„Það versta stendur yfir áramótin“ Vésteinn Örn Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 29. desember 2024 19:42 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Vísir Kuldakast herjar á landið og búast má við tveggja stafa frosti næstu daga. Veðurfræðingur spáir mestum kulda yfir áramótin og þykir líklegt að kuldatíðin teygi sig inn í nýja árið. „Þetta er bara heiðarlegur vetrarkuldi, þetta er engan fimbulkulda að sjá,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Reikna megi með sjö til tíu stiga frosti við sjávarsíðuna næstu daga en allt að tuttugu stiga frosti inn til landsins. „Kosturinn við það er að það er hægur vindur, það er enginn blástur með þessu. Þannig að snjórinn helst,“ segir Einar. Útlit sé fyrir að kuldinn vari fram á nýja árið, jafnvel út fyrstu viku janúarmánaðar. „En það versta stendur yfir áramótin, frá gamlársdegi og fram á 2. janúar.“ Frost mælist sem stendur tíu stig í höfuðborginni. „Það er talsvert frost komið inn til landsins, við sjáum það bæði á Suðurlandi og í Borgarfirði. Það er ennþá dálítill strekkingur á Norðausturlandi,“ segir Einar og spáir því að þar mælist kuldinn mestur. „Þetta er eins og við eigum von á, við fengum svona kuldakast fyrir tveimur árum á þessum árstíma og þar var kaldara og meira og verra.“ Hvernig mun viðra til flugelda á gamlárskvöld? „Það verður léttskýjað eiginlega um land allt, nema á Norðausturlandi þar sem gengur á með smá éljum. En þetta snýst voðalega mikið um vindinn. Það verður tíu stiga frost hér í bænum. Mér sýnist á öllu að það verði rétt gola af austri sem ætti að blanda reyknum. Ef ekki er hætt við því að reykurinn svælist niður og það verði hér slæm loftgæði.“ Veður Áramót Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Sjá meira
„Þetta er bara heiðarlegur vetrarkuldi, þetta er engan fimbulkulda að sjá,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Reikna megi með sjö til tíu stiga frosti við sjávarsíðuna næstu daga en allt að tuttugu stiga frosti inn til landsins. „Kosturinn við það er að það er hægur vindur, það er enginn blástur með þessu. Þannig að snjórinn helst,“ segir Einar. Útlit sé fyrir að kuldinn vari fram á nýja árið, jafnvel út fyrstu viku janúarmánaðar. „En það versta stendur yfir áramótin, frá gamlársdegi og fram á 2. janúar.“ Frost mælist sem stendur tíu stig í höfuðborginni. „Það er talsvert frost komið inn til landsins, við sjáum það bæði á Suðurlandi og í Borgarfirði. Það er ennþá dálítill strekkingur á Norðausturlandi,“ segir Einar og spáir því að þar mælist kuldinn mestur. „Þetta er eins og við eigum von á, við fengum svona kuldakast fyrir tveimur árum á þessum árstíma og þar var kaldara og meira og verra.“ Hvernig mun viðra til flugelda á gamlárskvöld? „Það verður léttskýjað eiginlega um land allt, nema á Norðausturlandi þar sem gengur á með smá éljum. En þetta snýst voðalega mikið um vindinn. Það verður tíu stiga frost hér í bænum. Mér sýnist á öllu að það verði rétt gola af austri sem ætti að blanda reyknum. Ef ekki er hætt við því að reykurinn svælist niður og það verði hér slæm loftgæði.“
Veður Áramót Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Sjá meira