Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. janúar 2025 20:01 Víkingum vantar heimavöll. vísir/Anton Brink Talið er líklegast að heimaleikur Víkings gegn gríska félaginu Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar karla í knattspyrnu fari fram í höfuðborg Danmerkur, Kaupmannahöfn. Eftir frábæra frammistöðu í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar eru Víkingar komnir í umspil um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Þar sem um útsláttarkeppni er að ræða er regluverk Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, strangara en áður. Það þýðir að Víkingar geta ekki leikið heimaleikinn á Kópavogsvelli eins og til þessa í keppninni. Nú hafa Víkingar gefið út tilkynningu þess efnis að líklegast verði að leikið verði í Kaupmannahöfn þar sem Færeyjar koma ekki til greina. „Heimaleikurinn okkar, fer fram fimmtudaginn 13.febrúar og nokkrir staðir eru í skoðun: Osló, Helsinki, Svíþjóð og Kaupmannahöfn. Leikvangur í Kaupmannahöfn er kominn lengst í ferlinu en þó ekkert sé öruggt fyrr en það er 100 prósent öruggt þá er líklegast að við spilum í Köben eins og staðan er núna,“ segir í yfirlýsingu Víkinga. Þá kemur fram að ekki sé öruggt hvort leikurinn fari fram 13. febrúar þar sem stórlið FC Kaupmannahafnar á heimaleik sama dag og ekki sé víst hvort lögreglan þar í borg samþykki tvo leiki af slíkri stærðargráðu á sama tíma. „Knattspyrnudeild Víkings hefur unnið myrkranna á milli við að finna bestu lausnina og við munum tilkynna staðfestan leikstað um leið og við mögulega getum,“ segir að endingu í tilkynningu Víkings. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Sjá meira
Eftir frábæra frammistöðu í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar eru Víkingar komnir í umspil um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Þar sem um útsláttarkeppni er að ræða er regluverk Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, strangara en áður. Það þýðir að Víkingar geta ekki leikið heimaleikinn á Kópavogsvelli eins og til þessa í keppninni. Nú hafa Víkingar gefið út tilkynningu þess efnis að líklegast verði að leikið verði í Kaupmannahöfn þar sem Færeyjar koma ekki til greina. „Heimaleikurinn okkar, fer fram fimmtudaginn 13.febrúar og nokkrir staðir eru í skoðun: Osló, Helsinki, Svíþjóð og Kaupmannahöfn. Leikvangur í Kaupmannahöfn er kominn lengst í ferlinu en þó ekkert sé öruggt fyrr en það er 100 prósent öruggt þá er líklegast að við spilum í Köben eins og staðan er núna,“ segir í yfirlýsingu Víkinga. Þá kemur fram að ekki sé öruggt hvort leikurinn fari fram 13. febrúar þar sem stórlið FC Kaupmannahafnar á heimaleik sama dag og ekki sé víst hvort lögreglan þar í borg samþykki tvo leiki af slíkri stærðargráðu á sama tíma. „Knattspyrnudeild Víkings hefur unnið myrkranna á milli við að finna bestu lausnina og við munum tilkynna staðfestan leikstað um leið og við mögulega getum,“ segir að endingu í tilkynningu Víkings.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Sjá meira