Innlent

Hætta leitinni í Meradölum

Jón Þór Stefánsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir eru að hætta leit við Meradali við Grindavík þaðan sem neyðarboð barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í morgun.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að menn telji sig búna að elta allar mögulegar vísbendingar. En nú þegar birtuskilyrði eru orðin slæm hefur verið ákveðið að hætta leitinni.

Leitin hófst eftir að neyðarboð barst í morgun. Neyðarboðið sýndi tvær staðsetningar, annars vegar Meradali og hins vegar úti á sjó sunnan Þorlákshafnar. Björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan héldu í leit í mjög erfiðum veðurskilyrðum.

Landhelgisgæslan leitaði af sér grun með þyrlu og eftirlitsflugvél suður af Þorlákshöfn. Björgunarsveitir leituðu á landi við Meradali, en líklegra þótti að boðið hafði komið þaðan.

Þó að leitinni hafi verið hætt mun virk hlustun á tíðnina þaðan sem neyðarboðið barst, en ekkert hefur heyrst þaðan síðan í morgun.

Ekki liggur fyrir hvaðan neyðarboðið kom. Ekki er útilokað að það hafi borist óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×