Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. janúar 2025 08:00 Trent Alexander-Arnold í baráttunni við Matthijs de Ligt. Liverpool FC/Getty Images Sparkspekingurinn Roy Keane er að venju með munninn fyrir neðan nefið og hann lét Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörð Liverpool, heyra það eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Manchester United. Trent er sagður nálægt því að ganga í raðir Real Madríd á frjálsri sölu. Það hefur mikið verið ritað um framtíð Trent undanfarnar vikur en leikmaðurinn er talinn vera við það að samþykkja samningstilboð Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd. Samningur hans rennur út næsta sumar og því má hann semja við lið utan Englands. Liverpool hefur hins vegar boðið honum nýjan og betri samning en leikmaðurinn virðist ekki viss hvað skal gera. Það sama verður sagt um varnarleik hans í leik helgarinnar gegn Man United. Í fyrri hálfleik var hann alls ekki í línu þegar varnarlína Liverpool lyfti upp og því slapp Rasmus Höjlund í gegn. Sem betur fer fyrir Trent þá er danski framherjinn með sjálfstraustið niðri í kjallaranum og Alisson, markvörður Liverpool, frábær einn á einn. Þegar Trent gleymdi sér á nýjan leik í síðari hálfleik var hann ekki jafn heppinn. Aftur hélt hann ekki línu og Lisandro Martínez kom gestunum yfir. Að loknum leik lét Keane, sem er fyrrum fyrirliði Man Utd, gamminn geisa. "He's going to Tranmere Rovers after this" 💬Roy Keane's honest opinion on Trent Alexander-Arnold's defending. pic.twitter.com/vE02Qmnqik— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 5, 2025 „Varnarlega hefur Trent verið skelfilegur. Við tölum um hversu frábær hann er en varnarleikurinn hans er eins og eitthvað hjá grunnskólakrakka. Hann er orðaður við Real Madríd en ætti að vera orðaður við Tranmere Rovers miðað við spilamennskuna,“ sagði Keane um enska landsliðsmanninn eftir stórleik helgarinnar. Tranmere Rovers er í 20. sæti ensku D-deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Það hefur mikið verið ritað um framtíð Trent undanfarnar vikur en leikmaðurinn er talinn vera við það að samþykkja samningstilboð Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd. Samningur hans rennur út næsta sumar og því má hann semja við lið utan Englands. Liverpool hefur hins vegar boðið honum nýjan og betri samning en leikmaðurinn virðist ekki viss hvað skal gera. Það sama verður sagt um varnarleik hans í leik helgarinnar gegn Man United. Í fyrri hálfleik var hann alls ekki í línu þegar varnarlína Liverpool lyfti upp og því slapp Rasmus Höjlund í gegn. Sem betur fer fyrir Trent þá er danski framherjinn með sjálfstraustið niðri í kjallaranum og Alisson, markvörður Liverpool, frábær einn á einn. Þegar Trent gleymdi sér á nýjan leik í síðari hálfleik var hann ekki jafn heppinn. Aftur hélt hann ekki línu og Lisandro Martínez kom gestunum yfir. Að loknum leik lét Keane, sem er fyrrum fyrirliði Man Utd, gamminn geisa. "He's going to Tranmere Rovers after this" 💬Roy Keane's honest opinion on Trent Alexander-Arnold's defending. pic.twitter.com/vE02Qmnqik— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 5, 2025 „Varnarlega hefur Trent verið skelfilegur. Við tölum um hversu frábær hann er en varnarleikurinn hans er eins og eitthvað hjá grunnskólakrakka. Hann er orðaður við Real Madríd en ætti að vera orðaður við Tranmere Rovers miðað við spilamennskuna,“ sagði Keane um enska landsliðsmanninn eftir stórleik helgarinnar. Tranmere Rovers er í 20. sæti ensku D-deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira