Alexander Isak skoraði tvívegis þegar Newcastle vann 3-0 heimasigur á Wolves. Mörkin hans komu á 34. og 57. mínútu og hann lagði svo upp þriðja markið fyrir Anthony Gordon.
Newcastle komst upp í fjórða sæti deildarinnar með þessum sigri en liðið hefur verið á miklu skriði að undanförnu þar sem Isak hefur farið á kostum. Isak er nú kominn með fimmtán deildarmörk á leiktíðinni.
Ollie Watkins tryggði Aston Villa 1-0 útisigur á Everton en þetta var fyrsti leikur Everton undir nýja knattspyrnustjóranum David Moyes. Sigurmarkið kom eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik.
Jean-Philippe Mateta og Marc Guehi skoruðu báðir í seinni hálfleik þegar Crystal Palace vann 2-0 útisigur á Leicester City.