Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Árni Sæberg skrifar 15. janúar 2025 10:24 Þessi mynd er frá því áður en brúin féll alveg. Skjáskot/Heiða Dís Fjeldsted Brúin yfir Ferjukotssíki í Borgarfirði er fallin í talsverðum vatnavöxtum. Brúin var reist árið 2023 í kjölfar þess að eldri brú skemmdist í vatnavöxtum. Heimamenn á svæðinu gagnrýndu smíði brúarinnar á sínum tíma og töldu víst að hún myndi ekki endast. Þetta segir Heiða Dís Fjeldsted, reiðkennari og íbúi í Ferjukoti, í samtali við Vísi. Hún segir að brúin hafi fallið með talsverðum krafti í morgun. Á vef Vegagerðarinnar segir að vatn flæði yfir Hvítárvallaveg og brúin sé ófær á meðan á vatnavöxtunum stendur. Kristín Jónsdóttir, ljósmyndari frá Hálsum í Borgarfirði, dreif sig á vettvang í morgun og náði myndskeiðinu hér að neðan af því þegar brúin féll endanlega: Tæplega tveggja ára bráðabirgðabrú Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar frá 9. júní árið 2023 sagði bráðabirgðabrú yfir Ferjukotssíki yrði að öllum líkindum opnuð í lok þess mánaðar. Forsagan væri sú að styttri brúin á Ferjukotssíki í Borgarfirði hafi skemmst í vatnavöxtunum í Hvítá í mars 2023. Hún hafi verið talin hættuleg og því ákveðið að rífa hana og fylla í skarðið. Lengri brúin, á öðrum ál Ferjukotssíkis, hafi einnig verið illa farin og því ákveðið að rífa hana og byggja bráðabirgðabrú. Lengi erfiðar í viðhaldi Síkisbrýrnar væru á gamla þjóðveginum um Hvítá og Ferjukot sem haldist hafi nánast óbreyttur frá því um 1950 en umferð um veginn hafi minnkað mikið eftir tilkomu Borgarfjarðarbrúarinnar. Þó væri mikilvægt að halda þessari leið opinni þar sem hún væri tenging innan sveitar og að gömlu fallegu bogabrúnni yfir Hvítá. „Síkisbrýrnar hafa lengi verið erfiðar í viðhaldi þar sem vegurinn að brúnum og milli þeirra hefur sigið töluvert. Í raun er nauðsynlegt að byggja nýja brú á þessum stað en ekki er til fjárveiting fyrir því enn.“ Því hafi verið ákveðið að reisa einbreiða bráðabirgðabrú úr stáli, með timburgólfi og á timburstaurum. Heiða Dís segir að heimamenn hafi mótmælt þeirri ákvörðun hressilega á sínum tíma, enda hafi þeir vitað að brúin myndi ekki þola tíða vatnavexti í Hvítánni. Rigna hafi farið af alvöru í gær og þau í Ferjukoti séu að verða umflotin. Vatnavextirnir séu þó alls ekki þeir mestu sem hún hafi séð. Umferð Borgarbyggð Samgönguslys Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Þetta segir Heiða Dís Fjeldsted, reiðkennari og íbúi í Ferjukoti, í samtali við Vísi. Hún segir að brúin hafi fallið með talsverðum krafti í morgun. Á vef Vegagerðarinnar segir að vatn flæði yfir Hvítárvallaveg og brúin sé ófær á meðan á vatnavöxtunum stendur. Kristín Jónsdóttir, ljósmyndari frá Hálsum í Borgarfirði, dreif sig á vettvang í morgun og náði myndskeiðinu hér að neðan af því þegar brúin féll endanlega: Tæplega tveggja ára bráðabirgðabrú Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar frá 9. júní árið 2023 sagði bráðabirgðabrú yfir Ferjukotssíki yrði að öllum líkindum opnuð í lok þess mánaðar. Forsagan væri sú að styttri brúin á Ferjukotssíki í Borgarfirði hafi skemmst í vatnavöxtunum í Hvítá í mars 2023. Hún hafi verið talin hættuleg og því ákveðið að rífa hana og fylla í skarðið. Lengri brúin, á öðrum ál Ferjukotssíkis, hafi einnig verið illa farin og því ákveðið að rífa hana og byggja bráðabirgðabrú. Lengi erfiðar í viðhaldi Síkisbrýrnar væru á gamla þjóðveginum um Hvítá og Ferjukot sem haldist hafi nánast óbreyttur frá því um 1950 en umferð um veginn hafi minnkað mikið eftir tilkomu Borgarfjarðarbrúarinnar. Þó væri mikilvægt að halda þessari leið opinni þar sem hún væri tenging innan sveitar og að gömlu fallegu bogabrúnni yfir Hvítá. „Síkisbrýrnar hafa lengi verið erfiðar í viðhaldi þar sem vegurinn að brúnum og milli þeirra hefur sigið töluvert. Í raun er nauðsynlegt að byggja nýja brú á þessum stað en ekki er til fjárveiting fyrir því enn.“ Því hafi verið ákveðið að reisa einbreiða bráðabirgðabrú úr stáli, með timburgólfi og á timburstaurum. Heiða Dís segir að heimamenn hafi mótmælt þeirri ákvörðun hressilega á sínum tíma, enda hafi þeir vitað að brúin myndi ekki þola tíða vatnavexti í Hvítánni. Rigna hafi farið af alvöru í gær og þau í Ferjukoti séu að verða umflotin. Vatnavextirnir séu þó alls ekki þeir mestu sem hún hafi séð.
Umferð Borgarbyggð Samgönguslys Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira