Enski boltinn

Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ruben Amorim á hliðarlínunni í gærkvöldi gegn Wolves eftir að hans menn fengu á sig mark beint úr horni.
Ruben Amorim á hliðarlínunni í gærkvöldi gegn Wolves eftir að hans menn fengu á sig mark beint úr horni. Marc Atkins/Getty Images

Ruben Amorim stýrði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni sjöunda sinn í gærkvöldi og tapaði 2-0. Þetta var fjórða deildartapið frá því að hann tók við, sem enginn í þjálfari í sögu félagsins hefur verið jafn fljótur að gera.

Erik ten Hag, forveri hans í starfi sem var látinn fara í nóvember, átti metið áður en hann tapaði fjórum af fyrstu þrettán leikjunum sem stjóri.

Tapið gegn Úlfunum í gær var einkar slæmt þar sem mark var skorað beint úr hornspyrnu.

United hefur fengið á sig mark úr hornspyrnum í þremur leikjum í öllum keppnum frá því Amorim tók við; gegn Arsenal, Tottenham og Bournemouth um síðustu helgi.

Úlfarnir bættu svo öðru marki við á lokamínútu uppbótartíma þegar United-menn voru allir að einbeita sér að sóknarleiknum.

Þá var fyrirliðinn Bruno Fernandes nýbúinn að fá sitt annað gula spjald og United manni færri. Þetta var í þriðja sinn á tímabilinu sem Fernandes fær rautt spjald.

Marcus Rashford var svo haldið utan hóps þriðja leikinn í röð en þeir Amorim hafa átt í orðaskiptum í gegnum fjölmiðla undanfarna daga.

United er nú í 14. sæti deildarinnar með 21 stig eftir 18 umferðir. Næsti leikur þeirra verður þann 30. desember á heimavelli gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×