Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Valur Páll Eiríksson skrifar 9. janúar 2025 19:01 Þorvaldur Örlygsson var gripinn eftir fund KSÍ með Arnari á Hilton í dag. Hann staðfesti að öll þrjú starfsviðtölin væru afstaðin. Næst á dagskrá er að taka ákvörðun milli aðilanna þriggja. Vísir/Sigurjón Starfsviðtöl mögulegra landsliðsþjálfara karla í fótbolta eru afstaðin og það eina sem stendur eftir er að ákveða hvern aðilanna þriggja sem koma til greina á að ráða. Þetta segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi. Þorvaldur fundaði með Arnari Gunnlaugssyni á Hilton-hóteli í morgun, líkt og greint hefur verið frá, og átti samskonar fund með Frey Alexanderssyni í gær. Ónefndur, erlendur þriðji aðili hefur einnig átt starfsviðtal við forráðamenn sambandsins. Þorvaldur var gripinn á Hilton-hóteli eftir fundinn með Arnari. Arnar lauk fundi sínum með sambandinu um klukkan 11:20 en um klukkustund síðar náðist í Þorvald er hann steig út úr fundarherbergi sambandsins á staðnum. „Við áttum spjall við Arnar, ásamt Helgu [Helgadóttur] og Inga [Sigurðssyni], varaformönnum okkar. Við vorum að ræða málin við Arnar og áttum fundi í gær með Frey. Þetta gengur vel, við erum að skoða málin. Við áttum góða fundi með þeim og fengum mjög fróðlega upplýsingar,“ segir Þorvaldur sem staðfestir að þar með sé búið að eiga fund, eiginlegt starfsviðtal, með öllum þremur kandídötunum sem koma til greina. „Það eru þrír fundir búnir, einn aðilinn er erlendis. Þetta voru mjög góðir fundir.“ Þannig að nú tekur bara við að taka ákvörðun milli þessara þriggja aðila, eða hvað? „Já, í rauninni. Við erum mjög heppin að fá þrjá mjög hæfa aðila, alla sem við treystum mjög vel til að taka við. Nú munum við skoða kosti og galla og hvernig staðan er hjá viðkomandi aðilum næstu daga. Í dag munum við skoða málin vel og aftur í fyrramálið. Svo getum við vonandi í næstu viku farið að horfa fram veginn,“ segir Þorvaldur. Klippa: Vonast til að ráða í næstu viku Freyr Alexandersson átti fund með Brann í Noregi í dag og er sagður ofarlega á lista hjá forráðamönnum þess félags. Að hann fái jafnvel starfstilboð strax í dag. Hefur það áhrif á stöðu KSÍ? „Þetta eru allt einstaklingar sem hafa möguleika á öðru starfi eða möguleika annarsstaðar. Þetta eru hæfileikaríkir menn. Sem betur fer, og gott fyrir þá að eiga aðra möguleika líka og það getur líka breyst á næstu dögum,“ segir Þorvaldur. Åge Hareide sagði upp störfum í lok nóvember í fyrra og þjálfaraleitin því staðið yfir um hríð, þar sem hátíðirnar settu ákveðið strik í reikninginn. Þorvaldur er spenntur fyrir því að klára dæmið og kynna nýjan þjálfara. „Ég held það séu allir að horfa fram veginn. Jólavertíðin er núna búin sem hægði kannski svolítið á öllu. Við höfum gefið okkur góðan tíma og fengið góðan tíma en nú fer að koma að þessu. Ekki veitir af, það er stutt í næsta leik,“ segir Þorvaldur. Umræddur næsti leikur og fyrsta verkefni nýs þjálfara verða leikir við Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Leikið verður heima og að heiman. Þó fer heimaleikur Íslands fram í Murcia á Spáni vegna framkvæmda á Laugardalsvelli. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Sjá meira
Þorvaldur fundaði með Arnari Gunnlaugssyni á Hilton-hóteli í morgun, líkt og greint hefur verið frá, og átti samskonar fund með Frey Alexanderssyni í gær. Ónefndur, erlendur þriðji aðili hefur einnig átt starfsviðtal við forráðamenn sambandsins. Þorvaldur var gripinn á Hilton-hóteli eftir fundinn með Arnari. Arnar lauk fundi sínum með sambandinu um klukkan 11:20 en um klukkustund síðar náðist í Þorvald er hann steig út úr fundarherbergi sambandsins á staðnum. „Við áttum spjall við Arnar, ásamt Helgu [Helgadóttur] og Inga [Sigurðssyni], varaformönnum okkar. Við vorum að ræða málin við Arnar og áttum fundi í gær með Frey. Þetta gengur vel, við erum að skoða málin. Við áttum góða fundi með þeim og fengum mjög fróðlega upplýsingar,“ segir Þorvaldur sem staðfestir að þar með sé búið að eiga fund, eiginlegt starfsviðtal, með öllum þremur kandídötunum sem koma til greina. „Það eru þrír fundir búnir, einn aðilinn er erlendis. Þetta voru mjög góðir fundir.“ Þannig að nú tekur bara við að taka ákvörðun milli þessara þriggja aðila, eða hvað? „Já, í rauninni. Við erum mjög heppin að fá þrjá mjög hæfa aðila, alla sem við treystum mjög vel til að taka við. Nú munum við skoða kosti og galla og hvernig staðan er hjá viðkomandi aðilum næstu daga. Í dag munum við skoða málin vel og aftur í fyrramálið. Svo getum við vonandi í næstu viku farið að horfa fram veginn,“ segir Þorvaldur. Klippa: Vonast til að ráða í næstu viku Freyr Alexandersson átti fund með Brann í Noregi í dag og er sagður ofarlega á lista hjá forráðamönnum þess félags. Að hann fái jafnvel starfstilboð strax í dag. Hefur það áhrif á stöðu KSÍ? „Þetta eru allt einstaklingar sem hafa möguleika á öðru starfi eða möguleika annarsstaðar. Þetta eru hæfileikaríkir menn. Sem betur fer, og gott fyrir þá að eiga aðra möguleika líka og það getur líka breyst á næstu dögum,“ segir Þorvaldur. Åge Hareide sagði upp störfum í lok nóvember í fyrra og þjálfaraleitin því staðið yfir um hríð, þar sem hátíðirnar settu ákveðið strik í reikninginn. Þorvaldur er spenntur fyrir því að klára dæmið og kynna nýjan þjálfara. „Ég held það séu allir að horfa fram veginn. Jólavertíðin er núna búin sem hægði kannski svolítið á öllu. Við höfum gefið okkur góðan tíma og fengið góðan tíma en nú fer að koma að þessu. Ekki veitir af, það er stutt í næsta leik,“ segir Þorvaldur. Umræddur næsti leikur og fyrsta verkefni nýs þjálfara verða leikir við Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Leikið verður heima og að heiman. Þó fer heimaleikur Íslands fram í Murcia á Spáni vegna framkvæmda á Laugardalsvelli. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Sjá meira