Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. janúar 2025 16:00 Allir nema dómstjóri og dómritari tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað. VÍSIR/JÓHANNK Maðurinn sem ákærður er fyrir að bana hjónum í Neskaupstað neitaði sök. Málið var þingfest í dag í Héraðsdómi Austurlands. Maðurinn, sem er Norðfirðingur á fimmtugsaldri, er ákærður fyrir að hafa banað eldri hjónum í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Við þingsetningu málsins neitaði hann sök. Austurfrétt greinir frá þingsetningunni. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi slegið hjónin endurtekið með hamri, þar á meðal í höfuðið. Hjónin hafi hlotið alvarlega áverka, meðal annars ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila. Hjónin létust bæði vegna höfuðáverkanna. Aðeins dómstjóri og dómritari voru á staðnum en sækjandi, lögmaður barna hjónanna, sá ákærði og verjandi hans tóku öll þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Maðurinn var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra en hann hafði keyrt bíl hjónanna frá Neskaupstað til Reykjavíkur. Hann fannst með storknað blóð á fatnaði sínum og ýmsar eigur hjónanna, svo sem bankakort. Samkvæmt heimildum fréttastofu þekkti maðurinn hjónin vel. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að dómkvaddur matsmaður sagði manninn þjást af alvarlegu geðrofi og væri hættulegur öðrum. Ástandið hefði verið langvarandi frá árinu 2015. Samkvæmt fréttastofu RÚV verður þinghald næst þann 16. janúar. Aðalmeðferðin málsins gæti þá verið eftir nokkrar vikur. Maðurinn var einnig ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa verið með fimmtán sentimetra langan hníf meðferðis þann 12. maí 2024. Hann játaði sök en samkvæmt Austurfrétt fór fram á að honum yrði ekki refsað fyrir brotið. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Lögreglumál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Maðurinn, sem er Norðfirðingur á fimmtugsaldri, er ákærður fyrir að hafa banað eldri hjónum í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Við þingsetningu málsins neitaði hann sök. Austurfrétt greinir frá þingsetningunni. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi slegið hjónin endurtekið með hamri, þar á meðal í höfuðið. Hjónin hafi hlotið alvarlega áverka, meðal annars ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila. Hjónin létust bæði vegna höfuðáverkanna. Aðeins dómstjóri og dómritari voru á staðnum en sækjandi, lögmaður barna hjónanna, sá ákærði og verjandi hans tóku öll þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Maðurinn var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra en hann hafði keyrt bíl hjónanna frá Neskaupstað til Reykjavíkur. Hann fannst með storknað blóð á fatnaði sínum og ýmsar eigur hjónanna, svo sem bankakort. Samkvæmt heimildum fréttastofu þekkti maðurinn hjónin vel. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að dómkvaddur matsmaður sagði manninn þjást af alvarlegu geðrofi og væri hættulegur öðrum. Ástandið hefði verið langvarandi frá árinu 2015. Samkvæmt fréttastofu RÚV verður þinghald næst þann 16. janúar. Aðalmeðferðin málsins gæti þá verið eftir nokkrar vikur. Maðurinn var einnig ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa verið með fimmtán sentimetra langan hníf meðferðis þann 12. maí 2024. Hann játaði sök en samkvæmt Austurfrétt fór fram á að honum yrði ekki refsað fyrir brotið.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Lögreglumál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent