Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 5. janúar 2025 20:58 Matheus hefur strengt sér þau áramótaheit að verða betri eiginmaður og vonandi finna sér nýja og betri vinnu. Árið fer vel af stað að hans mati. Vísir/Stöð 2 Á ári hverju strengir drjúgur hluti landsmanna áramótaheit. En hver eru vinsælustu áramótaheitin í ár og hvernig gengur fólki að standa við þau? Áramótaheit eru oft með svipuðum hætti: „ég ætla að borða hollari mat, ég ætla að mæta oftar í ræktina, ég ætla að eyða minni pening...“ Stundum gengur fólki vel og það nær markmiðum sínum en fólk gefst líka oft upp, gjarnan í kringum 5. janúar eða svo. Fréttastofa ræddi við gangandi vegfarendur um áramótaheit þeirra og hvernig gengi að halda heitin. „Verða betri í golfi, til dæmis,“ segir Svava um áramótaheit sitt. Svava ætlar að borða minna nammi og verða betri golfari.Vísir/Stöð 2 Hvernig hefur það gengið? „Ég er búin að panta kennslu. Ég fékk það líka í jólagjöf,“ segir hún og bætir síðan við: „Svo er það líka að minnka nammið. Ég er að fara að kaupa súkkulaði... nei.“ Josep nokkur var ekki með jafnáþreifanleg markmið og Svava, sagðist lítið hafa pælt í áramótaheitum. Eftir stutta umhugsun sagði hann: „Gera allt betra.“ Markmiðið að halda striki Tveir ungir menn sem fréttamaður rakst á voru markvissari. „Bara að græða meiri pening,“ sagði Anthony um sín heit. Ertu með einhver markmið hvernig þú ætlar að gera það? „Spara meira, eyða minni pening í áfengi og djamm og allt það dæmi,“ sagði hann þá. „Halda strikinu sínu, halda áfram í ræktinni og þannig. Maður er búinn að standa sig fínt eins og er. Bara halda því áfram,“ sagði Addi. Fyrir Adda er nóg að halda sínu striki og það hefur gengið nokkuð vel.Vísir/Stöð 2 Önnur vill borða hollara, hinn vill verða betri maður Sólveig Bríet og Matheus voru með ólík áramótaheit. „Borða hollara og vera dugleg í skólanum. En ég er aldrei með neitt sérstakt, sko,“ sagði Sólveig. „Að verða betri eiginmaður og skipta kannski um vinnu ef ég get. Fyrir betri vinnu,“ sagði Matheus hins vegar. Hefurðu náð árangri á fyrstu dögunum? „Já, vonandi. En þú ættir að spyrja konuna mína. Hún er ekki með mér núna. Kannski er hún annarrar skoðunar. Kannski er ég of bjartsýnn,“ sagði hann hlæjandi að lokum. Áramót Ástin og lífið Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir „Ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Sjá meira
Áramótaheit eru oft með svipuðum hætti: „ég ætla að borða hollari mat, ég ætla að mæta oftar í ræktina, ég ætla að eyða minni pening...“ Stundum gengur fólki vel og það nær markmiðum sínum en fólk gefst líka oft upp, gjarnan í kringum 5. janúar eða svo. Fréttastofa ræddi við gangandi vegfarendur um áramótaheit þeirra og hvernig gengi að halda heitin. „Verða betri í golfi, til dæmis,“ segir Svava um áramótaheit sitt. Svava ætlar að borða minna nammi og verða betri golfari.Vísir/Stöð 2 Hvernig hefur það gengið? „Ég er búin að panta kennslu. Ég fékk það líka í jólagjöf,“ segir hún og bætir síðan við: „Svo er það líka að minnka nammið. Ég er að fara að kaupa súkkulaði... nei.“ Josep nokkur var ekki með jafnáþreifanleg markmið og Svava, sagðist lítið hafa pælt í áramótaheitum. Eftir stutta umhugsun sagði hann: „Gera allt betra.“ Markmiðið að halda striki Tveir ungir menn sem fréttamaður rakst á voru markvissari. „Bara að græða meiri pening,“ sagði Anthony um sín heit. Ertu með einhver markmið hvernig þú ætlar að gera það? „Spara meira, eyða minni pening í áfengi og djamm og allt það dæmi,“ sagði hann þá. „Halda strikinu sínu, halda áfram í ræktinni og þannig. Maður er búinn að standa sig fínt eins og er. Bara halda því áfram,“ sagði Addi. Fyrir Adda er nóg að halda sínu striki og það hefur gengið nokkuð vel.Vísir/Stöð 2 Önnur vill borða hollara, hinn vill verða betri maður Sólveig Bríet og Matheus voru með ólík áramótaheit. „Borða hollara og vera dugleg í skólanum. En ég er aldrei með neitt sérstakt, sko,“ sagði Sólveig. „Að verða betri eiginmaður og skipta kannski um vinnu ef ég get. Fyrir betri vinnu,“ sagði Matheus hins vegar. Hefurðu náð árangri á fyrstu dögunum? „Já, vonandi. En þú ættir að spyrja konuna mína. Hún er ekki með mér núna. Kannski er hún annarrar skoðunar. Kannski er ég of bjartsýnn,“ sagði hann hlæjandi að lokum.
Áramót Ástin og lífið Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir „Ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Sjá meira