Enski boltinn

Van Dijk: Átti aug­ljós­lega að vera hans annað gula spjald

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk var ekki sáttur með að leikmaður Tottenham slapp við sitt annað gula spjald.
Virgil van Dijk var ekki sáttur með að leikmaður Tottenham slapp við sitt annað gula spjald. Getty/Sebastian Frej/

Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, var mjög ósáttur með að Svíinn Lucas Bergvall hafi sloppið við rauða spjaldið í 1-0 sigri Tottenham á Liverpool í enska deildabikarnum í kvöld.

Bergvall fékk ekki gult spjald þrátt fyrir tæklingu á Konstantinos Tsimikas og skoraði síðan sigurmarkið stuttu síðar.

„Þetta átti augljóslega að vera hans annað gula spjald. Það var á alveg á hreinu og svo mínútu síðar skoraði hann sigurmarkið. Svona er þetta bara. Dómarinn gerði mistök að mínu mati og ég sagði honum það. Hann heldur kannski annað. Þetta var nokkuð augljóst og allir á hliðarlínunni vissu það,“ sagði Virgil van Dijk.

Lucas Bergvall skorar hér sigurmark Tottenham í leiknum í kvöld.Getty/ Julian Finney

„Það er línuvörður þarna og fjórði dómari líka. Það eru líka myndbandsdómarar og samt fær hann ekki sitt annað gula spjald. Ég er ekki að segja að þetta sá ástæðan fyrir því að við töpuðum leiknum en þetta var stórt augnablik í leiknum,“ sagði Van Dijk.

„Við spiluðum á móti mjög áköfu liði með góða sóknarmenn sem héldu áfram að hlaupa og gera okkur lífið leitt. Við bjuggum til færi, ekki nein dauðafæri að mínu mati, en nógu góð færi sem áttu að skila okkur marki,“ sagði Van Dijk.

„Við áttum að gera betur á tímapunktum í leiknum. Það er hluti af fótboltanum. Við spiluðum vel á stundum en þeir vörðust miklu betur en þegar við mættum þeim fyrir nokkrum vikum síðan. Núna er bara hálfleikur og ég hlakka til að fá þá í heimsókn í seinni leiknum,“ sagði Van Dijk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×