Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. janúar 2025 20:00 Sóley Bára er Einhleypan á Vísi. „Ég upplifði drauminn þegar ég fékk að dansa á Þjóðhátíð með Patrik Atlasyni og draumurinn var toppaður þegar ég dansaði á fimm tónleikum með Iceguys í Laugardalshöll núna í desember,“ segir Sóley Bára Þórunnardóttir viðtali við Makamál. Sóley er tvítug Reykvíkurmær sem lýsir sjálfri sér sem mikilli stemningskonu sem elskar að dansa og koma fram á sviði og fyrir framan myndavélina. Hún starfar sem danskennari hjá Dans stúdíó World Class og við aðhlynningu á Hrafnistu og stefnir á nám í sálfræði í haust. Hér að neðan svarar Sóley spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Hver er Sóley? Ég er einlæg, vinur vina minna og oft sálfræðingur fyrir mína nánustu. Ég er réttsýn, rökföst, traust og mjög ófeimin og dýrka að vera í kringum fólk og kynnast nýju fólki. Aldur? 19 ára en verð tvítug þann 12. febrúar næstkomandi. Starf? Ég starfa sem danskennari hjá Dansstúdíó World Class, sinni aðhlynningu hjá Hrafnistu í Laugarási og hef tekið að mér mörg dansverkefni í gegnum tíðina og módelstörf fyrir Metta Sport og Silkisvefn. View this post on Instagram A post shared by sóley bára þórunnardóttir (@soleythorunnar) Menntun? Ég er stúdent úr Menntaskólanum við Sund og stefni á Sálfræði hjá HR næsta haust. Áhugamál? Það er ekkert skemmtilegra en að dansa, semja dans og koma fram á sviði eða vera fyrir framan myndavél. Skemmta mér með mínum bestu vinkonum og ræða stóru málin. Hef líka mikinn áhuga á tísku og fara út fyrir þægindarammann. Gælunafn eða hliðarsjálf? Ég er oft kölluð Solla frænka sem er einkahúmor hjá okkur stelpunum og er Solla frænka mjög hress, skemmtileg týpa sem er alltaf til! Aldur í anda? Ég er heldur betur gömul sál í ungum líkama! Hef verið það frá ungum aldri. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já það kemur alveg fyrir að maður detti í þann gír. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Félagslynd, ráðagóð og mjög næm. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Hugulsöm/alltaf til staðar, tilfinningavera, mesti og besti pepparinn, ég spurði þær. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Get eldað góðan mat úr fáum hráefnum. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Ég væri Golden Retriver eins og hundurinn minn Lea. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Sóley Bára – Líf mitt í orðum. Ertu A eða B týpa? Ég er smá B-týpa með frestunaráráttu en verð samt að hafa skipulag og nóg að gera annars fúnkera ég ekki! Hvernig viltu eggin þín? Spælt. Hvernig viltu kaffið þitt? Ekki mikið fyrir kaffi svo helst Nocco eða Collab þá er ég sátt. Guilty pleasure kvikmynd? Allar Fast and the Furious myndirnar - the girls know why. Einhver söngtexti sem þú hefur alltaf sungið vitlaust? Söng „Kók og Vín“ mjög oft vitlaust á þjóðhátíð. Hvað ertu að hámhorfa á? Greys Anatomy og The Office klikka seint. Hvaða bók lastu síðast? Ætli það sé ekki Ég, við og hin, félagsfræðibók í MS. Syngur þú í sturtu? Gera það ekki allir? Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að bíða, er ekki mikið fyrir millibils ástand eða bið. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Eyða tíma með fólkinu mínu, dansa, ferðast, fara í Barre-tíma. Það toppar allt skemmtilegt að eiga gott kvöld með skvísu-landsliðinu. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ég held ég myndi skemmta mér konunglega ef ég fengi strákana úr Blökastinu í steik og rautt. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já heldur betur! Ég grét yfir því að Justin Bieber væri ekki kærastinn minn og er enn að jafna mig á því. Gæjinn sem lék Pétur Pan var líka æskuástin. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Að vera öruggur með sjálfan sig en samt sem áður hógvær, heiðarleiki, hugulsemi, einlægni, ljúfur og fallegt bros skemmir ekki fyrir. En óheillandi? Mér finnst hroki, virðingarleysi, sjálfhverfa, óáreiðanleiki og metnaðarleysi ekki heillandi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég fer þangað sem besta stemningin er hverju sinni Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Ætli það sé ekki Instagram eða Pinterest. Ertu á stefnumótaforritum? Neibb. Draumastefnumótið? Dinner í Positano á Ítalíu efst uppi þar sem sólin sest hjá sjónum, langsótt ég veit. Ertu með einhvern bucket lista? Ég er að fara ferðast um Suður-Asíu í febrúar með bestu vinkonu minni Sunnu og það hefur alltaf verið á mínum bucket lista! Það væri geðveikt gaman að fara til London eða LA og fara í danstíma þar. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Living my best life með sálfræðigráðu að greina alla í kringum mig. Áttu einhverja sögu af vandræðalegu stefnumóti? Fór á deit og mér leið eins og ég væri að taka manninn í atvinnuviðtal. Hvað er ást? Úff þú meinar. Ást getur verið allskonar. Bæði rómantísk, fjölskyldu ást, vinátta og fleira. Ást er yndisleg en getur verið þrot líka en án ástar er ekkert líf og við þurfum öll ást á að halda. Einhleypan er fastur liður á Lífinu á Vísi. