Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2024 11:33 Atli Gunnar segir norðanhríðina hafa komið kórmönnum að óvörum. Fátt annað var í stöðunni en að fresta uppseldum tónleikum karlakórsins og reyna aftur í kvöld. Kuldakast sem nú gengur yfir landið mun að öllum líkindum vara langt inn í vikuna. Þrátt fyrir það verður víða hæglætisveður á gamlárskvöld, en aðra sögu var að segja í Skagafirði í gær þar sem fresta þurfti stórtónleikum vegna færðar. Kórmenn sátu fastir um allan fjörð og því reyna menn aftur í kvöld. Umtalsverður kuldi er í kortum Veðurstofunnar næstu daga, og á það við um landið allt. Veðurfræðingur segir kuldakastið líklega munu standa fram yfir áramót. „Það fylgir þessu einhver úrkoma. Það snjóar smávegis á morgun á sunnanverður landinu, það verður væntanlega ekki mikið. Fyrir norðan hefur gengið á með dálitlum éljum,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Gleymi menn ekki úlpunni verður gamlárskvöld fínt Kaldast verði inn til landsins. „Eins og í nótt, við gætum séð niður í 20 stig í innsveitunum. Það er áfram bara kuldi næstu daga.“ Útlit sé fyrir ágætisveður um áramót, þrátt fyrir kuldann. „Það verður ekkert verra veður þetta kvöld heldur en önnur gamlárskvöld. Það lítur bara vel út með veðrið og ef menn eru vel klæddir þá er það ekkert vandamál,“ segir Haraldur. Tugir þurftu liðsinni björgunarfólks Veðursæld var ekki alls staðar fyrir að fara í gær, en björgunarsveitir frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð aðstoðuðu tugi vegfarenda við að komast leiðar sinnar, allt frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðakjálka. Atli Gunnar Arnórsson er formaður karlakórsins Heimis í Skagafirði.Gunnhildur Gísladóttir Í Skagafirði var fyrirhuguðum tónleikum karlakórsins Heimis í menningarhúsinu Miðgarði frestað vegna slæmrar færðar. Uppselt var á tónleikana. „Það skall bara á norðanhríð eins og hendi væri veifað og kom okkur svolítið að óvörum,“ segir Atli Gunnar Arnórsson, formaður karlakórsins. Kórmenn sátu fastir og tónleikunum sjálfhætt Atli Gunnar segir veðurspár hafa verið misvísandi og engar viðvaranir í gildi. Veðrið hafi hratt versnað og fólk setið fast úti um allan Skagafjörð. „Það voru bara tónleikagestir og eins kórmenn sjálfir. Þeir komust ekkert allir á staðinn. Þá var ekkert annað í stöðunni en að láta boð út ganga og fresta þessu. Það er fín spá fyrir kvöldið þannig að við stefnum ótrauðir á þettta núna í kvöld aftur. Og komið fílefldir til leiks í kvöld? „Já, já, já. Það er enginn bilbugur á okkur,“ segir Atli Gunnar. Veður Áramót Skagafjörður Tónlist Færð á vegum Kórar Tengdar fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Björgunarsveitir allt frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð hafa aðstoðað tugi vegfarenda frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðarkjálka við að komast leiðar sinnar í kvöld. 28. desember 2024 21:30 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Umtalsverður kuldi er í kortum Veðurstofunnar næstu daga, og á það við um landið allt. Veðurfræðingur segir kuldakastið líklega munu standa fram yfir áramót. „Það fylgir þessu einhver úrkoma. Það snjóar smávegis á morgun á sunnanverður landinu, það verður væntanlega ekki mikið. Fyrir norðan hefur gengið á með dálitlum éljum,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Gleymi menn ekki úlpunni verður gamlárskvöld fínt Kaldast verði inn til landsins. „Eins og í nótt, við gætum séð niður í 20 stig í innsveitunum. Það er áfram bara kuldi næstu daga.“ Útlit sé fyrir ágætisveður um áramót, þrátt fyrir kuldann. „Það verður ekkert verra veður þetta kvöld heldur en önnur gamlárskvöld. Það lítur bara vel út með veðrið og ef menn eru vel klæddir þá er það ekkert vandamál,“ segir Haraldur. Tugir þurftu liðsinni björgunarfólks Veðursæld var ekki alls staðar fyrir að fara í gær, en björgunarsveitir frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð aðstoðuðu tugi vegfarenda við að komast leiðar sinnar, allt frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðakjálka. Atli Gunnar Arnórsson er formaður karlakórsins Heimis í Skagafirði.Gunnhildur Gísladóttir Í Skagafirði var fyrirhuguðum tónleikum karlakórsins Heimis í menningarhúsinu Miðgarði frestað vegna slæmrar færðar. Uppselt var á tónleikana. „Það skall bara á norðanhríð eins og hendi væri veifað og kom okkur svolítið að óvörum,“ segir Atli Gunnar Arnórsson, formaður karlakórsins. Kórmenn sátu fastir og tónleikunum sjálfhætt Atli Gunnar segir veðurspár hafa verið misvísandi og engar viðvaranir í gildi. Veðrið hafi hratt versnað og fólk setið fast úti um allan Skagafjörð. „Það voru bara tónleikagestir og eins kórmenn sjálfir. Þeir komust ekkert allir á staðinn. Þá var ekkert annað í stöðunni en að láta boð út ganga og fresta þessu. Það er fín spá fyrir kvöldið þannig að við stefnum ótrauðir á þettta núna í kvöld aftur. Og komið fílefldir til leiks í kvöld? „Já, já, já. Það er enginn bilbugur á okkur,“ segir Atli Gunnar.
Veður Áramót Skagafjörður Tónlist Færð á vegum Kórar Tengdar fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Björgunarsveitir allt frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð hafa aðstoðað tugi vegfarenda frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðarkjálka við að komast leiðar sinnar í kvöld. 28. desember 2024 21:30 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Björgunarsveitir allt frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð hafa aðstoðað tugi vegfarenda frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðarkjálka við að komast leiðar sinnar í kvöld. 28. desember 2024 21:30