Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. janúar 2025 13:41 Per-Mathias Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ. Formaður sambandsins vill ekki greina frá því hver erlendi aðilinn er sem fór í starfsviðtal vegna landsliðsþjálfarastarfs karla. Getty/Hiroki Watanabe Norðmaðurinn Per Matthias Högmo var ekki boðaður til viðtals hjá KSÍ vegna landsliðsþjálfarastarfs karla í fótbolta. Hann hefur verið orðaður við starfið en er að taka við Molde í heimalandinu. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, hafði greint frá því að einn erlendur aðili hafi verið boðaður í starfsviðtal hjá sambandinu vegna landsliðsþjálfarastarfsins auk þeirra Freys Alexanderssonar og Arnars Gunnlaugssonar. Þorvaldur Örlygsson var gripinn eftir fund KSÍ með Arnari á Hilton í dag. Hann staðfesti að Högmo hefði ekki verið boðaður í viðtal til KSÍ.Vísir/Sigurjón Högmo var nafnið sem var nefnt hvað mest til sögunnar og var orðaður við starfið í norskum fjölmiðlum. Hann var hins vegar ekki boðaður í viðtal. „Ég ætla ekki að gefa upp hver það var sem var til viðtals. En nei, það var ekki hann. En ég ætla svo sem ekki að gefa upp hver það var,“ sagði Þorvaldur í samtali við Stöð 2 eftir fund hans með Arnari Gunnlaugssyni á Hilton í morgun. Svíinn Janne Andersson hefur verið nefndur til sögunnar sem erlendi aðilinn sem á við en líkt og fram kemur að ofan vildi Þorvaldur ekki staðfesta hver erlendi aðilinn væri. Víst er þó að sá aðili er ekki Högmo. Freyr Alexandersson fer á fund með forráðamönnum Brann í Noregi í dag en fundaði með KSÍ í gær. Talið er að Freyr sé ofarlega á lista Brann en frekari tíðinda er að vænta eftir viðtal dagsins. Freyr hafði áður fengið fundarboð frá Molde en líkt og segir að ofan mun Högmo taka við þjálfarastarfinu á þeim bænum. Nánar verður rætt við Þorvald í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var gripinn í viðtal strax eftir fund með stjórn KSÍ á Hilton Nordica í Reykjavík í dag. Hann segir stjórn KSÍ nú standa frammi fyrir mikilvægustu ráðningu í íslenskum fótbolta í langan tíma. 9. janúar 2025 12:05 Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Tveir af þremur þjálfurum sem helst hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta gætu orðið keppinautar í Noregi á komandi tímabili. 9. janúar 2025 10:36 Arnar fundar með KSÍ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, virðist færast sífellt nær því að verða kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta. 9. janúar 2025 10:58 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, hafði greint frá því að einn erlendur aðili hafi verið boðaður í starfsviðtal hjá sambandinu vegna landsliðsþjálfarastarfsins auk þeirra Freys Alexanderssonar og Arnars Gunnlaugssonar. Þorvaldur Örlygsson var gripinn eftir fund KSÍ með Arnari á Hilton í dag. Hann staðfesti að Högmo hefði ekki verið boðaður í viðtal til KSÍ.Vísir/Sigurjón Högmo var nafnið sem var nefnt hvað mest til sögunnar og var orðaður við starfið í norskum fjölmiðlum. Hann var hins vegar ekki boðaður í viðtal. „Ég ætla ekki að gefa upp hver það var sem var til viðtals. En nei, það var ekki hann. En ég ætla svo sem ekki að gefa upp hver það var,“ sagði Þorvaldur í samtali við Stöð 2 eftir fund hans með Arnari Gunnlaugssyni á Hilton í morgun. Svíinn Janne Andersson hefur verið nefndur til sögunnar sem erlendi aðilinn sem á við en líkt og fram kemur að ofan vildi Þorvaldur ekki staðfesta hver erlendi aðilinn væri. Víst er þó að sá aðili er ekki Högmo. Freyr Alexandersson fer á fund með forráðamönnum Brann í Noregi í dag en fundaði með KSÍ í gær. Talið er að Freyr sé ofarlega á lista Brann en frekari tíðinda er að vænta eftir viðtal dagsins. Freyr hafði áður fengið fundarboð frá Molde en líkt og segir að ofan mun Högmo taka við þjálfarastarfinu á þeim bænum. Nánar verður rætt við Þorvald í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var gripinn í viðtal strax eftir fund með stjórn KSÍ á Hilton Nordica í Reykjavík í dag. Hann segir stjórn KSÍ nú standa frammi fyrir mikilvægustu ráðningu í íslenskum fótbolta í langan tíma. 9. janúar 2025 12:05 Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Tveir af þremur þjálfurum sem helst hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta gætu orðið keppinautar í Noregi á komandi tímabili. 9. janúar 2025 10:36 Arnar fundar með KSÍ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, virðist færast sífellt nær því að verða kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta. 9. janúar 2025 10:58 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
„Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var gripinn í viðtal strax eftir fund með stjórn KSÍ á Hilton Nordica í Reykjavík í dag. Hann segir stjórn KSÍ nú standa frammi fyrir mikilvægustu ráðningu í íslenskum fótbolta í langan tíma. 9. janúar 2025 12:05
Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Tveir af þremur þjálfurum sem helst hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta gætu orðið keppinautar í Noregi á komandi tímabili. 9. janúar 2025 10:36
Arnar fundar með KSÍ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, virðist færast sífellt nær því að verða kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta. 9. janúar 2025 10:58