lokaðan um Súðavíkurhlíð. Langvarandi suðvestanátt hafi haft í för með sér að mikill snjór hafi safnast fyrir ofan vegi á Vestfjörðum. „Má búast við áframhaldandi snjóflóðahættu á þessum vegum þar sem vegir liggja nálægt bröttum hlíðum.“ Starfsfólk Vegagerðarinnar hefur staðið í ströngu yfir jólin við að reyna að halda vegum opnum. Umferð um Hellisheiði og Holtavörðuheiði er jafnan mikil og var lokað fyrir umferð um þær báðar um tíma. Það sama á við um Dynjandisheiði og Öxnadalsheiði sem eru báðar enn ófærar. „Mesta vesenið hjá okkur í dag er Öxnadalsheiðin þar er allt lokað og það koma nýjar upplýsingar núna eftir hádegi klukkan eitt sirka. Þeir segjast ekki vera vongóðir með þetta en það er spurning hvað gerist,“ segir Sveinbjörn Hjálmsson starfsmaður Vegagerðarinnar. Öxnadalsheiði er búin að vera ófær nær öll jólin og segir Sveinbjörn ljóst miðað við álagið á þjónustuveri Vegagerðarinnar að slæm færð hafi haft áhrif á marga ferðalanga. Hann hvetur þá sem ætla að vera á ferðinni í dag að fylgjast vel með en hægt er að sjá allar nýjustu upplýsingar á umferdin.is. „Það er að hlýna svolítið mikið núna og þá getur komið þessi leiðinda krapi og jafnvel flughálka þegar það kemur rigning líka. Kannski fer að rigna á hálkuna, á blautan veg, sem að myndar þá mjög leiðinleg akstursskilyrði. Þannig þetta lítur ekkert rosalega vel út að hafa svona mikinn hita í þessu líka ofan í snjóinn.“ Jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn er nú að mestu gengið niður samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. „Það er enn þá svolítill vindur en úrkoman er svona ekki jafn áköf og svo er heldur að hlýna. Þannig það verða frekar þessi slydda og rigning á láglendi þó enn þá geti snjóað til fjalla. Það er svona svolítið í dag en síðan kólnar aftur á morgun og þá verður aftur einhver éljagangur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Næstu daga megi búast við breytingu á veðrinu og um áramótin verði kalt. „Talsvert frost alveg vel inn í tveggja stafa tölur. Það er ekkert ólíklegt að svona einhvers staðar á landinu detti það niður undir tuttugu stiga frost. Almennt erum við að tala meira átta til fimmtán stiga frost. Það verður vel kalt þó að veðrið að öðru leyti verði fallegt.“
Færð á vegum Vegagerð Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira