Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2024 18:17 Hulda Clara Gestsdóttir og Gunnlaugur Árni Sveinsson sköruðu fram úr í röðum kylfinga á árinu sem er að líða. GSÍ Gunnlaugur Árni Sveinsson og Hulda Clara Gestsdóttir hafa verið útnefnd kylfingar ársins á Íslandi, í fyrsta sinn. Árið endar því heldur betur vel hjá þeim og sérstaklega hinum 19 ára Gunnlaugi sem nú hefur verið valinn í úrvalslið Evrópu fyrir Bonallack Trophy mótið. Gunnlaugur byrjar nýja árið því á því að ferðast til Dúbaí þar sem hann mun keppa á Bonallack Trophy sem einn af tólf fulltrúum Evrópu. Um er að ræða mót í anda Ryder Cup þar sem bestu áhugakylfingar Evrópu mæta bestu áhugakylfingum Asíu og Eyjaálfu, og fer mótið fram dagana 8.-10. janúar. Þess má geta að menn á borð við Justin Rose, Francesco Molinari, Rory McIlroy, Jon Rahm og Shane Lowry hafa keppt á Bonallack Trophy fyrir hönd Evrópu, líkt og Gunnlaugur mun nú gera en hann ræddi um árangur sinn í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Uppgangur Gunnlaugs heldur því áfram en hann er að uppskera eftir frábæra frammistöðu á sínum fyrstu mótum í bandaríska háskólagolfinu, eftir að hafa farið til Louisiana State háskólans í ágúst. Hann sigraði eitt mótanna þar og lenti í 2. sæti á öðru móti, og hefur rokið upp heimslista áhugakylfinga og er þar í 134. sæti. Gunnlaugur og Hulda Clara hafa nú bæði verið útnefnd kylfingar ársins í fyrsta sinn, en þetta er í 27. skipti sem GSÍ heiðrar konu og karl með þessari viðurkenningu. Í rökstuðningi sambandsins fyrir valinu segir: Hulda Clara varð Íslandsmeistari í höggleik í annað sinn á Hólmsvelli í júlí. Hún náði góðum árangri fyrir Denver háskólann í bandaríska háskólagolfinu þar sem hún sigraði í deildarkeppni skólans og hafnaði í 12. sæti í svæðiskeppni NCAA. Hún gegndi lykilhlutverki með íslenska landsliðinu og lenti í 36. sæti á Evrópumóti einstaklinga í Finnlandi í júlí. Hulda Clara hóf árið í 604. sæti á heimslista áhugakylfinga en er í dag í 188. sæti. Hún stefnir á atvinnumennsku á næsta ári þegar hún lýkur námi. Gunnlaugur Árni hóf nám við LSU háskólann í Bandaríkjunum í ágúst. Hann sigraði á sterku háskólamóti í október en sýnt var frá mótinu í beinni sjónvarpsútsendingu á Golf Channel alla keppnisdaganna. Hann hafnaði í 2. sæti í öðru háskólamóti og var á meðal 25 efstu kylfinganna í öllum fimm mótum annarinnar. Hann var valinn á Fred Haskins listann yfir bestu háskólakylfingana í Bandaríkjunum og var hann eini nýliðinn á listanum. Gunnlaugur Árni lék fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í liðakeppni sem tryggði sér þátttökurétt í efstu deild á næsta ári. Jafnframt endaði hann í 9. sæti á opna breska áhugamannamótinu sem er eitt allra sterkasta áhugamannamót í heimi. Undir lok árs var Gunnlaugur Árni valinn að keppa fyrir hönd Evrópu í Bonallack Trophy þar sem 12 bestu áhugakylfingar Evrópu keppa á móti 12 bestu áhugakylfingum Asíu og Eyjaálfu. Gunnlaugur Árni hóf árið í 962. sæti á heimslista áhugakylfinga en er í dag í 118. sæti. Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Gunnlaugur byrjar nýja árið því á því að ferðast til Dúbaí þar sem hann mun keppa á Bonallack Trophy sem einn af tólf fulltrúum Evrópu. Um er að ræða mót í anda Ryder Cup þar sem bestu áhugakylfingar Evrópu mæta bestu áhugakylfingum Asíu og Eyjaálfu, og fer mótið fram dagana 8.-10. janúar. Þess má geta að menn á borð við Justin Rose, Francesco Molinari, Rory McIlroy, Jon Rahm og Shane Lowry hafa keppt á Bonallack Trophy fyrir hönd Evrópu, líkt og Gunnlaugur mun nú gera en hann ræddi um árangur sinn í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Uppgangur Gunnlaugs heldur því áfram en hann er að uppskera eftir frábæra frammistöðu á sínum fyrstu mótum í bandaríska háskólagolfinu, eftir að hafa farið til Louisiana State háskólans í ágúst. Hann sigraði eitt mótanna þar og lenti í 2. sæti á öðru móti, og hefur rokið upp heimslista áhugakylfinga og er þar í 134. sæti. Gunnlaugur og Hulda Clara hafa nú bæði verið útnefnd kylfingar ársins í fyrsta sinn, en þetta er í 27. skipti sem GSÍ heiðrar konu og karl með þessari viðurkenningu. Í rökstuðningi sambandsins fyrir valinu segir: Hulda Clara varð Íslandsmeistari í höggleik í annað sinn á Hólmsvelli í júlí. Hún náði góðum árangri fyrir Denver háskólann í bandaríska háskólagolfinu þar sem hún sigraði í deildarkeppni skólans og hafnaði í 12. sæti í svæðiskeppni NCAA. Hún gegndi lykilhlutverki með íslenska landsliðinu og lenti í 36. sæti á Evrópumóti einstaklinga í Finnlandi í júlí. Hulda Clara hóf árið í 604. sæti á heimslista áhugakylfinga en er í dag í 188. sæti. Hún stefnir á atvinnumennsku á næsta ári þegar hún lýkur námi. Gunnlaugur Árni hóf nám við LSU háskólann í Bandaríkjunum í ágúst. Hann sigraði á sterku háskólamóti í október en sýnt var frá mótinu í beinni sjónvarpsútsendingu á Golf Channel alla keppnisdaganna. Hann hafnaði í 2. sæti í öðru háskólamóti og var á meðal 25 efstu kylfinganna í öllum fimm mótum annarinnar. Hann var valinn á Fred Haskins listann yfir bestu háskólakylfingana í Bandaríkjunum og var hann eini nýliðinn á listanum. Gunnlaugur Árni lék fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í liðakeppni sem tryggði sér þátttökurétt í efstu deild á næsta ári. Jafnframt endaði hann í 9. sæti á opna breska áhugamannamótinu sem er eitt allra sterkasta áhugamannamót í heimi. Undir lok árs var Gunnlaugur Árni valinn að keppa fyrir hönd Evrópu í Bonallack Trophy þar sem 12 bestu áhugakylfingar Evrópu keppa á móti 12 bestu áhugakylfingum Asíu og Eyjaálfu. Gunnlaugur Árni hóf árið í 962. sæti á heimslista áhugakylfinga en er í dag í 118. sæti.
Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira