Enski boltinn

Á morgun opin­berar enska úr­vals­deildin hvaða liðum verður refsað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leicester City er í vondum málum hvað varðar stöðu félagsins í ensku úrvalsdeildinni sem og þegar kemur að bókhaldinu.
Leicester City er í vondum málum hvað varðar stöðu félagsins í ensku úrvalsdeildinni sem og þegar kemur að bókhaldinu. Catherine Ivill/Getty Images

Enska úrvalsdeildin mun á morgun, þriðjudaginn 14. janúar, greina frá því hvaða liðum verðu refsað fyrir að standast ekki fjárhagsreglur deildarinnar á tímabilinu 2021 til 2024.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu. Í frétt miðilsins segir að á morgun komi í ljós hvaða lið geti ekki eytt meiru í félagaskiptaglugganum sem er opinn til lok janúarmánaðar, hvaða lið geta ekki eytt meiru og hvaða liðum verður refsað.

Leicester City er eitt þeirra liða sem er hvað líklegast til að vera refsað samkvæmt The Guardian. Félagið slapp við stigafrádrátt fyrr á leiktíðinni vegna brota á tímabilinu 2022-23. Þar eyddu Refirnir 23,4 milljónum punda – 4,2 milljarða íslenskra króna – umfram því sem þeir máttu samkvæmt fjárhagsregluverki ensku úrvalsdeildarinnar.

Á síðasta ári voru stig dregin af Everton sem og Nottingham Forest. Fyrrnefnda liðið má ekki við því nú þar sem það er í bullandi fallbaráttu á meðan Forest er í harðri baráttu á toppi deildarinnar en stigafrádráttur gæti breytt því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×