Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2025 09:10 Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, í hljóðveri Bylgjunnar í morgun. Bylgjan Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að tölvuþrjótar geti komist inn í tölvukerfi með því að blekkja almenna starfsmenn til að gefa upp lykilorð og aðganga. Netglæpaheimurinn velti billjónum dollara og sé orðinn stærri en eiturlyfjaiðnaður heimsins. Ráðist var á tölvukerfi Toyota á Íslandi í vikunni og enn er unnið að því að byggja þau upp aftur. Hópurinn sem réðst á fyrirtækið kallar sig Akira og tengist Rússlandi. Hann hefur nýlega gert árásir á önnur íslensk fyrirtæki eins og Brimborg og mbl.is. Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Ísland væri ekki endilega auðveldara skotmark fyrir tölvuþrjóta vegna smæðar sinnar. Glæpahópar séu aðeins á höttunum eftir peningum og þeim sé sama hvaðan þeir koma. „Íslensk fyrirtæki eins og önnur birtast bara eins og IP-tölur í símaskrá heimsins. Það er verið að skanna þessi fyrirtæki og allan heiminn fyrir veikleikum og leiðum inn. Ef þær finnast eða ef fólk fellur fyrir einhvers konar „phishing“-póstum er það bara nýtt,“ sagði forstjórinn og vísaði til þess sem hefur verið nefnt vefveiðar á íslensku. Þrjótarnir þurfi ekki að ná að læsa klóm sínum í þá sem haldi um lykavöld í tölvumálum fyrirtækja heldur geti þeir valdið miklum skaða með því að ná til starfsmanna „á plani“. Þannig sagði Anton Már að heilmikið væri um að svikapóstar væru sendir á starfsmenn til þess að fiska eftir lykilorðum og aðgöngum þeirra. „Hinn almenni starfsmaður getur líka verið leið inn,“ sagði hann. Velti yfir tíu billjónum dollara Ein aðferð sem tölvuþrjótar beita til þess að auðgast er að hneppa gögn fyrirtækja í „gíslingu“ og krefjast lausnargjalds fyrir þau. Anton Már segir það fátítt að íslensk fyrirtæki láti undan þess lags fjárkúgun. Það gerist þó úti í heimi. „Fyrir vikið veltir þessi netglæpaheimur orðið yfir tíu [billjónum, innskot blaðamanns] dollara. Þetta er orðið stærra en eiturlyfjaiðnaður heimsins. Þannig að þetta orðinn ansi viðamikill bisness,“ sagði Anton Már. Hraði árása af þessu tagi hefur ennfremur aukist, að sögn Antons Más. Árás sem tók áður fjórar til sex vikur taki nú fjóra til sex klukkutíma vegna þróunar í tækni netglæpamanna, þar á meðal gervigreindar. Hún hefur einnig nýst til þess að verjast netárásum. „Við vöktum mikið af krítískum innviðum Íslands allan sólarhringinn og erum að bregðast við. Við erum að sjá heilmikinn vöxt í tilraunum líka,“ sagði Anton Már. Tölvuárásir Tækni Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Ráðist var á tölvukerfi Toyota á Íslandi í vikunni og enn er unnið að því að byggja þau upp aftur. Hópurinn sem réðst á fyrirtækið kallar sig Akira og tengist Rússlandi. Hann hefur nýlega gert árásir á önnur íslensk fyrirtæki eins og Brimborg og mbl.is. Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Ísland væri ekki endilega auðveldara skotmark fyrir tölvuþrjóta vegna smæðar sinnar. Glæpahópar séu aðeins á höttunum eftir peningum og þeim sé sama hvaðan þeir koma. „Íslensk fyrirtæki eins og önnur birtast bara eins og IP-tölur í símaskrá heimsins. Það er verið að skanna þessi fyrirtæki og allan heiminn fyrir veikleikum og leiðum inn. Ef þær finnast eða ef fólk fellur fyrir einhvers konar „phishing“-póstum er það bara nýtt,“ sagði forstjórinn og vísaði til þess sem hefur verið nefnt vefveiðar á íslensku. Þrjótarnir þurfi ekki að ná að læsa klóm sínum í þá sem haldi um lykavöld í tölvumálum fyrirtækja heldur geti þeir valdið miklum skaða með því að ná til starfsmanna „á plani“. Þannig sagði Anton Már að heilmikið væri um að svikapóstar væru sendir á starfsmenn til þess að fiska eftir lykilorðum og aðgöngum þeirra. „Hinn almenni starfsmaður getur líka verið leið inn,“ sagði hann. Velti yfir tíu billjónum dollara Ein aðferð sem tölvuþrjótar beita til þess að auðgast er að hneppa gögn fyrirtækja í „gíslingu“ og krefjast lausnargjalds fyrir þau. Anton Már segir það fátítt að íslensk fyrirtæki láti undan þess lags fjárkúgun. Það gerist þó úti í heimi. „Fyrir vikið veltir þessi netglæpaheimur orðið yfir tíu [billjónum, innskot blaðamanns] dollara. Þetta er orðið stærra en eiturlyfjaiðnaður heimsins. Þannig að þetta orðinn ansi viðamikill bisness,“ sagði Anton Már. Hraði árása af þessu tagi hefur ennfremur aukist, að sögn Antons Más. Árás sem tók áður fjórar til sex vikur taki nú fjóra til sex klukkutíma vegna þróunar í tækni netglæpamanna, þar á meðal gervigreindar. Hún hefur einnig nýst til þess að verjast netárásum. „Við vöktum mikið af krítískum innviðum Íslands allan sólarhringinn og erum að bregðast við. Við erum að sjá heilmikinn vöxt í tilraunum líka,“ sagði Anton Már.
Tölvuárásir Tækni Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent