Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2025 11:56 Kristrún Frostadóttir fór nýjar leiðir og tók upp nýársávarp forsætisráðherra á RÚV þann 30. desember. Fyrir vikið var hún mætt á réttum tíma í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag, breyting sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokks fannst magnað að hún hefði fengið í gegn. vísir/hulda margrét Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vera búin að ákveða sig hvaða „flotti einstaklingur“ verði formaður þingflokksins. Hins vegar eigi eftir að greiða um það atkvæði á þingflokksfundi. „Ég er búin að ákveða mig en það á eftir að kjósa um þetta á þingflokksfundi í Samfylkingunni. Og við höfum þann vana á að við ræðum við okkar þingflokka þegar kemur að svona hlutum. Það er alveg búið að ganga frá þessu. Svo þarf að manna stjórnina. Það verður bara flottur einstaklingur þarna,“ sagði Kristrún í Kryddsíld Stöðvar 2. Andrés Jónsson almannatengill, sem hefur þótt þekkja vel til innan Samfylkingarinnar eftir störf fyrir flokkinn á árum áður meðal annars sem formaður Ungra jafnaðarmanna, sagði í hlaðvarpinu Bakherberginu að hann hefði heimildir fyrir því að Degi B. Eggertssyni hefði verið lofuð staðan gegn því að fallast á annað sæti á lista flokksins í borginni en ekki það fyrsta. Vandræðalegu skilaboðin Í aðdraganda kosninga benti Kristrúnu líklegum kjósanda flokksins í Grafarvogi á að hann gæti strikað Dag út af lista flokksins ef hann hefði eitthvað á móti Degi. Ábendingin var hluti af löngu svari Kristrúnar til viðkomandi í textaskilaboðum sem voru birt í heild sinni. Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri og nýr þingmaður Samfylkingarinnar. Stöð 2/Einar Kristrún sagðist í Samtalinu með Heimi Má í lok október hafa beðið Dag afsökunar á skilaboðunum þar sem Dagur var nefndur aukaleikari og ekki ráðherraefni flokksins. „Ég held að í þessu samhengi sé allt í lagi að viðurkenna það að mér varð á í þessu. Við höfum átt mjög góð samskipti ég og Dagur. Mér finnst skipta rosalega miklu máli að það komi fram að það stóð aldrei til að reyna að láta hann líta illa út með svona skilaboðum," sagði Kristrún í Samtalinu með Heimi Má. Andrés sagðist telja Kristrúnu í nokkrum vandræðum vegna þess fjölda kjósenda Samfylkingarinnar í Reykjavík sem strikuðu yfir nafn Dags í kosningunum, svo margir að Dagur færðist niður um sæti á lista flokksins. Þingflokksformenn eru oftar en ekki valdir úr hópi þingmanna með reynslu af þingstörfum. Af þingmönnum Samfylkingarinnar sem ekki urðu ráðherrar er reynsla á þingi afar lítil. Dagbjört Hákonardóttir líklega sú reynslumesta eftir varaþingmennsku árið 2022 en hún tók svo sæti á þingi árið 2023. Dagur hefur langmesta reynslu af stjórnmálum þó það sé á sveitastjórnarstiginu. Sjálfur nefndi Andrés Guðmund Ara Sigurjónsson sem líklegastan til að hreppa stöðuna. Guðmundur hefur verið í bæjarstjórninni á Seltjarnarnesi en söðlaði um og náði sæti á þingi fyrir flokkinn í Kraganum. Reynsluleysi kostur og galli „Það er alveg rétt. Það er kosturinn og gallinn við endurnýjun. Það koma nýir einstaklingar inn. En það eru fullt af hæfu fólki sem getur gegnt þessari stöðu hjá Samfylkingunni. Þetta er auðvitað eitthvað sem fólk lærir. Það er margt klárt fólk sem getur lært þetta hratt,“ sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Dagbjört Hákonardóttir þingmaður flokksins við setningu Alþingis.Vísir/Vilhelm „Þetta er ekkert risaleyndarmál. Þetta er bara praktískt atriði. Það á eftir að halda þingflokksfund.“ Það hafi bara ekki gefist tími til að ræða málið. Hún stefni á samtöl við þingflokkinn í lok vikunnar og hún virði ferli Samfylkingarinnar um að greiða atkvæði um stöðuna. Óháð öllu fari þau Dagur brosandi saman inn í nýtt ár. „Auðvitað gerum við það, engin spurning. Hann kemur með mikilvæga og dýrmæta reynslu inn. Hefur lagt sig allan fram við að styðja við þetta verkefni. Þetta er líka ný vegferð fyrir hann. Hann kemur með reynslu úr borgarmálunum. Það er öðruvísi að vera á sveitarstjórnarstigi. Fullt af fólki sem kemur þaðan og upplifir ákveðnar nýjungar í þinginu. Ég hlakka bara til að sjá hvað hann gerir og fleira frábært fólk í þinginu.“ Kryddsíldina í heild má sjá að neðan. Samfylkingin Kryddsíld Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
„Ég er búin að ákveða mig en það á eftir að kjósa um þetta á þingflokksfundi í Samfylkingunni. Og við höfum þann vana á að við ræðum við okkar þingflokka þegar kemur að svona hlutum. Það er alveg búið að ganga frá þessu. Svo þarf að manna stjórnina. Það verður bara flottur einstaklingur þarna,“ sagði Kristrún í Kryddsíld Stöðvar 2. Andrés Jónsson almannatengill, sem hefur þótt þekkja vel til innan Samfylkingarinnar eftir störf fyrir flokkinn á árum áður meðal annars sem formaður Ungra jafnaðarmanna, sagði í hlaðvarpinu Bakherberginu að hann hefði heimildir fyrir því að Degi B. Eggertssyni hefði verið lofuð staðan gegn því að fallast á annað sæti á lista flokksins í borginni en ekki það fyrsta. Vandræðalegu skilaboðin Í aðdraganda kosninga benti Kristrúnu líklegum kjósanda flokksins í Grafarvogi á að hann gæti strikað Dag út af lista flokksins ef hann hefði eitthvað á móti Degi. Ábendingin var hluti af löngu svari Kristrúnar til viðkomandi í textaskilaboðum sem voru birt í heild sinni. Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri og nýr þingmaður Samfylkingarinnar. Stöð 2/Einar Kristrún sagðist í Samtalinu með Heimi Má í lok október hafa beðið Dag afsökunar á skilaboðunum þar sem Dagur var nefndur aukaleikari og ekki ráðherraefni flokksins. „Ég held að í þessu samhengi sé allt í lagi að viðurkenna það að mér varð á í þessu. Við höfum átt mjög góð samskipti ég og Dagur. Mér finnst skipta rosalega miklu máli að það komi fram að það stóð aldrei til að reyna að láta hann líta illa út með svona skilaboðum," sagði Kristrún í Samtalinu með Heimi Má. Andrés sagðist telja Kristrúnu í nokkrum vandræðum vegna þess fjölda kjósenda Samfylkingarinnar í Reykjavík sem strikuðu yfir nafn Dags í kosningunum, svo margir að Dagur færðist niður um sæti á lista flokksins. Þingflokksformenn eru oftar en ekki valdir úr hópi þingmanna með reynslu af þingstörfum. Af þingmönnum Samfylkingarinnar sem ekki urðu ráðherrar er reynsla á þingi afar lítil. Dagbjört Hákonardóttir líklega sú reynslumesta eftir varaþingmennsku árið 2022 en hún tók svo sæti á þingi árið 2023. Dagur hefur langmesta reynslu af stjórnmálum þó það sé á sveitastjórnarstiginu. Sjálfur nefndi Andrés Guðmund Ara Sigurjónsson sem líklegastan til að hreppa stöðuna. Guðmundur hefur verið í bæjarstjórninni á Seltjarnarnesi en söðlaði um og náði sæti á þingi fyrir flokkinn í Kraganum. Reynsluleysi kostur og galli „Það er alveg rétt. Það er kosturinn og gallinn við endurnýjun. Það koma nýir einstaklingar inn. En það eru fullt af hæfu fólki sem getur gegnt þessari stöðu hjá Samfylkingunni. Þetta er auðvitað eitthvað sem fólk lærir. Það er margt klárt fólk sem getur lært þetta hratt,“ sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Dagbjört Hákonardóttir þingmaður flokksins við setningu Alþingis.Vísir/Vilhelm „Þetta er ekkert risaleyndarmál. Þetta er bara praktískt atriði. Það á eftir að halda þingflokksfund.“ Það hafi bara ekki gefist tími til að ræða málið. Hún stefni á samtöl við þingflokkinn í lok vikunnar og hún virði ferli Samfylkingarinnar um að greiða atkvæði um stöðuna. Óháð öllu fari þau Dagur brosandi saman inn í nýtt ár. „Auðvitað gerum við það, engin spurning. Hann kemur með mikilvæga og dýrmæta reynslu inn. Hefur lagt sig allan fram við að styðja við þetta verkefni. Þetta er líka ný vegferð fyrir hann. Hann kemur með reynslu úr borgarmálunum. Það er öðruvísi að vera á sveitarstjórnarstigi. Fullt af fólki sem kemur þaðan og upplifir ákveðnar nýjungar í þinginu. Ég hlakka bara til að sjá hvað hann gerir og fleira frábært fólk í þinginu.“ Kryddsíldina í heild má sjá að neðan.
Samfylkingin Kryddsíld Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira