Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2025 08:31 Ákvörðun ráðherra nú gerir íslenskum stjórnvöldum kleift að nota losunarheimildir stóriðju eins og álveranna til þess að standast skuldbindingar sínar um samdrátt í losun frá vegasamgöngum og annarri samfélagslosun. Vísir/Vilhelm Loftslagsráðherra hefur ákveðið að halda áfram að nýta heimild sem Ísland hefur til þess að nota losunarheimildir stóriðjunnar til þess að mæta skuldbindingum ríkisins gagnvart Parísarsamkomulaginu. Ekki er útlit fyrir að nýta þurfi heimildirnar fyrir fyrra tímabil samningsins. Ísland er í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið sín gagnvart Parísarsamkomulaginu. Sveigjanleikaákvæði í evrópskri reglugerð um samfélagslosun gefur Íslandi heimild til þess að nota losunarheimildir úr svonefndu ETS-kerfi stóriðjunnar og fluggeirans til þess að gera upp skuldbindingar sínar um samdrátt í samfélagslosun. Ákveða þarf á nokkurra ára fresti hvort að ríki vilji taka árlega frá frá losunarheimildir úr ETS-kerfinu til þess að nýta fyrir tiltekin tímabil. Samfélagslosun er losun frá vegasamgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, efnaiðnaði og úrgangi. Áður var talað um losun á beina ábyrgð Íslands. Frestur til þess að taka frá ETS-heimildir fyrir seinna tímabil Parísarsamkomulagsins 2026-2030 rann út nú um áramótin. Ákvað Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að nýta sveigjanleikann, að því er kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Hægt er að taka frá ETS-losunarheimildir sem nemur að hámarki fjórum prósentum af samfélagslosun lands árið 2005. Alls eru 620 þúsund tonn koltvísýringsígilda sem Ísland getur ráðstafað. Jóhann Páll er sagður hafa byggt ákvörðun sína á tillögu stýrihóps sem hefur það hlutverk að veita honum ráð um nýtingu sveigjanleikaákvæða og möguleg kaup eða sölu á heimildum fyrir hvert á skuldbindingartímabils Parísarsamkomulagsins. Ekki útlit fyrir að nýta þurfi heimildirnar á yfirstandandi tímabili Seinna tímabil Parísarsamkomulagsins verður gert upp. Ákvörðun ráðherra nú gerir íslenska ríkinu þannig kleift að nýta losunarheimildir stóriðjunnar til þess að gera upp skuldbindingar sínar um samfélagslosun fyrir árin 2026 til 2030. Ákvörðunin nú er bindandi fyrir árin 2026 og 2027. Eftir tvö ár geta íslensk stjórnvöld endurskoðað ákvörðun sína fyrir árin 2028 til 2030. Íslensk stjórnvöld ákváðu árið 2019 að nýta ETS-sveigjanleikann fyrir fyrra Parísartímabili 2021 til 2025. Uppgjör þess tímabils fer fram árið 2027. Eins og sakir standa er ekki útlit fyrir að til þess komi að Ísland þurfi að nýta ETS-heimildirnar sem voru teknar frá fyrir tímabili 2021-2025. Þrátt fyrir að samfélagslosun ársins 2023 hafi líklega farið umfram úthlutanir Íslands var nægur afgangur af úthlutununum árin 2021 og 2022 til þess að mæta framúrkeyslunni. Hægt verður að nota ónýttar heimildir frá fyrra tímabilinu á því seinna. Umhverfissinnar hafa gagnrýnt vilja íslenskra stjórnvalda til þess að nýta sveigjanleikann undanfarin ár. Hafa þeir meðal annars haldið því fram að hann skapaði hættu á því að ríkið drægi úr metnaði sínum í að draga úr losun. Íslensk stjórnvöld þurftu að kaupa losunarheimildir fyrir milljónir tonna koltvísýringsígilda af Slóvakíu til þess að Ísland stæðist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni, forvera Parísarsamkomulagsins, árið 2023. Kostnaðurinn við kaupin nam 350 milljónum króna en Ísland fór um 3,4 milljónir tonna fram yfir heimildir sínar á öðru tímabili bókunarinnar. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna. 15. ágúst 2023 08:23 Ríkið geti mætt losunarskuldbindingum með því að nýta heimildir vegna stóriðju Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var bætt inn í fjárlagafrumvarpið fyrir þriðju og síðustu umræðu þess. Ungir umhverfissinnar segja heimildina skapa hættu á að ríkið dragi úr metnaði loftslagsaðgerða sinna. 15. desember 2022 18:35 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Ísland er í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið sín gagnvart Parísarsamkomulaginu. Sveigjanleikaákvæði í evrópskri reglugerð um samfélagslosun gefur Íslandi heimild til þess að nota losunarheimildir úr svonefndu ETS-kerfi stóriðjunnar og fluggeirans til þess að gera upp skuldbindingar sínar um samdrátt í samfélagslosun. Ákveða þarf á nokkurra ára fresti hvort að ríki vilji taka árlega frá frá losunarheimildir úr ETS-kerfinu til þess að nýta fyrir tiltekin tímabil. Samfélagslosun er losun frá vegasamgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, efnaiðnaði og úrgangi. Áður var talað um losun á beina ábyrgð Íslands. Frestur til þess að taka frá ETS-heimildir fyrir seinna tímabil Parísarsamkomulagsins 2026-2030 rann út nú um áramótin. Ákvað Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að nýta sveigjanleikann, að því er kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Hægt er að taka frá ETS-losunarheimildir sem nemur að hámarki fjórum prósentum af samfélagslosun lands árið 2005. Alls eru 620 þúsund tonn koltvísýringsígilda sem Ísland getur ráðstafað. Jóhann Páll er sagður hafa byggt ákvörðun sína á tillögu stýrihóps sem hefur það hlutverk að veita honum ráð um nýtingu sveigjanleikaákvæða og möguleg kaup eða sölu á heimildum fyrir hvert á skuldbindingartímabils Parísarsamkomulagsins. Ekki útlit fyrir að nýta þurfi heimildirnar á yfirstandandi tímabili Seinna tímabil Parísarsamkomulagsins verður gert upp. Ákvörðun ráðherra nú gerir íslenska ríkinu þannig kleift að nýta losunarheimildir stóriðjunnar til þess að gera upp skuldbindingar sínar um samfélagslosun fyrir árin 2026 til 2030. Ákvörðunin nú er bindandi fyrir árin 2026 og 2027. Eftir tvö ár geta íslensk stjórnvöld endurskoðað ákvörðun sína fyrir árin 2028 til 2030. Íslensk stjórnvöld ákváðu árið 2019 að nýta ETS-sveigjanleikann fyrir fyrra Parísartímabili 2021 til 2025. Uppgjör þess tímabils fer fram árið 2027. Eins og sakir standa er ekki útlit fyrir að til þess komi að Ísland þurfi að nýta ETS-heimildirnar sem voru teknar frá fyrir tímabili 2021-2025. Þrátt fyrir að samfélagslosun ársins 2023 hafi líklega farið umfram úthlutanir Íslands var nægur afgangur af úthlutununum árin 2021 og 2022 til þess að mæta framúrkeyslunni. Hægt verður að nota ónýttar heimildir frá fyrra tímabilinu á því seinna. Umhverfissinnar hafa gagnrýnt vilja íslenskra stjórnvalda til þess að nýta sveigjanleikann undanfarin ár. Hafa þeir meðal annars haldið því fram að hann skapaði hættu á því að ríkið drægi úr metnaði sínum í að draga úr losun. Íslensk stjórnvöld þurftu að kaupa losunarheimildir fyrir milljónir tonna koltvísýringsígilda af Slóvakíu til þess að Ísland stæðist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni, forvera Parísarsamkomulagsins, árið 2023. Kostnaðurinn við kaupin nam 350 milljónum króna en Ísland fór um 3,4 milljónir tonna fram yfir heimildir sínar á öðru tímabili bókunarinnar.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna. 15. ágúst 2023 08:23 Ríkið geti mætt losunarskuldbindingum með því að nýta heimildir vegna stóriðju Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var bætt inn í fjárlagafrumvarpið fyrir þriðju og síðustu umræðu þess. Ungir umhverfissinnar segja heimildina skapa hættu á að ríkið dragi úr metnaði loftslagsaðgerða sinna. 15. desember 2022 18:35 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna. 15. ágúst 2023 08:23
Ríkið geti mætt losunarskuldbindingum með því að nýta heimildir vegna stóriðju Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var bætt inn í fjárlagafrumvarpið fyrir þriðju og síðustu umræðu þess. Ungir umhverfissinnar segja heimildina skapa hættu á að ríkið dragi úr metnaði loftslagsaðgerða sinna. 15. desember 2022 18:35