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Einhleypunni á svavam@stod2.is. Einhleypan Dans Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Föðurland: „Ég upplifði svolítið tilgangsleysi á meðgöngunni“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál „Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Makamál Trúnaðarvinir af gagnstæðu kyni ekki alltaf vel séðir í samböndum Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Sóley er tvítug Reykvíkurmær sem lýsir sjálfri sér sem mikilli stemningskonu sem elskar að dansa og koma fram á sviði og fyrir framan myndavélina. Hún starfar sem danskennari hjá Dans stúdíó World Class og við aðhlynningu á Hrafnistu og stefnir á nám í sálfræði í haust. Hér að neðan svarar Sóley spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Hver er Sóley? Ég er einlæg, vinur vina minna og oft sálfræðingur fyrir mína nánustu. Ég er réttsýn, rökföst, traust og mjög ófeimin og dýrka að vera í kringum fólk og kynnast nýju fólki. Aldur? 19 ára en verð tvítug þann 12. febrúar næstkomandi. Starf? Ég starfa sem danskennari hjá Dansstúdíó World Class, sinni aðhlynningu hjá Hrafnistu í Laugarási og hef tekið að mér mörg dansverkefni í gegnum tíðina og módelstörf fyrir Metta Sport og Silkisvefn. View this post on Instagram A post shared by sóley bára þórunnardóttir (@soleythorunnar) Menntun? Ég er stúdent úr Menntaskólanum við Sund og stefni á Sálfræði hjá HR næsta haust. Áhugamál? Það er ekkert skemmtilegra en að dansa, semja dans og koma fram á sviði eða vera fyrir framan myndavél. Skemmta mér með mínum bestu vinkonum og ræða stóru málin. Hef líka mikinn áhuga á tísku og fara út fyrir þægindarammann. Gælunafn eða hliðarsjálf? Ég er oft kölluð Solla frænka sem er einkahúmor hjá okkur stelpunum og er Solla frænka mjög hress, skemmtileg týpa sem er alltaf til! Aldur í anda? Ég er heldur betur gömul sál í ungum líkama! Hef verið það frá ungum aldri. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já það kemur alveg fyrir að maður detti í þann gír. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Félagslynd, ráðagóð og mjög næm. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Hugulsöm/alltaf til staðar, tilfinningavera, mesti og besti pepparinn, ég spurði þær. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Get eldað góðan mat úr fáum hráefnum. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Ég væri Golden Retriver eins og hundurinn minn Lea. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Sóley Bára – Líf mitt í orðum. Ertu A eða B týpa? Ég er smá B-týpa með frestunaráráttu en verð samt að hafa skipulag og nóg að gera annars fúnkera ég ekki! Hvernig viltu eggin þín? Spælt. Hvernig viltu kaffið þitt? Ekki mikið fyrir kaffi svo helst Nocco eða Collab þá er ég sátt. Guilty pleasure kvikmynd? Allar Fast and the Furious myndirnar - the girls know why. Einhver söngtexti sem þú hefur alltaf sungið vitlaust? Söng „Kók og Vín“ mjög oft vitlaust á þjóðhátíð. Hvað ertu að hámhorfa á? Greys Anatomy og The Office klikka seint. Hvaða bók lastu síðast? Ætli það sé ekki Ég, við og hin, félagsfræðibók í MS. Syngur þú í sturtu? Gera það ekki allir? Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að bíða, er ekki mikið fyrir millibils ástand eða bið. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Eyða tíma með fólkinu mínu, dansa, ferðast, fara í Barre-tíma. Það toppar allt skemmtilegt að eiga gott kvöld með skvísu-landsliðinu. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ég held ég myndi skemmta mér konunglega ef ég fengi strákana úr Blökastinu í steik og rautt. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já heldur betur! Ég grét yfir því að Justin Bieber væri ekki kærastinn minn og er enn að jafna mig á því. Gæjinn sem lék Pétur Pan var líka æskuástin. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Að vera öruggur með sjálfan sig en samt sem áður hógvær, heiðarleiki, hugulsemi, einlægni, ljúfur og fallegt bros skemmir ekki fyrir. En óheillandi? Mér finnst hroki, virðingarleysi, sjálfhverfa, óáreiðanleiki og metnaðarleysi ekki heillandi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég fer þangað sem besta stemningin er hverju sinni Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Ætli það sé ekki Instagram eða Pinterest. Ertu á stefnumótaforritum? Neibb. Draumastefnumótið? Dinner í Positano á Ítalíu efst uppi þar sem sólin sest hjá sjónum, langsótt ég veit. Ertu með einhvern bucket lista? Ég er að fara ferðast um Suður-Asíu í febrúar með bestu vinkonu minni Sunnu og það hefur alltaf verið á mínum bucket lista! Það væri geðveikt gaman að fara til London eða LA og fara í danstíma þar. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Living my best life með sálfræðigráðu að greina alla í kringum mig. Áttu einhverja sögu af vandræðalegu stefnumóti? Fór á deit og mér leið eins og ég væri að taka manninn í atvinnuviðtal. Hvað er ást? Úff þú meinar. Ást getur verið allskonar. Bæði rómantísk, fjölskyldu ást, vinátta og fleira. Ást er yndisleg en getur verið þrot líka en án ástar er ekkert líf og við þurfum öll ást á að halda. Einhleypan er fastur liður á Lífinu á Vísi. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Einhleypunni á svavam@stod2.is.
Einhleypan Dans Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Föðurland: „Ég upplifði svolítið tilgangsleysi á meðgöngunni“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál „Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Makamál Trúnaðarvinir af gagnstæðu kyni ekki alltaf vel séðir í samböndum Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira