Innlent

Efna­hags­á­form nýrrar stjórnar, gjald­taka í ferða­þjónustu og tekist á um strand­veiðar

Eiður Þór Árnason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Margt verður til umfjöllunar í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og meðal annars snert á áformum nýrrar ríkisstjórnar í efnahagsmálum, gjaldtöku á ferðaþjónustuna og strandveiðum. Hefst þátturinn klukkan 10.

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði mætir til Kristjáns Kristjánssonar og fjallar um efnahagsáform ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og nauðsynlegar forsendur þess að ná efnahagslegum stöðugleika.

Þá koma Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda til að fjalla um strandveiðar.

Fylgjast má með Sprengisandi í mynd á Stöð 2 Vísi á myndlyklum og í spilaranum fyrir neðan.

Eyjólfur Ármannsson er nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og mun ræða um helstu verkefnin fram undan í sínu ráðuneyti. Þá ræðir hann einnig afstöðu sína til annarra mála, þar á meðal Evrópusambandsins og bókunar 35.

Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar fer yfir stöðu greinarinnar og áform um gjaldtöku og fleira sem greinina varðar á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×